Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2019 20:04 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Stefán Blaðamannafélag Íslands íhugar nú að kæra stjórnsýslu fjölmiðlanefndar til umboðsmanns Alþingis. Gagnrýni félagsins beinist að beitingu nefndarinnar á 26. grein laga um fjölmiðla en hún snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins. Í fréttinni segir að blaðamannafélagið hafi áður gert athugasemd við birtingu nefndarinnar á áliti á efni fjölmiðla, sem grundvallaðist eingöngu á 26. grein laganna, í kjölfar kæra sem nefndinni barst og hún ákvað að taka til meðferðar.Áður hafði BÍ samþykkt að draga fulltrúa sinn út úr fjölmiðlanefnd vegna þessa.„Það er álit Blaðamannafélagsins að með þessu háttalagi sínu sé nefndin kom langt út fyrir valdsvið sitt og sé að fara á svig við skýran vilja löggjafans eins og hann birtist þegar fjölmiðlalögin urðu að lögum,“ segir á vef félagsins. Þar segir jafnframt að hafa verði í huga meirihlutaálit menntamálanefndar, en þar kom fram að ákvæðið um lýðræðislegar grundvallarreglur beri að túlka sem stefnuyfirlýsingu um grundvallarreglur í fjölmiðlun en ekki sé með því ætlunin að setja tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla auknar skorður.” Blaðamannafélagið telji nú að nefndin hafi farið út fyrir þau valdmörk sem henni er sett í álitinu. Þá segir Blaðamannafélagið það „stórlega ámælisverða stjórnsýslu“ af hálfu fjölmiðlanefndar að hafa birt álit sem grundvölluðust eingöngu á umræddri 26. grein fjölmiðlalaganna án þess að setja formreglur um hvaða skilyrði kærur þyrftu að uppfylla til þess að teljast tækar fyrir nefndinni. „Þannig virðist nefndin líta svo á að allt birt efni í íslenskum fjölmiðlum sé á valdsviði nefndarinnar og enginn áskilnaður er um aðild kærenda, fyrningu eða að reynt hafi verið að krefjast leiðréttingar á kærðri umfjöllun eins og finna má í siðareglum BÍ.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands íhugar nú að kæra stjórnsýslu fjölmiðlanefndar til umboðsmanns Alþingis. Gagnrýni félagsins beinist að beitingu nefndarinnar á 26. grein laga um fjölmiðla en hún snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins. Í fréttinni segir að blaðamannafélagið hafi áður gert athugasemd við birtingu nefndarinnar á áliti á efni fjölmiðla, sem grundvallaðist eingöngu á 26. grein laganna, í kjölfar kæra sem nefndinni barst og hún ákvað að taka til meðferðar.Áður hafði BÍ samþykkt að draga fulltrúa sinn út úr fjölmiðlanefnd vegna þessa.„Það er álit Blaðamannafélagsins að með þessu háttalagi sínu sé nefndin kom langt út fyrir valdsvið sitt og sé að fara á svig við skýran vilja löggjafans eins og hann birtist þegar fjölmiðlalögin urðu að lögum,“ segir á vef félagsins. Þar segir jafnframt að hafa verði í huga meirihlutaálit menntamálanefndar, en þar kom fram að ákvæðið um lýðræðislegar grundvallarreglur beri að túlka sem stefnuyfirlýsingu um grundvallarreglur í fjölmiðlun en ekki sé með því ætlunin að setja tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla auknar skorður.” Blaðamannafélagið telji nú að nefndin hafi farið út fyrir þau valdmörk sem henni er sett í álitinu. Þá segir Blaðamannafélagið það „stórlega ámælisverða stjórnsýslu“ af hálfu fjölmiðlanefndar að hafa birt álit sem grundvölluðust eingöngu á umræddri 26. grein fjölmiðlalaganna án þess að setja formreglur um hvaða skilyrði kærur þyrftu að uppfylla til þess að teljast tækar fyrir nefndinni. „Þannig virðist nefndin líta svo á að allt birt efni í íslenskum fjölmiðlum sé á valdsviði nefndarinnar og enginn áskilnaður er um aðild kærenda, fyrningu eða að reynt hafi verið að krefjast leiðréttingar á kærðri umfjöllun eins og finna má í siðareglum BÍ.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42