Innlent

Forsetafrúin heimsótti stórmoskuna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eliza Reid í stórmoskunni í gær. Myndin er ein af þeim myndum frá heimsókninni sem forsetafrúin deildi á Facebook.
Eliza Reid í stórmoskunni í gær. Myndin er ein af þeim myndum frá heimsókninni sem forsetafrúin deildi á Facebook.
Eliza Reid, forsetafrú, heimsótti í gær stórmoskuna á Íslandi, bænahús múslima hér á landi.

Hún greinir frá heimsókninni í færslu á Facebook-síðu og segir meðal annars frá því að í moskunni hafi hún hitt kennara barna sem séu að læra íslensku og arabísku hér landi.

„Síðan fékk ég gómsætt myntute og naut gómsætra kræsinga, að mestu með marokkósku bragði. Í drjúga stund fékk ég svo að spjalla við aðra innflytjendur, fólk sem hefur komið hingað frá ýmsum stöðum á jarðarkringlunni og hefur – eins og ég minntist á í ávarpi mínu – auðgað samfélag okkar. Ég þakka fólkinu í stórmosku Íslands fyrir heimboðið og þá gestrisni sem mér var sýnd,“ segir forsetafrúin í færslunni sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan ásamt myndum sem Eliza deilir frá heimsókninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×