Margar tilkynningar um verkfallsbrot Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. mars 2019 07:45 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. vísir/vilhelm Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. „Þetta er búinn að vera mjög áhugaverður dagur. Við erum bæði búin að vera að sinna eftirliti hjá rútufyrirtækjum og á hótelum. Því miður virðist svo vera að það sé mjög einbeittur brotavilji á sumum stöðum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verkfall félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum stóð í allan gærdag með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Takist ekki samningar í tæka tíð skellur aftur á verkfall næstkomandi fimmtudag og föstudag. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á mánudagsmorgun sem gert er ráð fyrir að standi til klukkan 16. Efling hefur til skoðunar hvort ástæða sé til að kæra möguleg verkfallsbrot til Félagsdóms. Snúa þau fyrst og fremst að því að starfsfólk úr öðrum félögum hafi gengið í störf félagsmanna Eflingar og VR. „Mér hefur verið bent á tilvik þarsem ég fæ ekki betur séð en að eitt af stóru hótelunum hafi sóst eftir því að fá fólk úr öðrum félögum til að ganga í störf Eflingarfólks. Við munum ekki sætta okkur við það ef rétt reynist.“ Sólveig Anna segist hafa fengið þá tilfinningu á fleiri stöðum að slíkt væri í gangi. Svör um það hverjir væru að störfum hefðu stundum verið mjög loðin. „Ég held að þetta hafi verið gert mjög markvisst. Ef það verður af verkföllunum í næstu viku held ég að við þurfum að vera með stærri og fjölmennari verkfallsvörslu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, sagði síðdegis í gær að dagurinn hefði verið langur og strembinn eins og við var að búast. Hlutirnir hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig. „Við vorum búin að undirbúa okkur andlega undir þennan dag og vissum að þetta yrði sólarhringstörn fyrir þá sem máttu vinna. En nú vonum við að þetta fari að leysast.“ Fimm starfsmenn hafa sinnt þrifum á herbergjum og þrír skiptu á milli sín sólarhringnum í gestamóttökunni. Ingibjörg segir samstarfið við verkfallsverði hafa verið gott. „Það var ekki alveg sami skilningur á túlkun en það var allt í fínu lagi. Þau bara skrifuðu það niður og svo sjáum við hvað kemur út úr því. Við erum með þriggja manna stjórn og hún er að vinna. Samkvæmt þeirra skilgreiningu má bara stjórnarformaðurinn vinna.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. 23. mars 2019 00:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. „Þetta er búinn að vera mjög áhugaverður dagur. Við erum bæði búin að vera að sinna eftirliti hjá rútufyrirtækjum og á hótelum. Því miður virðist svo vera að það sé mjög einbeittur brotavilji á sumum stöðum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Verkfall félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum stóð í allan gærdag með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Takist ekki samningar í tæka tíð skellur aftur á verkfall næstkomandi fimmtudag og föstudag. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á mánudagsmorgun sem gert er ráð fyrir að standi til klukkan 16. Efling hefur til skoðunar hvort ástæða sé til að kæra möguleg verkfallsbrot til Félagsdóms. Snúa þau fyrst og fremst að því að starfsfólk úr öðrum félögum hafi gengið í störf félagsmanna Eflingar og VR. „Mér hefur verið bent á tilvik þarsem ég fæ ekki betur séð en að eitt af stóru hótelunum hafi sóst eftir því að fá fólk úr öðrum félögum til að ganga í störf Eflingarfólks. Við munum ekki sætta okkur við það ef rétt reynist.“ Sólveig Anna segist hafa fengið þá tilfinningu á fleiri stöðum að slíkt væri í gangi. Svör um það hverjir væru að störfum hefðu stundum verið mjög loðin. „Ég held að þetta hafi verið gert mjög markvisst. Ef það verður af verkföllunum í næstu viku held ég að við þurfum að vera með stærri og fjölmennari verkfallsvörslu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, sagði síðdegis í gær að dagurinn hefði verið langur og strembinn eins og við var að búast. Hlutirnir hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig. „Við vorum búin að undirbúa okkur andlega undir þennan dag og vissum að þetta yrði sólarhringstörn fyrir þá sem máttu vinna. En nú vonum við að þetta fari að leysast.“ Fimm starfsmenn hafa sinnt þrifum á herbergjum og þrír skiptu á milli sín sólarhringnum í gestamóttökunni. Ingibjörg segir samstarfið við verkfallsverði hafa verið gott. „Það var ekki alveg sami skilningur á túlkun en það var allt í fínu lagi. Þau bara skrifuðu það niður og svo sjáum við hvað kemur út úr því. Við erum með þriggja manna stjórn og hún er að vinna. Samkvæmt þeirra skilgreiningu má bara stjórnarformaðurinn vinna.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. 23. mars 2019 00:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05
Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. 23. mars 2019 00:00