Deila um 300 milljónir til endurbóta á Óðinstorgi Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2019 13:24 Ætlunin er að koma fyrir setpöllum, stökum sætum, leikhólum, pollum og hjólagrindum. Reykjavíkurborg Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bjóða skuli út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu að hluta. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 300 milljónir króna og hafa borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt forgangsröðun meirihlutans. Borgarráð tók málið fyrir á fundi sínum í gær og sátu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu málsins. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í maí og að þeim ljúki í september næstkomandi. Í bréfi frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að framkvæmdir á Óðinstorgi felist í endurnýjun yfirborðs á torgsvæði og hluta götu. „Komið verður fyrir setpöllum, stökum sætum, leikhólum, pollum og hjólagrindum. Framkvæmdir í Týsgötu fela í sér endurnýjun yfirborðs götu og göngusvæða auk gróðursetningar. Verkið er samstarfsverkefni með Veitum ohf sem endurnýja fráveitulagnir, hitaveitu, kalt vatn og raflagnir,“ segir í bréfinu. Vinningstillögur í hönnunarsamkeppni um Óðinstorg voru kynntar í Ráðhúsi Reykjavíkur 2015.Mynd úr vinningstillögu sem kynnt var árið 2015.ReykjavíkurborgVerkefni sem þolir bið Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins létu bóka að þeir leggist gegn þeirri forgangsröðun sem verkefnið Óðinstorg og önnur álíka, beri vitni um. Þoli þau vel bið. „Þó það sé vissulega mikilvægt að bæta borgarlandið eru önnur verkefni sem ekki er gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun brýnni. Má hér nefna skólahúsnæði reykvískra barna sem þurfa að hafa forgang. Hér er um að ræða 300 milljónir kr. samkvæmt áætlun en nýleg dæmi eru um hressilega framúrkeyrslu verkefna. Þá er óvissa um viðbótarkostnað vegna fornleifa. Uppsafnaður skortur á viðhaldi undir stjórn núverandi meirihlutaflokka hefur valdið ómældum skaða. Ljóst er að fara þarf í fjárfrekar viðhaldsframkvæmdir á skólahúsnæði borgarinnar sem ættu að vera ofar á forgangslistanum. Þetta er skýrt dæmi um ranga forgangsröðun í rekstri borgarinnar,“ segir í bókun borgarfulltrúa minnihlutans.ReykjavíkurborgVísað til föðurhúsanna Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna svöruðu því til að lengi hafi staðið til að taka Óðinstorg í gegn. Hafi verkefni sem falla undir Torg í biðstöðu heppnast afar vel, en þar séu gerðar tilraunir með að nýta borgarrýmið, torg, götur og bílastæði á nýjan hátt. „Forgangsröðun meirihlutaflokka borgarstjórnar í fjárfestingaáætlun hefur einmitt einkennst af áherslu á viðhald og framkvæmdir í skólahúsnæði, frístundaheimilum og leikskólum um alla borg og ummælum um viðhaldsleysi vísað til föðurhúsanna,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa meirihlutaflokkanna. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bjóða skuli út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu að hluta. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 300 milljónir króna og hafa borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt forgangsröðun meirihlutans. Borgarráð tók málið fyrir á fundi sínum í gær og sátu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu málsins. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í maí og að þeim ljúki í september næstkomandi. Í bréfi frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að framkvæmdir á Óðinstorgi felist í endurnýjun yfirborðs á torgsvæði og hluta götu. „Komið verður fyrir setpöllum, stökum sætum, leikhólum, pollum og hjólagrindum. Framkvæmdir í Týsgötu fela í sér endurnýjun yfirborðs götu og göngusvæða auk gróðursetningar. Verkið er samstarfsverkefni með Veitum ohf sem endurnýja fráveitulagnir, hitaveitu, kalt vatn og raflagnir,“ segir í bréfinu. Vinningstillögur í hönnunarsamkeppni um Óðinstorg voru kynntar í Ráðhúsi Reykjavíkur 2015.Mynd úr vinningstillögu sem kynnt var árið 2015.ReykjavíkurborgVerkefni sem þolir bið Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins létu bóka að þeir leggist gegn þeirri forgangsröðun sem verkefnið Óðinstorg og önnur álíka, beri vitni um. Þoli þau vel bið. „Þó það sé vissulega mikilvægt að bæta borgarlandið eru önnur verkefni sem ekki er gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun brýnni. Má hér nefna skólahúsnæði reykvískra barna sem þurfa að hafa forgang. Hér er um að ræða 300 milljónir kr. samkvæmt áætlun en nýleg dæmi eru um hressilega framúrkeyrslu verkefna. Þá er óvissa um viðbótarkostnað vegna fornleifa. Uppsafnaður skortur á viðhaldi undir stjórn núverandi meirihlutaflokka hefur valdið ómældum skaða. Ljóst er að fara þarf í fjárfrekar viðhaldsframkvæmdir á skólahúsnæði borgarinnar sem ættu að vera ofar á forgangslistanum. Þetta er skýrt dæmi um ranga forgangsröðun í rekstri borgarinnar,“ segir í bókun borgarfulltrúa minnihlutans.ReykjavíkurborgVísað til föðurhúsanna Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna svöruðu því til að lengi hafi staðið til að taka Óðinstorg í gegn. Hafi verkefni sem falla undir Torg í biðstöðu heppnast afar vel, en þar séu gerðar tilraunir með að nýta borgarrýmið, torg, götur og bílastæði á nýjan hátt. „Forgangsröðun meirihlutaflokka borgarstjórnar í fjárfestingaáætlun hefur einmitt einkennst af áherslu á viðhald og framkvæmdir í skólahúsnæði, frístundaheimilum og leikskólum um alla borg og ummælum um viðhaldsleysi vísað til föðurhúsanna,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa meirihlutaflokkanna.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira