Engin gósentíð í nótt hjá leigubílstjórum Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2019 12:32 Einar Árnason segir að það hafi ekki verið nein uppgrip í nótt, eins og margir ætluðu að yrðu. Einar Árnason formaður bílstjórafélagsins Fylkis í Keflavík segir rútur Kynnisferða hafa farið um eins og venjulega þó nú sé yfirstandandi verkfall. „Þetta var engin gósentíð fyrir leigubílstjóra þrátt fyrir þetta verkfall. Reyndar er engin gósentíð fyrir leigubílstjóra almennt,“ segir Einar. Hann segir að fleiri leigubíla hafi verið mættir á vettvang í nótt en venjulega, við Leifsstöð, til að mæta ætlaðri aukningu ferða vegna verkfalls rútubílsstjóra sem hófst í nótt. En, það hafi þá bara þýtt að fleiri voru um hituna. En, þeir voru að mæta eftirspurn sem engin var því ekki var um fleiri túra að ræða en alla jafna. Vísir ræddi í gær við Guðmund Börk Thorarensen, framkvæmdastjóra BSR-leigubíla, og hann taldi þá vandséð að leigubílstjórar gætu annað eftirspurn þegar rútubílstjórar leggðu niður störf. En, ekki fór það nú svo.Kynnisferðir fara um eins og ekkert sé verkfallið „Eina sem við urðum varir við að það eru fleiri en venjulega sem hanga hér við flugsstöðina. Hefur ekkert aukist vinnan. Enda keyra Kynnisferðir hér fram og til baka. Ég held ég hafi talið átta rútur í morgun þegar mest var,“ segir Einar. Þetta hafi því gengið sinn vanagang hjá leigubílstjórum.Leigubílar við Leifsstöð í nótt. Ekkert að gera. Leigubílstjórar gripu í tómt.visir/Jói K„Kynnisferðir eru ekkert að rifa seglin, alla veganna virðast þessi verkföll ekki hafa mikil áhrif á ferðirnar hjá okkur leigubílsstjórum. Ekkert aukist vegna þessara verkfalla. Hérna suðurfrá í nótt þá jókst bara fjöldi bíla í umferð og það var því meiri bið. Þetta eru ekki uppgrip fyrir menn eins og margir halda.“Rólegt í nótt hjá leigubílstjórum Einar segist hafa spurt félaga sína í leigubílstjórastétt hvernig þetta hafi verið í Reykjavík og samkvæmt því var fullt af lausum bílum alls staðar. „Þó margir haldi eitthvað annað þá er oftast nóg af leigubílum og oft of mikil. Þetta verkfall hefur ekki haft þau áhrif að það hafi verið meira að gera.“ Vísir hefur rætt við fleiri leigubílsstjóra í morgun sem hafa sömu sögu að segja. Einn þeirra benti á að það gæti orðið athyglisvert að sjá hvernig ástandið verður um klukkan 15 í dag þegar síðdegisflugið er.Leifsstöð nú áðan, með augum Einars. Ekki mikið að gerast í fólksflutningum.einar árnason Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Leigubílsstjórar sjá fram á annasama tíð en taka uppgripunum ekki fagnandi. 21. mars 2019 13:27 Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot með vinnu sinni. 22. mars 2019 11:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Einar Árnason formaður bílstjórafélagsins Fylkis í Keflavík segir rútur Kynnisferða hafa farið um eins og venjulega þó nú sé yfirstandandi verkfall. „Þetta var engin gósentíð fyrir leigubílstjóra þrátt fyrir þetta verkfall. Reyndar er engin gósentíð fyrir leigubílstjóra almennt,“ segir Einar. Hann segir að fleiri leigubíla hafi verið mættir á vettvang í nótt en venjulega, við Leifsstöð, til að mæta ætlaðri aukningu ferða vegna verkfalls rútubílsstjóra sem hófst í nótt. En, það hafi þá bara þýtt að fleiri voru um hituna. En, þeir voru að mæta eftirspurn sem engin var því ekki var um fleiri túra að ræða en alla jafna. Vísir ræddi í gær við Guðmund Börk Thorarensen, framkvæmdastjóra BSR-leigubíla, og hann taldi þá vandséð að leigubílstjórar gætu annað eftirspurn þegar rútubílstjórar leggðu niður störf. En, ekki fór það nú svo.Kynnisferðir fara um eins og ekkert sé verkfallið „Eina sem við urðum varir við að það eru fleiri en venjulega sem hanga hér við flugsstöðina. Hefur ekkert aukist vinnan. Enda keyra Kynnisferðir hér fram og til baka. Ég held ég hafi talið átta rútur í morgun þegar mest var,“ segir Einar. Þetta hafi því gengið sinn vanagang hjá leigubílstjórum.Leigubílar við Leifsstöð í nótt. Ekkert að gera. Leigubílstjórar gripu í tómt.visir/Jói K„Kynnisferðir eru ekkert að rifa seglin, alla veganna virðast þessi verkföll ekki hafa mikil áhrif á ferðirnar hjá okkur leigubílsstjórum. Ekkert aukist vegna þessara verkfalla. Hérna suðurfrá í nótt þá jókst bara fjöldi bíla í umferð og það var því meiri bið. Þetta eru ekki uppgrip fyrir menn eins og margir halda.“Rólegt í nótt hjá leigubílstjórum Einar segist hafa spurt félaga sína í leigubílstjórastétt hvernig þetta hafi verið í Reykjavík og samkvæmt því var fullt af lausum bílum alls staðar. „Þó margir haldi eitthvað annað þá er oftast nóg af leigubílum og oft of mikil. Þetta verkfall hefur ekki haft þau áhrif að það hafi verið meira að gera.“ Vísir hefur rætt við fleiri leigubílsstjóra í morgun sem hafa sömu sögu að segja. Einn þeirra benti á að það gæti orðið athyglisvert að sjá hvernig ástandið verður um klukkan 15 í dag þegar síðdegisflugið er.Leifsstöð nú áðan, með augum Einars. Ekki mikið að gerast í fólksflutningum.einar árnason
Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Leigubílsstjórar sjá fram á annasama tíð en taka uppgripunum ekki fagnandi. 21. mars 2019 13:27 Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot með vinnu sinni. 22. mars 2019 11:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Leigubílsstjórar sjá fram á annasama tíð en taka uppgripunum ekki fagnandi. 21. mars 2019 13:27
Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot með vinnu sinni. 22. mars 2019 11:17