Rúnar og Eyrún fengu eineggja tvíbura frá brúðkaupsgestunum Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2019 10:30 Eyrún og Rúnar eiga von á tvíburum og höfðu þau efni á ferlinu eftir brúðkaup sitt. Vala Matt heimsótti hjónin Rúnar Geirmundsson, kraftlyftingamann, og Eyrúnu Telmu Jónsdóttur, einkaþjálfara, í Íslandi í dag í gærkvöldi en þau voru búin að reyna að eignast barn í meira en fjögur ár en ekkert gekk. Þau ákváðu þá að fara í glasafrjóvgun. En glasafrjóvgun er rándýr á Íslandi enda ekki niðurgreidd eins og á hinum Norðurlöndunum og kostar því tæpar sex hundruð þúsund krónur sem er ekki á allra færi og segjast þau vita um þónokkur pör sem hreinlega hafi ekki efni á að fara í glasafrjóvgun og segja þetta því einungis fyrir efnað fólk. „Ég tók þetta mjög mikið inn á mig því mér fannst þetta vera mér að kenna og mér fannst ég vera bregðast honum. Svona verður maður ruglaður og þetta er ótrúlega erfitt hvað þetta gerir við höfuðið,“ segir Eyrún um þann tíma þegar það kom í ljós að hún væri ófrjó. „Þetta er ekkert hennar vandamál, við erum gift og erum í þessu saman,“ segir Rúnar. Fengu yndislega brúðkaupsgjöf og eiga von á tvíburum. Þegar Rúnar og Eyrún svo giftu sig ákváðu brúkaupsgestirnir að leggja saman í púkk og gefa þeim pening svo þau hefðu ráð á aðgerðinni. „Við förum í viðtalstíma í Livio og læknirinn segir strax við okkur að hún sé ófrjó og það þýði ekkert fyrir okkur að reyna neitt annað en glasafrjóvgun,“ segir Rúnar. „Við sendum ekki út nein boðskort eða neitt og báðum vini okkar á Facebook um að styrkja okkur. Okkur fannst við vera smá dónalega að vera biðja um eitthvað, en við höfum ekkert að gera við vasa eða sængurver og því báðum við bara um smá hjálp að stofna fjölskyldu,“ segir Rúnar. Brúðkaupsgjöfin var sannarlega góð því í dag eiga þau von á eineggja tvíburum og má því segja að þau hafi fengið tvíbura í brúðkaupsgjöf og eru í dag mjög hamingjusöm. Þau gagnrýna yfirvöld hér á landi þar nánast sé enginn niðurgreiðsla hér á landi í tæknifrjóvgunum, þvert á móti við norðurlöndin. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Börn og uppeldi Frjósemi Ísland í dag Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Sjá meira
Vala Matt heimsótti hjónin Rúnar Geirmundsson, kraftlyftingamann, og Eyrúnu Telmu Jónsdóttur, einkaþjálfara, í Íslandi í dag í gærkvöldi en þau voru búin að reyna að eignast barn í meira en fjögur ár en ekkert gekk. Þau ákváðu þá að fara í glasafrjóvgun. En glasafrjóvgun er rándýr á Íslandi enda ekki niðurgreidd eins og á hinum Norðurlöndunum og kostar því tæpar sex hundruð þúsund krónur sem er ekki á allra færi og segjast þau vita um þónokkur pör sem hreinlega hafi ekki efni á að fara í glasafrjóvgun og segja þetta því einungis fyrir efnað fólk. „Ég tók þetta mjög mikið inn á mig því mér fannst þetta vera mér að kenna og mér fannst ég vera bregðast honum. Svona verður maður ruglaður og þetta er ótrúlega erfitt hvað þetta gerir við höfuðið,“ segir Eyrún um þann tíma þegar það kom í ljós að hún væri ófrjó. „Þetta er ekkert hennar vandamál, við erum gift og erum í þessu saman,“ segir Rúnar. Fengu yndislega brúðkaupsgjöf og eiga von á tvíburum. Þegar Rúnar og Eyrún svo giftu sig ákváðu brúkaupsgestirnir að leggja saman í púkk og gefa þeim pening svo þau hefðu ráð á aðgerðinni. „Við förum í viðtalstíma í Livio og læknirinn segir strax við okkur að hún sé ófrjó og það þýði ekkert fyrir okkur að reyna neitt annað en glasafrjóvgun,“ segir Rúnar. „Við sendum ekki út nein boðskort eða neitt og báðum vini okkar á Facebook um að styrkja okkur. Okkur fannst við vera smá dónalega að vera biðja um eitthvað, en við höfum ekkert að gera við vasa eða sængurver og því báðum við bara um smá hjálp að stofna fjölskyldu,“ segir Rúnar. Brúðkaupsgjöfin var sannarlega góð því í dag eiga þau von á eineggja tvíburum og má því segja að þau hafi fengið tvíbura í brúðkaupsgjöf og eru í dag mjög hamingjusöm. Þau gagnrýna yfirvöld hér á landi þar nánast sé enginn niðurgreiðsla hér á landi í tæknifrjóvgunum, þvert á móti við norðurlöndin. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Börn og uppeldi Frjósemi Ísland í dag Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Sjá meira