Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2019 14:13 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni 9. febrúar síðastliðinn en Davíð Karl bróðir hans segir fjölskyldu hans langt frá því að hafa gefist upp á leitinni. „Mann dreymir að maður hafi fundið hann eða séð hann og svona er þetta búið að vera í næstum einn og hálfan mánuð.“ Þetta segir Davíð Karl Wiium um bróður sinn Jón Þröst Jónsson sem hvarf sporlaust í Dyflinni fyrir tæpum einum og hálfum mánuði síðan. Davíð greinir frá stöðunni í leitinni og opnar sig um andlega líðan sína í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. „Á meðan ég veit ekki neitt þá get ég ekki fullyrt neitt. Þetta er voðalega óþægileg staða og erfið fyrir alla. Maður verður einhvern veginn bara að reyna að halda áfram og halda þessu í einhverjum farvegi,“ segir Davíð. Hvar Jóns Þrastar hafi legið þungt á sálarlífi allra sem tengjast honum.Getur hvorki leyft sér að syrgja né fagna „Þetta er voðalega skrítið, og bara fyrir mitt leyti, þegar var farið að líða á fyrstu vikuna þá var ég alveg sannfærður um að eitthvað hræðilegt hefði gerst og að hann væri mjög líklega látinn en eftir því sem tíminn líður og maður skoðar þetta þá fyllist maður kannski ákveðinni von eftir því sem maður heldur áfram og eins og staðan er á mér og mörgum akkúrat í dag þá hef ég ekki hugmynd,“ segir Davíð. Hann geti hvorki leyft sér að syrgja sé hann fallinn frá né leyft sér að fagna sé hann á lífi. Staðan orðin ansi svört Davíð segir að ef Jón Þröstur er látinn þá sé afar skrítið að jarðneskar leifar hans hafi ekki komið í ljós. Ef hann væri einhvers staðar í sjálfheldu væri hann líklegast fundinn. „Ég vona svo innilega að hann sé óhultur einhvers staðar en auðvitað er þetta orðin ansi svört staða“. Furðulegt mál Þegar Davíð er spurður hvort líkur séu á því að einhver hafi unnið honum mein eða jafnvel hvort hann hafi jafnvel unnið sjálfum sér mein svarar Davíð: „Eitthvað gerðist hvað sem það hefur verið. Það hefur þá væntanlega eitthvað saknæmt átt sér stað. Hann hafi unnið sér sjálfum mein eða látið sig hverfa eða jafnvel lent í slysi og það kemur vel til greina en auðvitað, ef hann hefur ákveðið að vinna sér sjálfum mein eða lent í slysi eða átökum eða annað þá væru yfirgnæfandi líkur á að maðurinn væri fundinn og þess vegna er þetta nú svo furðulegt mál. Það er ansi erfitt að fela sig, sérstaklega ef þú liggur einhvers staðar slasaður.“ Davíð bendir á að það séu um 6 kílómetrar niður að höfn en þá sé einnig á sem renni í gegnum miðbæinn. Bæði strandlengjan og svæðið með fram ánni eru ákaflega fjölfarnir staðir. Hefði viljað aðstoð björgunarsveitarinnar fyrr Aðspurður segir Davíð að samskiptin við írsk lögregluyfirvöld hafa verið góð. Lögreglan hafi komið vel fram og hafi verið til staðar. Þegar honum hafi gefist tími til að gaumgæfa atburðarás síðastliðinna vikna séu þó nokkur atriði sem hann hefði viljað að lögreglan gerði öðruvísi. Það hefði verið betra að fá írsku björgunarsveitina fyrr sérstaklega til að geta útilokað ákveðin svæði strax. Davíð hefði kosið að lögreglan hefði sett upp vegatálmana upp miklu fyrr og herja á leigubílana af fullum krafti. Þrátt fyrir að Davíð geti fundið að ýmsum þáttum í leitinni segist hann heilt yfir vera ánægður með störf írsku lögreglunnar. Það sé afar auðvelt að kenna öðrum um þegar fólk er orðið þreytt og pirrað en það sé hans tilfinning að írska lögreglan sé að gera allt sem í þeirra valdi sé til að hjálpa fjölskyldunni.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Biðja pókerspilara að gæta sín í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar Pókersíðan Pokerscout.com hvetur pókerspilara til að hafa allan varann á í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni á Írlandi í febrúar síðastliðnum. 20. mars 2019 13:10 Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48 Ákvörðun um að fara úr landi hefði verið tekin í stundarbrjálæði Lögreglu á Írlandi berast enn daglega ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendings sem saknað hefur verið þar í landi síðan í febrúar. 19. mars 2019 15:08 Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Interpol lýsir eftir Jón Þresti. 14. mars 2019 11:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
„Mann dreymir að maður hafi fundið hann eða séð hann og svona er þetta búið að vera í næstum einn og hálfan mánuð.“ Þetta segir Davíð Karl Wiium um bróður sinn Jón Þröst Jónsson sem hvarf sporlaust í Dyflinni fyrir tæpum einum og hálfum mánuði síðan. Davíð greinir frá stöðunni í leitinni og opnar sig um andlega líðan sína í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. „Á meðan ég veit ekki neitt þá get ég ekki fullyrt neitt. Þetta er voðalega óþægileg staða og erfið fyrir alla. Maður verður einhvern veginn bara að reyna að halda áfram og halda þessu í einhverjum farvegi,“ segir Davíð. Hvar Jóns Þrastar hafi legið þungt á sálarlífi allra sem tengjast honum.Getur hvorki leyft sér að syrgja né fagna „Þetta er voðalega skrítið, og bara fyrir mitt leyti, þegar var farið að líða á fyrstu vikuna þá var ég alveg sannfærður um að eitthvað hræðilegt hefði gerst og að hann væri mjög líklega látinn en eftir því sem tíminn líður og maður skoðar þetta þá fyllist maður kannski ákveðinni von eftir því sem maður heldur áfram og eins og staðan er á mér og mörgum akkúrat í dag þá hef ég ekki hugmynd,“ segir Davíð. Hann geti hvorki leyft sér að syrgja sé hann fallinn frá né leyft sér að fagna sé hann á lífi. Staðan orðin ansi svört Davíð segir að ef Jón Þröstur er látinn þá sé afar skrítið að jarðneskar leifar hans hafi ekki komið í ljós. Ef hann væri einhvers staðar í sjálfheldu væri hann líklegast fundinn. „Ég vona svo innilega að hann sé óhultur einhvers staðar en auðvitað er þetta orðin ansi svört staða“. Furðulegt mál Þegar Davíð er spurður hvort líkur séu á því að einhver hafi unnið honum mein eða jafnvel hvort hann hafi jafnvel unnið sjálfum sér mein svarar Davíð: „Eitthvað gerðist hvað sem það hefur verið. Það hefur þá væntanlega eitthvað saknæmt átt sér stað. Hann hafi unnið sér sjálfum mein eða látið sig hverfa eða jafnvel lent í slysi og það kemur vel til greina en auðvitað, ef hann hefur ákveðið að vinna sér sjálfum mein eða lent í slysi eða átökum eða annað þá væru yfirgnæfandi líkur á að maðurinn væri fundinn og þess vegna er þetta nú svo furðulegt mál. Það er ansi erfitt að fela sig, sérstaklega ef þú liggur einhvers staðar slasaður.“ Davíð bendir á að það séu um 6 kílómetrar niður að höfn en þá sé einnig á sem renni í gegnum miðbæinn. Bæði strandlengjan og svæðið með fram ánni eru ákaflega fjölfarnir staðir. Hefði viljað aðstoð björgunarsveitarinnar fyrr Aðspurður segir Davíð að samskiptin við írsk lögregluyfirvöld hafa verið góð. Lögreglan hafi komið vel fram og hafi verið til staðar. Þegar honum hafi gefist tími til að gaumgæfa atburðarás síðastliðinna vikna séu þó nokkur atriði sem hann hefði viljað að lögreglan gerði öðruvísi. Það hefði verið betra að fá írsku björgunarsveitina fyrr sérstaklega til að geta útilokað ákveðin svæði strax. Davíð hefði kosið að lögreglan hefði sett upp vegatálmana upp miklu fyrr og herja á leigubílana af fullum krafti. Þrátt fyrir að Davíð geti fundið að ýmsum þáttum í leitinni segist hann heilt yfir vera ánægður með störf írsku lögreglunnar. Það sé afar auðvelt að kenna öðrum um þegar fólk er orðið þreytt og pirrað en það sé hans tilfinning að írska lögreglan sé að gera allt sem í þeirra valdi sé til að hjálpa fjölskyldunni.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Biðja pókerspilara að gæta sín í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar Pókersíðan Pokerscout.com hvetur pókerspilara til að hafa allan varann á í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni á Írlandi í febrúar síðastliðnum. 20. mars 2019 13:10 Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48 Ákvörðun um að fara úr landi hefði verið tekin í stundarbrjálæði Lögreglu á Írlandi berast enn daglega ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendings sem saknað hefur verið þar í landi síðan í febrúar. 19. mars 2019 15:08 Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Interpol lýsir eftir Jón Þresti. 14. mars 2019 11:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Biðja pókerspilara að gæta sín í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar Pókersíðan Pokerscout.com hvetur pókerspilara til að hafa allan varann á í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni á Írlandi í febrúar síðastliðnum. 20. mars 2019 13:10
Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48
Ákvörðun um að fara úr landi hefði verið tekin í stundarbrjálæði Lögreglu á Írlandi berast enn daglega ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendings sem saknað hefur verið þar í landi síðan í febrúar. 19. mars 2019 15:08
Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Interpol lýsir eftir Jón Þresti. 14. mars 2019 11:00