Járnsætið reyndist staðsett í Svíþjóð en ekki á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 13:37 Landslagið verður að teljast nokkuð íslenskt í útliti. Skjáskot/Youtube Aðdáendum þáttanna Game of Thrones bauðst að gera tilkall til hins fræga Járnsætis, The Iron Throne, í nýrri auglýsingaherferð fyrir þættina. Sex hásætum var komið fyrir víðsvegar um heiminn en eitt þeirra fannst í Svíþjóð í dag. Hásætið reyndist því ekki vera á Íslandi, líkt og margir höfðu talið líklegt. Herferðinni var hleypt af stokkunum í aðdraganda frumsýningar nýjustu, og jafnframt síðustu, seríu þáttanna undir yfirskriftinni For The Throne, eða Fyrir krúnuna. Aðdáendum gafst kostur á að leita að áðurnefndum hásætum sem falin höfðu verið á óræðum stöðum í heiminum. „Gerðu tilkall til krúnunnar áður en tíminn rennur út,“ segir á opinberri vefsíðu þáttanna en engar vísbendingar um staðsetningar hásætanna voru gefnar upp, utan myndbanda af hásætunum sem birt voru á YouTube.Eitt hásætið stóð innan um snæviþakin fjöll og þótti mörgum landslagið minna um margt á Ísland. Íslandi hafði þannig verið velt upp sem mögulegri staðsetningu í athugasemdum við umrætt myndband en í dag kom í ljós að hásætið var staðsett í Svíþjóð. Opinber Twitter-reikningur HBO á Norðurlöndum birti nú fyrir skömmu mynd af aðdáendunum sem fundu hásætið: konungi og drottningu norðursins.The King and Queen in the North! #ForTheThrone #ThroneoftheNorth https://t.co/kOPbDP9KRn pic.twitter.com/dej7BkOCa5— HBO Nordic (@HBOnordic) March 21, 2019 Þá römbuðu aðdáendur á annað hásæti í miðjum skógi fyrr í dag, líkt og sjá má hér fyrir neðan.The children of the forest's true kings have arrived. #ForTheThrone #ThroneoftheForest https://t.co/ma95JE6tp0 pic.twitter.com/UhdedAgu47— Sky Atlantic (@skyatlantic) March 20, 2019 Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir HBO staðfestir lengd allra þátta í lokaseríu Game of Thrones Sunnudaginn hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 eins og allar hinar seríurnar sjö. 15. mars 2019 15:30 Bakvið tjöldin á setti Game of Thrones: Hlutverk áhættuleikara mikilvægt Í apríl hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir sýndir á Stöð 2 eins og vanalega. 19. mars 2019 13:30 Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? 20. mars 2019 08:45 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Aðdáendum þáttanna Game of Thrones bauðst að gera tilkall til hins fræga Járnsætis, The Iron Throne, í nýrri auglýsingaherferð fyrir þættina. Sex hásætum var komið fyrir víðsvegar um heiminn en eitt þeirra fannst í Svíþjóð í dag. Hásætið reyndist því ekki vera á Íslandi, líkt og margir höfðu talið líklegt. Herferðinni var hleypt af stokkunum í aðdraganda frumsýningar nýjustu, og jafnframt síðustu, seríu þáttanna undir yfirskriftinni For The Throne, eða Fyrir krúnuna. Aðdáendum gafst kostur á að leita að áðurnefndum hásætum sem falin höfðu verið á óræðum stöðum í heiminum. „Gerðu tilkall til krúnunnar áður en tíminn rennur út,“ segir á opinberri vefsíðu þáttanna en engar vísbendingar um staðsetningar hásætanna voru gefnar upp, utan myndbanda af hásætunum sem birt voru á YouTube.Eitt hásætið stóð innan um snæviþakin fjöll og þótti mörgum landslagið minna um margt á Ísland. Íslandi hafði þannig verið velt upp sem mögulegri staðsetningu í athugasemdum við umrætt myndband en í dag kom í ljós að hásætið var staðsett í Svíþjóð. Opinber Twitter-reikningur HBO á Norðurlöndum birti nú fyrir skömmu mynd af aðdáendunum sem fundu hásætið: konungi og drottningu norðursins.The King and Queen in the North! #ForTheThrone #ThroneoftheNorth https://t.co/kOPbDP9KRn pic.twitter.com/dej7BkOCa5— HBO Nordic (@HBOnordic) March 21, 2019 Þá römbuðu aðdáendur á annað hásæti í miðjum skógi fyrr í dag, líkt og sjá má hér fyrir neðan.The children of the forest's true kings have arrived. #ForTheThrone #ThroneoftheForest https://t.co/ma95JE6tp0 pic.twitter.com/UhdedAgu47— Sky Atlantic (@skyatlantic) March 20, 2019
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir HBO staðfestir lengd allra þátta í lokaseríu Game of Thrones Sunnudaginn hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 eins og allar hinar seríurnar sjö. 15. mars 2019 15:30 Bakvið tjöldin á setti Game of Thrones: Hlutverk áhættuleikara mikilvægt Í apríl hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir sýndir á Stöð 2 eins og vanalega. 19. mars 2019 13:30 Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? 20. mars 2019 08:45 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
HBO staðfestir lengd allra þátta í lokaseríu Game of Thrones Sunnudaginn hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 eins og allar hinar seríurnar sjö. 15. mars 2019 15:30
Bakvið tjöldin á setti Game of Thrones: Hlutverk áhættuleikara mikilvægt Í apríl hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir sýndir á Stöð 2 eins og vanalega. 19. mars 2019 13:30
Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? 20. mars 2019 08:45