Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina Þórarinn Þórarinsson skrifar 21. mars 2019 07:30 Garðar ásamt Norman Fowler, formælanda lávarðadeildarinnar, eftir að hann tók við viðurkenningunni fyrir snilli sína í brauðgerð. Matreiðslumeistarinn Garðar Agnarsson Hall hefur starfað við góðan orðstír sem kokkur í mötuneyti lávarðadeildar breska þingsins í rúm tvö ár. Svo góðan reyndar að í fyrradag var hann heiðraður fyrir brauðgerð sína sem hefur heldur betur slegið í gegn í Westminster. Viðurkenningin sem Garðar fékk er tilkomumikil, House of Lords priority awards fyrir framúrskarandi árangur í þróun og daglegri framreiðslu á fersku brauði. Þannig að segja má að hann sé eiginlega orðinn konunglegur brauðgerðarmaður. „Ég hef verið að reyna að poppa þetta aðeins upp með yfirkokknum og hluti af því var að knýja fram breytingar á brauðframboðinu,“ segir Garðar í samtali við Fréttablaðið eftir langan vinnudag. Merkilegt nokk er metnaðurinn í matseldinni í lávarðadeildinni ekki slíkur að herramannsmatur hafi verið daglegt brauð áður en Garðar tók til sinna ráða. „Við vorum kannski að selja þrjú eða fjögur brauð yfir daginn áður en seljum nú tólf til fimmtán þannig að þetta hefur slegið rækilega í gegn.“ Garðar segir brauðbyltinguna vera lið í því að uppfæra mötuneyti lávarðanna frá því „að vera svona miðlungs yfir í mjög gott“, og hann segist bjóða upp á allar tegundir brauðs; súrdeigs, ítölsk og hvað eina. „Raunverulega bara allan pakkann.“ Garðar gerir brauðin sjálfur frá grunni og þótt hann sé ekki bakari þá hafi brauðgerðin fylgt honum allar götur frá því hann byrjaði að kokka. Og þótt hann sé hógvær mjög að eðlisfari neitar Garðar því ekki að hann njóti nokkurra vinsælda og virðingar í Westminster. „Ég hef allavega fengið mikið klapp á bakið og það er ekki auðvelt að gera breytingar á svona stað. Það er langur vegur frá því. Þetta er mjög íhaldssamt umhverfi og maður hefur þurft að sýna smá þrautseigju.“ Vinsældir mötuneytisins hafa aukist jafnt og þétt eftir að Garðar bretti upp ermar að íslenskum hætti og gæðastöðlum. „Það eru allmargir lordar og barónessur sem nýta sér mötuneytið og traffíkin hefur aukist sennilega um 60-70% á einu ári eftir að við fórum að gera hlutina meira sjálf á staðnum. Það er smekkfullt alla daga frá morgni til kvölds en áður var það aðeins á miðvikudögum sem eru steikardagar.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Matur Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Matreiðslumeistarinn Garðar Agnarsson Hall hefur starfað við góðan orðstír sem kokkur í mötuneyti lávarðadeildar breska þingsins í rúm tvö ár. Svo góðan reyndar að í fyrradag var hann heiðraður fyrir brauðgerð sína sem hefur heldur betur slegið í gegn í Westminster. Viðurkenningin sem Garðar fékk er tilkomumikil, House of Lords priority awards fyrir framúrskarandi árangur í þróun og daglegri framreiðslu á fersku brauði. Þannig að segja má að hann sé eiginlega orðinn konunglegur brauðgerðarmaður. „Ég hef verið að reyna að poppa þetta aðeins upp með yfirkokknum og hluti af því var að knýja fram breytingar á brauðframboðinu,“ segir Garðar í samtali við Fréttablaðið eftir langan vinnudag. Merkilegt nokk er metnaðurinn í matseldinni í lávarðadeildinni ekki slíkur að herramannsmatur hafi verið daglegt brauð áður en Garðar tók til sinna ráða. „Við vorum kannski að selja þrjú eða fjögur brauð yfir daginn áður en seljum nú tólf til fimmtán þannig að þetta hefur slegið rækilega í gegn.“ Garðar segir brauðbyltinguna vera lið í því að uppfæra mötuneyti lávarðanna frá því „að vera svona miðlungs yfir í mjög gott“, og hann segist bjóða upp á allar tegundir brauðs; súrdeigs, ítölsk og hvað eina. „Raunverulega bara allan pakkann.“ Garðar gerir brauðin sjálfur frá grunni og þótt hann sé ekki bakari þá hafi brauðgerðin fylgt honum allar götur frá því hann byrjaði að kokka. Og þótt hann sé hógvær mjög að eðlisfari neitar Garðar því ekki að hann njóti nokkurra vinsælda og virðingar í Westminster. „Ég hef allavega fengið mikið klapp á bakið og það er ekki auðvelt að gera breytingar á svona stað. Það er langur vegur frá því. Þetta er mjög íhaldssamt umhverfi og maður hefur þurft að sýna smá þrautseigju.“ Vinsældir mötuneytisins hafa aukist jafnt og þétt eftir að Garðar bretti upp ermar að íslenskum hætti og gæðastöðlum. „Það eru allmargir lordar og barónessur sem nýta sér mötuneytið og traffíkin hefur aukist sennilega um 60-70% á einu ári eftir að við fórum að gera hlutina meira sjálf á staðnum. Það er smekkfullt alla daga frá morgni til kvölds en áður var það aðeins á miðvikudögum sem eru steikardagar.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Matur Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira