Segir SA hafa boðið ríflega 40 prósenta launahækkun Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2019 19:27 Guðbrandur Einarsson sem sagði af sér formennsku í Landsambandi verslunarmanna í dag. Guðbrandur Einarsson sem sagði af sér formennsku í Landsambandi verslunarmanna í dag segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. Formaður VR hafi hins vegar lagst gegn því að skrifað væri undir nýjan kjarasamning. VR og Verslunarmannafélag Suðurnesja sameinast formlega hinn 1. apríl næst komandi en Guðbrandur Einarsson var formaður þess félags og Landssambands verslunarmanna. Á sáttafundi með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun var viðræðum slitið og eftir það sagði Guðbrandur af sér formennsku í Landssambandinu. Hann segir formann VR hafa lagst gegn undirritun kjarasamnings sem nánast hafi verið í höfn í síðustu viku. Sá samningur hafi falið í sér styttingu vinnutíma um allt að 45 mínútur og verulegar launahækkanir. „Við vorum að sjá til dæmis í gestamóttökunni að við værum að horfa til rúmlega 40 prósenta launabreytingar á samningstímanum. Sem hefði hækkað launin þeirra um sirka 120 þúsund krónur á samningstímanum,” segir Guðbrandur.Skylda að hífa hópinn upp En eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ, hafi mætt á samningafund í síðustu viku hafi ekkert orðið að undirritun samninga sem hefðu bætt stöðu fólks á taxtalaunum verulega. „Ég tel að við höfum skyldu til að hífa þennan hóp upp og okkur var að takast það. En einhverra hluta vegna snérust umræðurnar í síðustu viku og menn náðu ekki að klára þetta,” segir Guðbrandur. Það sé áherslumunur á milli hans og formanns VR. En sjálfur telji hann eðilegt að félagsmenn hefðu fengið að greiða atkvæði um þennan samning áður en fólki væri ýtt út í verkfall. Staða verslunarmanna sé um margt ólík stöðu félagsmanna í Eflingu og annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins. „Þess vegna á ég erfitt með að átta mig á að við séum að fara alla leið með Starfsgreinasambandinu eða Eflingu. Vegna þess að kjarasamningurinn okkar er bara allt öðru vísu. Ég hefði talið eðlilegt að Landsambandið og VR ættu að geta sameinast um að klára kjarasamning eins og við erum búin að vera að gera í áratugi,” segir Guðbrandur. Hann hefur verið formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja í 21 ár og formaður Landssambands verslunarmanna í sex ár. Kjörtímabil hans hefði lokið í haust en óhætt er að segja að samvinna hans og Ragnars Þórs hafi ekki verið góð. „Hann studdi það ekki að ég gæfi kost á mér sem varaforseti Alþýðusambandsins [á þingi ASÍ í október]. Hann studdi það ekki heldur að ég yrði endurkjörinn sem formaður landssambandsins. Hann hefur ekki verið minn helsti stuðningsmaður. Það liggur ljóst fyrir,” segir Guðbrandur. Ragnar Þór segir Guðbrand vera að ofmeta þá stöðu sem Landssamband verslunarmanna hafi verið komið í í viðræðunum. „Það er margt í þessu sem hefur ekki komið fram eins og til dæmis varðandi stórkostlega sölu réttinda sem að Starfsgreinasambandið, iðnaðarmenn og við höfum alfarið hafnað að fara í, á móti launahækkunum. Að vísu eru verslunarmenn í svolítið öðruvísi stöðu hvað þetta varðar vegna þess að verslunarmenn seldu frá sér þessi réttindi eins og eftirvinnuna árið 2004, minnir mig, þannig að þetta hefur ekki eins mikil áhrif á okkar samning en hins vegar megum við ekki gleyma því að samtakamáttur þessara félaga hefur svo mikið að segja varðandi mikilvægar kerfisbreytingar sem við erum að reyna að ná fram gagnvart stjórnvöldum,“ segir Ragnar Þór.Hlusta má á viðtalið við Ragnar Þór í heild sinni í spilaranum að ofan. Kjaramál Tengdar fréttir Ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. 20. mars 2019 14:38 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Guðbrandur Einarsson sem sagði af sér formennsku í Landsambandi verslunarmanna í dag segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. Formaður VR hafi hins vegar lagst gegn því að skrifað væri undir nýjan kjarasamning. VR og Verslunarmannafélag Suðurnesja sameinast formlega hinn 1. apríl næst komandi en Guðbrandur Einarsson var formaður þess félags og Landssambands verslunarmanna. Á sáttafundi með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun var viðræðum slitið og eftir það sagði Guðbrandur af sér formennsku í Landssambandinu. Hann segir formann VR hafa lagst gegn undirritun kjarasamnings sem nánast hafi verið í höfn í síðustu viku. Sá samningur hafi falið í sér styttingu vinnutíma um allt að 45 mínútur og verulegar launahækkanir. „Við vorum að sjá til dæmis í gestamóttökunni að við værum að horfa til rúmlega 40 prósenta launabreytingar á samningstímanum. Sem hefði hækkað launin þeirra um sirka 120 þúsund krónur á samningstímanum,” segir Guðbrandur.Skylda að hífa hópinn upp En eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ, hafi mætt á samningafund í síðustu viku hafi ekkert orðið að undirritun samninga sem hefðu bætt stöðu fólks á taxtalaunum verulega. „Ég tel að við höfum skyldu til að hífa þennan hóp upp og okkur var að takast það. En einhverra hluta vegna snérust umræðurnar í síðustu viku og menn náðu ekki að klára þetta,” segir Guðbrandur. Það sé áherslumunur á milli hans og formanns VR. En sjálfur telji hann eðilegt að félagsmenn hefðu fengið að greiða atkvæði um þennan samning áður en fólki væri ýtt út í verkfall. Staða verslunarmanna sé um margt ólík stöðu félagsmanna í Eflingu og annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins. „Þess vegna á ég erfitt með að átta mig á að við séum að fara alla leið með Starfsgreinasambandinu eða Eflingu. Vegna þess að kjarasamningurinn okkar er bara allt öðru vísu. Ég hefði talið eðlilegt að Landsambandið og VR ættu að geta sameinast um að klára kjarasamning eins og við erum búin að vera að gera í áratugi,” segir Guðbrandur. Hann hefur verið formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja í 21 ár og formaður Landssambands verslunarmanna í sex ár. Kjörtímabil hans hefði lokið í haust en óhætt er að segja að samvinna hans og Ragnars Þórs hafi ekki verið góð. „Hann studdi það ekki að ég gæfi kost á mér sem varaforseti Alþýðusambandsins [á þingi ASÍ í október]. Hann studdi það ekki heldur að ég yrði endurkjörinn sem formaður landssambandsins. Hann hefur ekki verið minn helsti stuðningsmaður. Það liggur ljóst fyrir,” segir Guðbrandur. Ragnar Þór segir Guðbrand vera að ofmeta þá stöðu sem Landssamband verslunarmanna hafi verið komið í í viðræðunum. „Það er margt í þessu sem hefur ekki komið fram eins og til dæmis varðandi stórkostlega sölu réttinda sem að Starfsgreinasambandið, iðnaðarmenn og við höfum alfarið hafnað að fara í, á móti launahækkunum. Að vísu eru verslunarmenn í svolítið öðruvísi stöðu hvað þetta varðar vegna þess að verslunarmenn seldu frá sér þessi réttindi eins og eftirvinnuna árið 2004, minnir mig, þannig að þetta hefur ekki eins mikil áhrif á okkar samning en hins vegar megum við ekki gleyma því að samtakamáttur þessara félaga hefur svo mikið að segja varðandi mikilvægar kerfisbreytingar sem við erum að reyna að ná fram gagnvart stjórnvöldum,“ segir Ragnar Þór.Hlusta má á viðtalið við Ragnar Þór í heild sinni í spilaranum að ofan.
Kjaramál Tengdar fréttir Ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. 20. mars 2019 14:38 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. 20. mars 2019 14:38
„Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45
Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45