„Í Noregi er lagt blátt bann við notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi. Hér við land er hins vegar norskur eldislax í kvíunum, sem eykur mjög þá ógn sem villtum laxastofnum stafar af sleppifiski,“ segir Jón í samtali við Vísi.
Segir skautað markvisst hjá lykilspurningunni
Jón segir jafnframt að hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisfyrirtækjanna tjaldi nú öllu til í þrýstingi sínum á Hafrannsóknastofnun og löggjafarvaldið. Hann bendir á fund sem boðað hefur verið til á morgun, segir þar nokkra af helstu almannatengslastofum landsins ásamt lögmannsstofunni Lex starfa fyrir iðnaðinn, efna til kynningar fyrir fjölmiðla. Jón vill reyndar hafa orðið „kynning“ innan gæsalappa en þar standi til að fjalla um áhættumat Hafrannsóknastofnunar, sem er þeim mikill þyrnir í augum.
Laxastofnar annarra landa bannaðir í Noregi
Jón segir að meðal umræðuefnis fundarins eigi að vera áhættumatið sem norsk yfirvöld styðjast við í umgjörðinni um sjókvíaeldi.„Verður fróðlegt að heyra hvernig þessi fundur ætlar að komast fram hjá því að í Noregi er notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi bannað.

Jón Kaldal segir að á sama tíma og þeir stjórnmálamenn sem mest tali um að hér þurfi að taka upp ströngustu staðla sem gilda um sjókvíaeldi í Noregi láti þeir eins og þessi staðreynd sé ekki til staðar. Jón segir að vænta megi sameiginlegrar yfirlýsingar verndunarsinna vegna þessa.