Handbolti

Sigvaldi með tíu er Elverum fór í undanúrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigvaldi í leik með íslenska landsliðinu á HM í Danmörku og Þýskalandi.
Sigvaldi í leik með íslenska landsliðinu á HM í Danmörku og Þýskalandi. vísir/getty
Sigvaldi Guðjónsson skoraði tíu mörk þegar Elverum tryggði sér sæti í undanúrslitum um norska meistaratitilinn í handbolta með sigri á Bækkelaget, 28-31, í dag. Elverum vann einvígið 2-0.

Staðan í hálfleik var 14-14 en Elverum var sterkari í seinni hálfleik og vann á endanum þriggja marka sigur, 28-31.

Sigvaldi var markahæstur í liði Elverum og markahæstur á vellinum. Þráinn Orri Jónsson stóð einnig fyrir sínu og skoraði þrjú mörk fyrir Elverum.

Sigvaldi, Þráinn og félagar urðu bikarmeistarar í desember á síðasta ári og eiga enn góða möguleika á að vinna tvöfalt. Sigvaldi er á sínu fyrsta tímabili hjá Elverum en Þráinn á sínu öðru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×