Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2019 20:00 Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur skipaði Svein Andra Sveinsson og Þorstein Einarsson hæstaréttarlögmenn skiptastjóra yfir þrotabú WOW AIR á fimmtudaginn. Skipunin hefur verið gagnrýnd og hyggst Félag kvenna í lögmennsku senda inn athugasemdir í þremur liðum til dómstjóra og dómstólasýslunnar vegna hennar á morgun. Kolbrún Garðarsdóttir er formaður félagsins. „Það hallar á konur þarna en það eru skipaðir tveir skiptastjórar og báðir eru þeir karlar. Það eru mjög hæfar konur í lögmennsku sem væru til í að taka slíkt starf að sér,“ segir hún. „Í öðru lagi viljum við vekja athygli á að dómarar hafi í huga við svona skipanir að skiptastjórar séu trúverðugir bæði innan stéttarinnar og utan hennar. Okkur finnst það mikilvægt sjónarmið þegar um svona stór verkefni er að ræða. Í þessu samhengi vekjum við athygli á að annar skiptastjórinn er núna í ágreiningi við kröfuhafa sína fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna oftekinna þóknana að mati þeirra þ.e. þeir hafa kvartað yfir sínum eigin skiptastjóra, Sveini Andra Sveinssyni,“ segir Kolbrún.Sveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW.vísir/vilhelmUm er að ræða kvartanir sjö kröfuhafa í EK1923 til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna þóknunar Sveins Andra sem er skiptastjóri búsins. Þeir gera athugasemd við að Sveinn Andri rukki tæpar fimmtíu þúsund krónur á tímann en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er heildartalan vegna vinnu hans við búið komin upp í 120 milljónir króna. Þá kvarta þeir yfir að erfiðlega hafi gengið að fá tímaskýrslur fyrir unna vinnu. Kolbrún segir slíkt gjald vera einsdæmi. „Þeir skiptastjórar sem ég hef talað við og vinna í stórum þrotabúum þeir nota bara sitt tímagjald sem er á bilinu 24 til 26 þúsund krónur plús virðisaukaskatt,“ segir hún. Þá gerir Félag kvenna í lögmennsku athugasemd vegna ógagnsæi hjá dómstólasýslunni og hjá dómstjórum við skipan skiptastjóra. „Við viljum almennt fá betri skýringar á við hvað sé miðað þegar menn eru skipaðir skiptastjórar,“ segir hún. Stjórn Lögmannafélagsins hyggst einnig senda inn fyrirspurn til dómstóla um hvort og hvaða verklagsreglur gildi við skipanir skiptastjóra. WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku. 31. mars 2019 12:13 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur skipaði Svein Andra Sveinsson og Þorstein Einarsson hæstaréttarlögmenn skiptastjóra yfir þrotabú WOW AIR á fimmtudaginn. Skipunin hefur verið gagnrýnd og hyggst Félag kvenna í lögmennsku senda inn athugasemdir í þremur liðum til dómstjóra og dómstólasýslunnar vegna hennar á morgun. Kolbrún Garðarsdóttir er formaður félagsins. „Það hallar á konur þarna en það eru skipaðir tveir skiptastjórar og báðir eru þeir karlar. Það eru mjög hæfar konur í lögmennsku sem væru til í að taka slíkt starf að sér,“ segir hún. „Í öðru lagi viljum við vekja athygli á að dómarar hafi í huga við svona skipanir að skiptastjórar séu trúverðugir bæði innan stéttarinnar og utan hennar. Okkur finnst það mikilvægt sjónarmið þegar um svona stór verkefni er að ræða. Í þessu samhengi vekjum við athygli á að annar skiptastjórinn er núna í ágreiningi við kröfuhafa sína fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna oftekinna þóknana að mati þeirra þ.e. þeir hafa kvartað yfir sínum eigin skiptastjóra, Sveini Andra Sveinssyni,“ segir Kolbrún.Sveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW.vísir/vilhelmUm er að ræða kvartanir sjö kröfuhafa í EK1923 til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna þóknunar Sveins Andra sem er skiptastjóri búsins. Þeir gera athugasemd við að Sveinn Andri rukki tæpar fimmtíu þúsund krónur á tímann en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er heildartalan vegna vinnu hans við búið komin upp í 120 milljónir króna. Þá kvarta þeir yfir að erfiðlega hafi gengið að fá tímaskýrslur fyrir unna vinnu. Kolbrún segir slíkt gjald vera einsdæmi. „Þeir skiptastjórar sem ég hef talað við og vinna í stórum þrotabúum þeir nota bara sitt tímagjald sem er á bilinu 24 til 26 þúsund krónur plús virðisaukaskatt,“ segir hún. Þá gerir Félag kvenna í lögmennsku athugasemd vegna ógagnsæi hjá dómstólasýslunni og hjá dómstjórum við skipan skiptastjóra. „Við viljum almennt fá betri skýringar á við hvað sé miðað þegar menn eru skipaðir skiptastjórar,“ segir hún. Stjórn Lögmannafélagsins hyggst einnig senda inn fyrirspurn til dómstóla um hvort og hvaða verklagsreglur gildi við skipanir skiptastjóra.
WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku. 31. mars 2019 12:13 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32
Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku. 31. mars 2019 12:13
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31