Andri Rúnar Bjarnason skoraði þriðja og síðasta mark Helsingborg í 3-1 sigri á Norrköping í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Þetta var fyrsti leikur Andra Rúnars með Helsingborg í efstu deild en liðið vann B-deildina á síðasta tímabili. Bolvíkingurinn var markakóngur B-deildarinnar í fyrra og byrjar þetta tímabil af sama krafti og hann endaði það síðasta.
Staðan í hálfleik var 2-1, Helsingborg í vil. Rasmus Jönsson skoraði bæði mörk heimamanna en Jordan Larsson mark gestanna.
Þegar tíu mínútur voru til leiksloka gulltryggði Andri Rúnar svo sigur nýliðanna með sínu fyrsta marki í sænsku úrvalsdeildinni.
Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Norrköping og lék allan leikinn. Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópi Norrköping í dag.
Andri Rúnar skoraði í fyrsta úrvalsdeildarleiknum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti




„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn



„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn