Býður ferðamönnum að sjá Kirkjufell í kajakróðri Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2019 21:45 Garðar Hafsteinsson, kajakleiðsögumaður og framkvæmdastjóri Vestur Adventures. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grundfirðingar eru farnir að nýta sér frægð Kirkjufells til atvinnusköpunar. Meðal þeirra er kajakleiðsögumaður sem býður ferðamönnum að sjá fjallið af sjó með því að róa á kajak. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum frá því á dögunum hvernig samfélagsmiðlar og sjónvarpsþættirnir Game of Thrones hafa á skömmum tíma aukið svo frægð Kirkjufells að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllast á hverjum degi. En það er ekki alslæmt að eiga frægt fjall. Aðdráttarafl þess er orðið það mikið að það er farið að bjóða upp á ólíkustu atvinnutækifæri, eins og kajakferðir, - og það um hávetur. Sjómaðurinn Garðar Hafsteinsson lenti í því að missa skipsplássið sitt þegar skipið var selt úr landi og ákvað þá að byggja upp afþreyingu í sínum gamla heimabæ. Hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Vestur Adventures og starfsemin hófst í maí í fyrra.Kajakræðarar á Grundarfirði með Kirkjufell í baksýn.Vestur Adventures/Tómas Freyr Kristjánsson.Til að kynna sig settu þau myndbönd og ljósmyndir á netið af kajakræðurum njóta íslenskrar náttúru með Kirkjufell í baksýn. Þrátt fyrir erfitt veðurfar í fyrrasumar segir Garðar þau sátt við hvernig gekk að koma rekstrinum af stað. Bæði íslensk náttúra og Kirkjufell dragi að. „Fjallið, Kirkjufellið, sem er náttúrlega orðin ein helsta söluvara Íslands, myndi ég halda, og bara eitt vinsælasta fjall landsins. Og líka bara að vera í náttúrunni og róa kajak,“ segir Garðar. Hann segir að það sé einkum fólk í góðu formi í leit að ævintýrum sem sæki í svona. Þegar við hittum á hann átti hann von á bandarískum ferðamannahópi, sem ætlaði að fara í norðurljósaferð á síðvetrarkvöldi. -Kajakróður um hávetur, það gengur? „Það gengur, já, já. Ef veðrið er gott, þá gengur það bara fínt,“ svarar Garðar. Einnig var fjallað um framtakið í þættinum „Um land allt" síðastliðinn mánudag. Þátturinn verður endursýndur síðdegis á morgun, sunnudag, klukkan 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Um land allt Tengdar fréttir Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. 25. mars 2019 20:45 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins. 26. mars 2019 21:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Grundfirðingar eru farnir að nýta sér frægð Kirkjufells til atvinnusköpunar. Meðal þeirra er kajakleiðsögumaður sem býður ferðamönnum að sjá fjallið af sjó með því að róa á kajak. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum frá því á dögunum hvernig samfélagsmiðlar og sjónvarpsþættirnir Game of Thrones hafa á skömmum tíma aukið svo frægð Kirkjufells að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllast á hverjum degi. En það er ekki alslæmt að eiga frægt fjall. Aðdráttarafl þess er orðið það mikið að það er farið að bjóða upp á ólíkustu atvinnutækifæri, eins og kajakferðir, - og það um hávetur. Sjómaðurinn Garðar Hafsteinsson lenti í því að missa skipsplássið sitt þegar skipið var selt úr landi og ákvað þá að byggja upp afþreyingu í sínum gamla heimabæ. Hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Vestur Adventures og starfsemin hófst í maí í fyrra.Kajakræðarar á Grundarfirði með Kirkjufell í baksýn.Vestur Adventures/Tómas Freyr Kristjánsson.Til að kynna sig settu þau myndbönd og ljósmyndir á netið af kajakræðurum njóta íslenskrar náttúru með Kirkjufell í baksýn. Þrátt fyrir erfitt veðurfar í fyrrasumar segir Garðar þau sátt við hvernig gekk að koma rekstrinum af stað. Bæði íslensk náttúra og Kirkjufell dragi að. „Fjallið, Kirkjufellið, sem er náttúrlega orðin ein helsta söluvara Íslands, myndi ég halda, og bara eitt vinsælasta fjall landsins. Og líka bara að vera í náttúrunni og róa kajak,“ segir Garðar. Hann segir að það sé einkum fólk í góðu formi í leit að ævintýrum sem sæki í svona. Þegar við hittum á hann átti hann von á bandarískum ferðamannahópi, sem ætlaði að fara í norðurljósaferð á síðvetrarkvöldi. -Kajakróður um hávetur, það gengur? „Það gengur, já, já. Ef veðrið er gott, þá gengur það bara fínt,“ svarar Garðar. Einnig var fjallað um framtakið í þættinum „Um land allt" síðastliðinn mánudag. Þátturinn verður endursýndur síðdegis á morgun, sunnudag, klukkan 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Um land allt Tengdar fréttir Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. 25. mars 2019 20:45 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins. 26. mars 2019 21:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. 25. mars 2019 20:45
Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00
Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15
Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins. 26. mars 2019 21:15
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45