Býður ferðamönnum að sjá Kirkjufell í kajakróðri Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2019 21:45 Garðar Hafsteinsson, kajakleiðsögumaður og framkvæmdastjóri Vestur Adventures. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grundfirðingar eru farnir að nýta sér frægð Kirkjufells til atvinnusköpunar. Meðal þeirra er kajakleiðsögumaður sem býður ferðamönnum að sjá fjallið af sjó með því að róa á kajak. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum frá því á dögunum hvernig samfélagsmiðlar og sjónvarpsþættirnir Game of Thrones hafa á skömmum tíma aukið svo frægð Kirkjufells að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllast á hverjum degi. En það er ekki alslæmt að eiga frægt fjall. Aðdráttarafl þess er orðið það mikið að það er farið að bjóða upp á ólíkustu atvinnutækifæri, eins og kajakferðir, - og það um hávetur. Sjómaðurinn Garðar Hafsteinsson lenti í því að missa skipsplássið sitt þegar skipið var selt úr landi og ákvað þá að byggja upp afþreyingu í sínum gamla heimabæ. Hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Vestur Adventures og starfsemin hófst í maí í fyrra.Kajakræðarar á Grundarfirði með Kirkjufell í baksýn.Vestur Adventures/Tómas Freyr Kristjánsson.Til að kynna sig settu þau myndbönd og ljósmyndir á netið af kajakræðurum njóta íslenskrar náttúru með Kirkjufell í baksýn. Þrátt fyrir erfitt veðurfar í fyrrasumar segir Garðar þau sátt við hvernig gekk að koma rekstrinum af stað. Bæði íslensk náttúra og Kirkjufell dragi að. „Fjallið, Kirkjufellið, sem er náttúrlega orðin ein helsta söluvara Íslands, myndi ég halda, og bara eitt vinsælasta fjall landsins. Og líka bara að vera í náttúrunni og róa kajak,“ segir Garðar. Hann segir að það sé einkum fólk í góðu formi í leit að ævintýrum sem sæki í svona. Þegar við hittum á hann átti hann von á bandarískum ferðamannahópi, sem ætlaði að fara í norðurljósaferð á síðvetrarkvöldi. -Kajakróður um hávetur, það gengur? „Það gengur, já, já. Ef veðrið er gott, þá gengur það bara fínt,“ svarar Garðar. Einnig var fjallað um framtakið í þættinum „Um land allt" síðastliðinn mánudag. Þátturinn verður endursýndur síðdegis á morgun, sunnudag, klukkan 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Um land allt Tengdar fréttir Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. 25. mars 2019 20:45 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins. 26. mars 2019 21:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Grundfirðingar eru farnir að nýta sér frægð Kirkjufells til atvinnusköpunar. Meðal þeirra er kajakleiðsögumaður sem býður ferðamönnum að sjá fjallið af sjó með því að róa á kajak. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum frá því á dögunum hvernig samfélagsmiðlar og sjónvarpsþættirnir Game of Thrones hafa á skömmum tíma aukið svo frægð Kirkjufells að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllast á hverjum degi. En það er ekki alslæmt að eiga frægt fjall. Aðdráttarafl þess er orðið það mikið að það er farið að bjóða upp á ólíkustu atvinnutækifæri, eins og kajakferðir, - og það um hávetur. Sjómaðurinn Garðar Hafsteinsson lenti í því að missa skipsplássið sitt þegar skipið var selt úr landi og ákvað þá að byggja upp afþreyingu í sínum gamla heimabæ. Hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Vestur Adventures og starfsemin hófst í maí í fyrra.Kajakræðarar á Grundarfirði með Kirkjufell í baksýn.Vestur Adventures/Tómas Freyr Kristjánsson.Til að kynna sig settu þau myndbönd og ljósmyndir á netið af kajakræðurum njóta íslenskrar náttúru með Kirkjufell í baksýn. Þrátt fyrir erfitt veðurfar í fyrrasumar segir Garðar þau sátt við hvernig gekk að koma rekstrinum af stað. Bæði íslensk náttúra og Kirkjufell dragi að. „Fjallið, Kirkjufellið, sem er náttúrlega orðin ein helsta söluvara Íslands, myndi ég halda, og bara eitt vinsælasta fjall landsins. Og líka bara að vera í náttúrunni og róa kajak,“ segir Garðar. Hann segir að það sé einkum fólk í góðu formi í leit að ævintýrum sem sæki í svona. Þegar við hittum á hann átti hann von á bandarískum ferðamannahópi, sem ætlaði að fara í norðurljósaferð á síðvetrarkvöldi. -Kajakróður um hávetur, það gengur? „Það gengur, já, já. Ef veðrið er gott, þá gengur það bara fínt,“ svarar Garðar. Einnig var fjallað um framtakið í þættinum „Um land allt" síðastliðinn mánudag. Þátturinn verður endursýndur síðdegis á morgun, sunnudag, klukkan 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Um land allt Tengdar fréttir Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. 25. mars 2019 20:45 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins. 26. mars 2019 21:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. 25. mars 2019 20:45
Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00
Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15
Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins. 26. mars 2019 21:15
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“