Áhersla á vistvæna hönnun orðin meiri Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 30. mars 2019 16:47 Ragna Sara Jónsdóttir, eigandi hönnunarfyrirtækisins FÓLKs. Skjáskot/Stöð 2 Hitt var á Rögnu Söru Jónsdóttur, eiganda FÓLKs og Eyjólf Pálsson, forstjóra Epal í þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gær. Sindri Sindrason hitti fyrst á Rögnu sem stofnaði hönnunarfyrirtækið FÓLK fyrir tveimur árum síðan en það hefur komið eins og stormsveipur inn á íslenskan markað. Hjá fyrirtækinu eru þrír hönnuðir og hafa þeir allir það markmið að leiðarljósi að hönnun þeirra sé vistvæn. Fyrirtækið er nú með sýningu á vörulínum sínum á Klapparstíg 29, sem ber heitið FÓLK – staðbundið landslag og mun hún standa yfir þar til kl. 17 sunnudaginn 31. mars. Vörur merkisins hafa vakið mikla lukku á alþjóðavettvangi og fengu tækifæri til að selja vörur sínar tímabundið í Illums Bolighus í Kaupmannahöfn. Einn hönnuður fyrirtækisins, Theodóra Alfreðsdóttir hefur verið að hanna lampa fyrir fyrirtækið m.a. úr plötum sem búnar eru til úr endurunnum textíl og hefur verið að nota gömul sængurföt af spítölum. Ragna segir ástæðuna fyrir því að íslensk hönnun sé ekki meira áberandi á erlendum markaði sú að upp á markaðssetningu vanti „Við erum að reyna að búa til fyrirtæki sem er samkeppnishæft við erlend hönnunarmerki, af því að hæfileikarnir hjá íslenskum hönnuðum eru svo sannarlega til staðar en okkar hlutverk er að koma hönnun þeirra í það form að þið getið verslað þetta á samkeppnishæfu verði.“ Markmið Rögnu fyrir fyrirtækið eru skýr „Ég vil að sjálfsögðu að vörur fólks fáist í fínustu búðum í Evrópu, bandaríkjunum og asíu og svo vil ég vera komin með fleiri hönnuði í samstarf og vera þekkt fyrir gæði og mjög umhverfisvænar vörur sem passa inn í þetta hringrásarhagkerfi sem við erum að fást við núna, en það er að vörurnar lendi ekki í landfyllingu eða að þær hafi skamman líftíma.“ Eyjólfur í Epal hefur stutt mikið við íslenska hönnun í gegnum árin auk þess sem Epal hefur verið þekkt fyrir að selja erlenda hönnun og þá sérstaklega danska. Epal hefur verið virkt í Hönnunarmars, sem er nú haldið í 11 sinn, og er stórt rými í búðinni sérstaklega tileinkað íslenskri hönnun á meðan á Hönnunarmars stendur. Eyjólfur leggur einnig áherslu á vistvæni hönnunarvara, „Þetta er spurning um skynsemi. Ætlarðu að eiga hlutinn lengi eða ætlarðu að kaupa þér eitthvað ódýrt dót sem endist í stuttan tíma og henda því, hvað er vistvænna?“ HönnunarMars Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Suðupottur hönnunar í borginni HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
Hitt var á Rögnu Söru Jónsdóttur, eiganda FÓLKs og Eyjólf Pálsson, forstjóra Epal í þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gær. Sindri Sindrason hitti fyrst á Rögnu sem stofnaði hönnunarfyrirtækið FÓLK fyrir tveimur árum síðan en það hefur komið eins og stormsveipur inn á íslenskan markað. Hjá fyrirtækinu eru þrír hönnuðir og hafa þeir allir það markmið að leiðarljósi að hönnun þeirra sé vistvæn. Fyrirtækið er nú með sýningu á vörulínum sínum á Klapparstíg 29, sem ber heitið FÓLK – staðbundið landslag og mun hún standa yfir þar til kl. 17 sunnudaginn 31. mars. Vörur merkisins hafa vakið mikla lukku á alþjóðavettvangi og fengu tækifæri til að selja vörur sínar tímabundið í Illums Bolighus í Kaupmannahöfn. Einn hönnuður fyrirtækisins, Theodóra Alfreðsdóttir hefur verið að hanna lampa fyrir fyrirtækið m.a. úr plötum sem búnar eru til úr endurunnum textíl og hefur verið að nota gömul sængurföt af spítölum. Ragna segir ástæðuna fyrir því að íslensk hönnun sé ekki meira áberandi á erlendum markaði sú að upp á markaðssetningu vanti „Við erum að reyna að búa til fyrirtæki sem er samkeppnishæft við erlend hönnunarmerki, af því að hæfileikarnir hjá íslenskum hönnuðum eru svo sannarlega til staðar en okkar hlutverk er að koma hönnun þeirra í það form að þið getið verslað þetta á samkeppnishæfu verði.“ Markmið Rögnu fyrir fyrirtækið eru skýr „Ég vil að sjálfsögðu að vörur fólks fáist í fínustu búðum í Evrópu, bandaríkjunum og asíu og svo vil ég vera komin með fleiri hönnuði í samstarf og vera þekkt fyrir gæði og mjög umhverfisvænar vörur sem passa inn í þetta hringrásarhagkerfi sem við erum að fást við núna, en það er að vörurnar lendi ekki í landfyllingu eða að þær hafi skamman líftíma.“ Eyjólfur í Epal hefur stutt mikið við íslenska hönnun í gegnum árin auk þess sem Epal hefur verið þekkt fyrir að selja erlenda hönnun og þá sérstaklega danska. Epal hefur verið virkt í Hönnunarmars, sem er nú haldið í 11 sinn, og er stórt rými í búðinni sérstaklega tileinkað íslenskri hönnun á meðan á Hönnunarmars stendur. Eyjólfur leggur einnig áherslu á vistvæni hönnunarvara, „Þetta er spurning um skynsemi. Ætlarðu að eiga hlutinn lengi eða ætlarðu að kaupa þér eitthvað ódýrt dót sem endist í stuttan tíma og henda því, hvað er vistvænna?“
HönnunarMars Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Suðupottur hönnunar í borginni HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
Suðupottur hönnunar í borginni HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert. 30. mars 2019 11:00