Áhersla á vistvæna hönnun orðin meiri Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 30. mars 2019 16:47 Ragna Sara Jónsdóttir, eigandi hönnunarfyrirtækisins FÓLKs. Skjáskot/Stöð 2 Hitt var á Rögnu Söru Jónsdóttur, eiganda FÓLKs og Eyjólf Pálsson, forstjóra Epal í þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gær. Sindri Sindrason hitti fyrst á Rögnu sem stofnaði hönnunarfyrirtækið FÓLK fyrir tveimur árum síðan en það hefur komið eins og stormsveipur inn á íslenskan markað. Hjá fyrirtækinu eru þrír hönnuðir og hafa þeir allir það markmið að leiðarljósi að hönnun þeirra sé vistvæn. Fyrirtækið er nú með sýningu á vörulínum sínum á Klapparstíg 29, sem ber heitið FÓLK – staðbundið landslag og mun hún standa yfir þar til kl. 17 sunnudaginn 31. mars. Vörur merkisins hafa vakið mikla lukku á alþjóðavettvangi og fengu tækifæri til að selja vörur sínar tímabundið í Illums Bolighus í Kaupmannahöfn. Einn hönnuður fyrirtækisins, Theodóra Alfreðsdóttir hefur verið að hanna lampa fyrir fyrirtækið m.a. úr plötum sem búnar eru til úr endurunnum textíl og hefur verið að nota gömul sængurföt af spítölum. Ragna segir ástæðuna fyrir því að íslensk hönnun sé ekki meira áberandi á erlendum markaði sú að upp á markaðssetningu vanti „Við erum að reyna að búa til fyrirtæki sem er samkeppnishæft við erlend hönnunarmerki, af því að hæfileikarnir hjá íslenskum hönnuðum eru svo sannarlega til staðar en okkar hlutverk er að koma hönnun þeirra í það form að þið getið verslað þetta á samkeppnishæfu verði.“ Markmið Rögnu fyrir fyrirtækið eru skýr „Ég vil að sjálfsögðu að vörur fólks fáist í fínustu búðum í Evrópu, bandaríkjunum og asíu og svo vil ég vera komin með fleiri hönnuði í samstarf og vera þekkt fyrir gæði og mjög umhverfisvænar vörur sem passa inn í þetta hringrásarhagkerfi sem við erum að fást við núna, en það er að vörurnar lendi ekki í landfyllingu eða að þær hafi skamman líftíma.“ Eyjólfur í Epal hefur stutt mikið við íslenska hönnun í gegnum árin auk þess sem Epal hefur verið þekkt fyrir að selja erlenda hönnun og þá sérstaklega danska. Epal hefur verið virkt í Hönnunarmars, sem er nú haldið í 11 sinn, og er stórt rými í búðinni sérstaklega tileinkað íslenskri hönnun á meðan á Hönnunarmars stendur. Eyjólfur leggur einnig áherslu á vistvæni hönnunarvara, „Þetta er spurning um skynsemi. Ætlarðu að eiga hlutinn lengi eða ætlarðu að kaupa þér eitthvað ódýrt dót sem endist í stuttan tíma og henda því, hvað er vistvænna?“ HönnunarMars Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Suðupottur hönnunar í borginni HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira
Hitt var á Rögnu Söru Jónsdóttur, eiganda FÓLKs og Eyjólf Pálsson, forstjóra Epal í þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gær. Sindri Sindrason hitti fyrst á Rögnu sem stofnaði hönnunarfyrirtækið FÓLK fyrir tveimur árum síðan en það hefur komið eins og stormsveipur inn á íslenskan markað. Hjá fyrirtækinu eru þrír hönnuðir og hafa þeir allir það markmið að leiðarljósi að hönnun þeirra sé vistvæn. Fyrirtækið er nú með sýningu á vörulínum sínum á Klapparstíg 29, sem ber heitið FÓLK – staðbundið landslag og mun hún standa yfir þar til kl. 17 sunnudaginn 31. mars. Vörur merkisins hafa vakið mikla lukku á alþjóðavettvangi og fengu tækifæri til að selja vörur sínar tímabundið í Illums Bolighus í Kaupmannahöfn. Einn hönnuður fyrirtækisins, Theodóra Alfreðsdóttir hefur verið að hanna lampa fyrir fyrirtækið m.a. úr plötum sem búnar eru til úr endurunnum textíl og hefur verið að nota gömul sængurföt af spítölum. Ragna segir ástæðuna fyrir því að íslensk hönnun sé ekki meira áberandi á erlendum markaði sú að upp á markaðssetningu vanti „Við erum að reyna að búa til fyrirtæki sem er samkeppnishæft við erlend hönnunarmerki, af því að hæfileikarnir hjá íslenskum hönnuðum eru svo sannarlega til staðar en okkar hlutverk er að koma hönnun þeirra í það form að þið getið verslað þetta á samkeppnishæfu verði.“ Markmið Rögnu fyrir fyrirtækið eru skýr „Ég vil að sjálfsögðu að vörur fólks fáist í fínustu búðum í Evrópu, bandaríkjunum og asíu og svo vil ég vera komin með fleiri hönnuði í samstarf og vera þekkt fyrir gæði og mjög umhverfisvænar vörur sem passa inn í þetta hringrásarhagkerfi sem við erum að fást við núna, en það er að vörurnar lendi ekki í landfyllingu eða að þær hafi skamman líftíma.“ Eyjólfur í Epal hefur stutt mikið við íslenska hönnun í gegnum árin auk þess sem Epal hefur verið þekkt fyrir að selja erlenda hönnun og þá sérstaklega danska. Epal hefur verið virkt í Hönnunarmars, sem er nú haldið í 11 sinn, og er stórt rými í búðinni sérstaklega tileinkað íslenskri hönnun á meðan á Hönnunarmars stendur. Eyjólfur leggur einnig áherslu á vistvæni hönnunarvara, „Þetta er spurning um skynsemi. Ætlarðu að eiga hlutinn lengi eða ætlarðu að kaupa þér eitthvað ódýrt dót sem endist í stuttan tíma og henda því, hvað er vistvænna?“
HönnunarMars Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Suðupottur hönnunar í borginni HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira
Suðupottur hönnunar í borginni HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert. 30. mars 2019 11:00