Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 30. mars 2019 11:02 Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Miðflokksmanna um upptökur úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. Í viðtali við Morgunblaðið segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, upptökurnar sýna að atburðarásin 20. nóvember hafi verið önnur en sú sem Bára hefur lýst og Sigmundur Davíð, formaður flokksins, tekur í sama streng í Fréttablaðinu þar sem hann segir upptökurnar skipulagðar og málið vera byggt á lygi. Í viðtalinu segir Bergþór upptökurnar frá umræddu kvöldi staðfesta þetta og það sé meðal annars ástæðan fyrir því að lögmenn Báru hafi barist gegn því að upptökurnar væru skoðaðar. Þá telur hann mikilvægt að komast til botns í því hvort Bára hafi átt samverkamenn, þá sérstaklega ef það hafi verið í samstarfi við fjölmiðil. Í samtali við fréttastofu segir Bára skiljanlegt að Bergþór vilji beina athyglinni að henni þar sem augljóst sé að hann hafi verið sá sem hafði sig mest frammi í umræðunum og hafi verið sá sem sagði verstu hlutina. Það myndi þó ekki skipta máli ef fullyrðingar hans væru sannar þar sem málið snúist um það sem þingmennirnir sögðu. „Jafnvel þó hann hefði rétt fyrir sér, sem hann hefur ekki, að þetta væri undirbúið, þá breytir það aldrei því sem þeir sögðu og það er það sem við eigum að vera að horfa á.“„Ég hef séð sömu upptökur og get ekki séð hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu“ Bára segist sjálf hafa horft á upptökurnar og hún geti ekki tekið undir atvikalýsingu Bergþórs. Hún sé einfaldlega tilraun til þess að beina athyglinni að öðru en sé fjarri sannleikanum. „Mig langar bara að rifja upp fallegt orðbragð hans varðandi líffæri sín í öðrum konum og svo framvegis. Ég skil vel að hann vilji dreifa athyglinni frá því. Ég hef séð sömu upptökur og get ekki séð hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu nema af því að honum langar til þess,“ segir Bára og bætir við að á upptökunni sjáist að hún hafi gefið sér góðan tíma bæði í að fara inn á barinn og að koma sér fyrir. Það sé ekkert sem bendi til að hún hafi mætt til þess eins að taka þingmennina upp. „Við horfðum á sömu upptökur og ég get ekki sagt til um þessa mínútutölu sem hann er búinn að finna sér upp þarna. Þetta er bara bull, það sést alveg á þessum upptökum einfaldlega að þegar ég kem inn þá tek ég mér þónokkurn tíma til þess að skella mér á salernið þar sem það var mér efst í huga.“ Varðandi mynd sem var tekin af þingmönnunum í gegnum glugga barsins segir Bára það hafa komið fram í fjölmiðlum að hún hafi ekki tekið myndina og það sjáist einnig á upptökum að hún hefði ekki haft tíma til þess. „Á myndbandinu sést ég fara út úr bílnum mínum, taka fimmtán sekúndur til að fara inn á barinn og á þeim tíma er ekki nokkur tími til þess að taka þessa mynd og eins og blaðamenn Stundarinnar hafa sagt er þessi mynd ekki tekin af mér,“ segir Bára. Myndir náðust af þingmönnunum í gegnum glugga á barnum.Rangt að hún hafi ekki viljað birta upptökurnar Í Morgunblaðinu segir Bergþór að Bára og hennar lögmenn hafi barist fyrir því að upptökurnar yrðu ekki birtar. Bára segir það ekki vera rétt. „Við börðumst ekki fyrir því að upptökurnar yrðu ekki birtar, við börðumst fyrir því að það væri verið að tvíreka málið á tveimur stöðum og við vildum að það væri í höndum á ábyrgum aðilum eins og persónuvernd hvað við ættum að sjá en ekki í höndunum á þeirra lögfræðingum,“ segir Bára. Þá ítrekar Bára að kjarni málsins sé orðræða þingmannanna, ekki hvernig upptakan hafi komið til. Hún skilji ekki hvers vegna Bergþór og þingmenn Miðflokksins séu stanslaust að vekja athygli á málinu þegar það sé alveg ljóst að þeir létu ljót orð falla á barnum. „Aðalatriðið er það sem þeir sögðu, hann er sá sem er orðljótastur á upptökunni svo það er eðlilegt að hann vilji beina athyglinni að mér en hann ætti bara að axla ábyrgð á því sem hann sagði sjálfur.“ Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 „Hvaða nýju samsæriskenningu eigum við að láta troða upp í okkur núna?“ Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmanna og sendi á fjölmiðla, er ekki sannfærð um að hinar nýju upplýsingar sem Miðflokksmenn hafa boðað í málinu hafi neitt gildi. 27. mars 2019 08:34 Bára um endurkomu Klaustursþingmanna: „Það sökk svolítið hjartað í mér“ Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna. 27. janúar 2019 19:45 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. Í viðtali við Morgunblaðið segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, upptökurnar sýna að atburðarásin 20. nóvember hafi verið önnur en sú sem Bára hefur lýst og Sigmundur Davíð, formaður flokksins, tekur í sama streng í Fréttablaðinu þar sem hann segir upptökurnar skipulagðar og málið vera byggt á lygi. Í viðtalinu segir Bergþór upptökurnar frá umræddu kvöldi staðfesta þetta og það sé meðal annars ástæðan fyrir því að lögmenn Báru hafi barist gegn því að upptökurnar væru skoðaðar. Þá telur hann mikilvægt að komast til botns í því hvort Bára hafi átt samverkamenn, þá sérstaklega ef það hafi verið í samstarfi við fjölmiðil. Í samtali við fréttastofu segir Bára skiljanlegt að Bergþór vilji beina athyglinni að henni þar sem augljóst sé að hann hafi verið sá sem hafði sig mest frammi í umræðunum og hafi verið sá sem sagði verstu hlutina. Það myndi þó ekki skipta máli ef fullyrðingar hans væru sannar þar sem málið snúist um það sem þingmennirnir sögðu. „Jafnvel þó hann hefði rétt fyrir sér, sem hann hefur ekki, að þetta væri undirbúið, þá breytir það aldrei því sem þeir sögðu og það er það sem við eigum að vera að horfa á.“„Ég hef séð sömu upptökur og get ekki séð hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu“ Bára segist sjálf hafa horft á upptökurnar og hún geti ekki tekið undir atvikalýsingu Bergþórs. Hún sé einfaldlega tilraun til þess að beina athyglinni að öðru en sé fjarri sannleikanum. „Mig langar bara að rifja upp fallegt orðbragð hans varðandi líffæri sín í öðrum konum og svo framvegis. Ég skil vel að hann vilji dreifa athyglinni frá því. Ég hef séð sömu upptökur og get ekki séð hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu nema af því að honum langar til þess,“ segir Bára og bætir við að á upptökunni sjáist að hún hafi gefið sér góðan tíma bæði í að fara inn á barinn og að koma sér fyrir. Það sé ekkert sem bendi til að hún hafi mætt til þess eins að taka þingmennina upp. „Við horfðum á sömu upptökur og ég get ekki sagt til um þessa mínútutölu sem hann er búinn að finna sér upp þarna. Þetta er bara bull, það sést alveg á þessum upptökum einfaldlega að þegar ég kem inn þá tek ég mér þónokkurn tíma til þess að skella mér á salernið þar sem það var mér efst í huga.“ Varðandi mynd sem var tekin af þingmönnunum í gegnum glugga barsins segir Bára það hafa komið fram í fjölmiðlum að hún hafi ekki tekið myndina og það sjáist einnig á upptökum að hún hefði ekki haft tíma til þess. „Á myndbandinu sést ég fara út úr bílnum mínum, taka fimmtán sekúndur til að fara inn á barinn og á þeim tíma er ekki nokkur tími til þess að taka þessa mynd og eins og blaðamenn Stundarinnar hafa sagt er þessi mynd ekki tekin af mér,“ segir Bára. Myndir náðust af þingmönnunum í gegnum glugga á barnum.Rangt að hún hafi ekki viljað birta upptökurnar Í Morgunblaðinu segir Bergþór að Bára og hennar lögmenn hafi barist fyrir því að upptökurnar yrðu ekki birtar. Bára segir það ekki vera rétt. „Við börðumst ekki fyrir því að upptökurnar yrðu ekki birtar, við börðumst fyrir því að það væri verið að tvíreka málið á tveimur stöðum og við vildum að það væri í höndum á ábyrgum aðilum eins og persónuvernd hvað við ættum að sjá en ekki í höndunum á þeirra lögfræðingum,“ segir Bára. Þá ítrekar Bára að kjarni málsins sé orðræða þingmannanna, ekki hvernig upptakan hafi komið til. Hún skilji ekki hvers vegna Bergþór og þingmenn Miðflokksins séu stanslaust að vekja athygli á málinu þegar það sé alveg ljóst að þeir létu ljót orð falla á barnum. „Aðalatriðið er það sem þeir sögðu, hann er sá sem er orðljótastur á upptökunni svo það er eðlilegt að hann vilji beina athyglinni að mér en hann ætti bara að axla ábyrgð á því sem hann sagði sjálfur.“
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 „Hvaða nýju samsæriskenningu eigum við að láta troða upp í okkur núna?“ Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmanna og sendi á fjölmiðla, er ekki sannfærð um að hinar nýju upplýsingar sem Miðflokksmenn hafa boðað í málinu hafi neitt gildi. 27. mars 2019 08:34 Bára um endurkomu Klaustursþingmanna: „Það sökk svolítið hjartað í mér“ Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna. 27. janúar 2019 19:45 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
„Hvaða nýju samsæriskenningu eigum við að láta troða upp í okkur núna?“ Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmanna og sendi á fjölmiðla, er ekki sannfærð um að hinar nýju upplýsingar sem Miðflokksmenn hafa boðað í málinu hafi neitt gildi. 27. mars 2019 08:34
Bára um endurkomu Klaustursþingmanna: „Það sökk svolítið hjartað í mér“ Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna. 27. janúar 2019 19:45
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent