Warnock: Erfiðasta tímabil sem ég hef upplifað Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. mars 2019 10:30 Warnock hefur marga fjöruna sopið vísir/getty Knattspyrnustjóri Cardiff City segist aldrei hafa upplifað erfiðara tímabil en það hefur mikið gengið á hjá félaginu í vetur og það er í harðri fallbaráttu. Í opinskáu viðtali við Sky Sports ræðir Neil Warnock fallbaráttuna og áfallið sem félagið varð fyrir þegar Emiliano Sala fórst í flugslysi. Sala var keyptur til Cardiff 19. janúar fyrir metfé. Hann lést tveimur dögum seinna þegar flugvélin sem átti að bera hann frá Nantes til Cardiff hrapaði í Ermasundið. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil sem ég hef átt, og ég er búinn að vera í þessu einhver þrjátíu ár. Það hefur verið gríðarlega erfitt að halda áfram og reyna að leggja okkur fram en strákarnir hafa gert það,“ sagði Warnock. „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt, og ég held að ég hafi séð fleiri leiki en nokkur annar á landinu eins og er, en einhvern veginn þarf maður að komast í gegnum þetta.“ „Þegar svona hlutir gerast þá setja þeir allt annað í samhengi. Þú hugsar um börnin þvín og fjölskyldu, ferð að spyrja þig hvort þú hefðir gert eitthvað öðruvísi. En á sama tíma er ég við stýrið og þarf að koma félaginu í gegnum þetta.“ Warnock sagðist ekki hafa búist við því að fráfall Sala hefði eins mikil áhrif á leikmenn liðsins og það gerði, en flestir þeirra höfðu varla hitt Sala. „Þeir komust í gegnum þetta og ég er gríðarlega stoltur af því hvernig þeir tókust á við þetta.“ Cardiff er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti en með leik til góða. Warnock sagði sjálfur í nóvember að hann myndi ekki veðja á að Cardiff héldi sér uppi og það hefur ekki breyst. „Að sjálfsögðu ekki. Ég held að það séu ennþá mestar líkur á því að við förum niður, ég er raunsær,“ sagði Warnock. „Ég held það trufli strákana ekkert að ég tali svona, við höfum farið í gegnum ýmislegt síðustu ár og þeir koma alltaf til baka. Hugarfarið er frábært og við getum gert góða hluti.“ Cardiff mætir Chelsea á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá 12:55. Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Knattspyrnustjóri Cardiff City segist aldrei hafa upplifað erfiðara tímabil en það hefur mikið gengið á hjá félaginu í vetur og það er í harðri fallbaráttu. Í opinskáu viðtali við Sky Sports ræðir Neil Warnock fallbaráttuna og áfallið sem félagið varð fyrir þegar Emiliano Sala fórst í flugslysi. Sala var keyptur til Cardiff 19. janúar fyrir metfé. Hann lést tveimur dögum seinna þegar flugvélin sem átti að bera hann frá Nantes til Cardiff hrapaði í Ermasundið. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil sem ég hef átt, og ég er búinn að vera í þessu einhver þrjátíu ár. Það hefur verið gríðarlega erfitt að halda áfram og reyna að leggja okkur fram en strákarnir hafa gert það,“ sagði Warnock. „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt, og ég held að ég hafi séð fleiri leiki en nokkur annar á landinu eins og er, en einhvern veginn þarf maður að komast í gegnum þetta.“ „Þegar svona hlutir gerast þá setja þeir allt annað í samhengi. Þú hugsar um börnin þvín og fjölskyldu, ferð að spyrja þig hvort þú hefðir gert eitthvað öðruvísi. En á sama tíma er ég við stýrið og þarf að koma félaginu í gegnum þetta.“ Warnock sagðist ekki hafa búist við því að fráfall Sala hefði eins mikil áhrif á leikmenn liðsins og það gerði, en flestir þeirra höfðu varla hitt Sala. „Þeir komust í gegnum þetta og ég er gríðarlega stoltur af því hvernig þeir tókust á við þetta.“ Cardiff er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti en með leik til góða. Warnock sagði sjálfur í nóvember að hann myndi ekki veðja á að Cardiff héldi sér uppi og það hefur ekki breyst. „Að sjálfsögðu ekki. Ég held að það séu ennþá mestar líkur á því að við förum niður, ég er raunsær,“ sagði Warnock. „Ég held það trufli strákana ekkert að ég tali svona, við höfum farið í gegnum ýmislegt síðustu ár og þeir koma alltaf til baka. Hugarfarið er frábært og við getum gert góða hluti.“ Cardiff mætir Chelsea á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá 12:55.
Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira