Guðni heillaði fundarmenn með rússneskukunnáttu sinni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. apríl 2019 18:45 Forseti Íslands sótti ráðstefnuna International Arctic Forum sem haldin er í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Hann tók þátt í pallborði um samstarf á norðurslóðum ásamt forsætisráðherrum Noregs og Svíþjóðar auk forseta Finnlands og forseta Rússlands. Í ræðu sinni kom Guðni inn á ríka áherslu íslenskra stjórnvalda við að tryggja umhverfisvernd og sjálfbærni á Norðurheimskautinu. Hann greindi frá áformum formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu en Ísland tekur við formennsku í ráðinu í næsta mánuði. Þá lagði hann sérstaka áherslu í ræðu sinni á vernd hafsins. „Sem forseti Íslands hef ég mikinn áhuga á málefnum hafsins og hlutverki þess í leið okkar að friðsælli, velmegandi og sjálfbærri framtíð fyrir allt mannkyn.“leiðtogarnir fimm í pallborði í dag.EPA/Anatoly MaltsevÁ fundinum var aukin umferð á norðurslóðum til umræðu og hættan á átökum. Guðni sagði að hann trúði því að vettvangur Norðurskautsráðsins væri góður staður til að leysa deilumál í sátt og vænti þess að þannig yrði það einnig í framtíðinni. Hann sagði að til þess þyrfti fólk að leggja sig fram við að skilja hvert annað. því er óhætt að segja að lokaorð hans hafi verið í anda þeirra skilaboða en þau flutti hann á rússnesku. „Það er þessvegna sem ég mun tala rússnesku í lokin,“ sagði hann. „Ég er ekki reipirennandi í rússnesku og ég afsaka það. Ég lagði stund á rússnesku fyrir löngu síðan og ég gleymdi því næstum því hvernig á að tala hana. Engu að síður man ég eftirfarandi og ég er viljugur til að segja það núna: Það er ekkert mikilvægara í heiminum en sönn vinátta,“ sagði Guðni og sjá mátti að ráðstefnugestum var skemmt yfir æfingu hans á rússnesku.Hér fyrir neðan má hlusta á ræðu Guðna í heild sinni: Forseti Íslands Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Guðni forseti og Pútín ræða norðurslóðamál í Pétursborg Forseti Íslands fundar einnig með forseta Rússlands á morgun. 9. apríl 2019 11:05 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Forseti Íslands sótti ráðstefnuna International Arctic Forum sem haldin er í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Hann tók þátt í pallborði um samstarf á norðurslóðum ásamt forsætisráðherrum Noregs og Svíþjóðar auk forseta Finnlands og forseta Rússlands. Í ræðu sinni kom Guðni inn á ríka áherslu íslenskra stjórnvalda við að tryggja umhverfisvernd og sjálfbærni á Norðurheimskautinu. Hann greindi frá áformum formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu en Ísland tekur við formennsku í ráðinu í næsta mánuði. Þá lagði hann sérstaka áherslu í ræðu sinni á vernd hafsins. „Sem forseti Íslands hef ég mikinn áhuga á málefnum hafsins og hlutverki þess í leið okkar að friðsælli, velmegandi og sjálfbærri framtíð fyrir allt mannkyn.“leiðtogarnir fimm í pallborði í dag.EPA/Anatoly MaltsevÁ fundinum var aukin umferð á norðurslóðum til umræðu og hættan á átökum. Guðni sagði að hann trúði því að vettvangur Norðurskautsráðsins væri góður staður til að leysa deilumál í sátt og vænti þess að þannig yrði það einnig í framtíðinni. Hann sagði að til þess þyrfti fólk að leggja sig fram við að skilja hvert annað. því er óhætt að segja að lokaorð hans hafi verið í anda þeirra skilaboða en þau flutti hann á rússnesku. „Það er þessvegna sem ég mun tala rússnesku í lokin,“ sagði hann. „Ég er ekki reipirennandi í rússnesku og ég afsaka það. Ég lagði stund á rússnesku fyrir löngu síðan og ég gleymdi því næstum því hvernig á að tala hana. Engu að síður man ég eftirfarandi og ég er viljugur til að segja það núna: Það er ekkert mikilvægara í heiminum en sönn vinátta,“ sagði Guðni og sjá mátti að ráðstefnugestum var skemmt yfir æfingu hans á rússnesku.Hér fyrir neðan má hlusta á ræðu Guðna í heild sinni:
Forseti Íslands Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Guðni forseti og Pútín ræða norðurslóðamál í Pétursborg Forseti Íslands fundar einnig með forseta Rússlands á morgun. 9. apríl 2019 11:05 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Bein útsending: Guðni forseti og Pútín ræða norðurslóðamál í Pétursborg Forseti Íslands fundar einnig með forseta Rússlands á morgun. 9. apríl 2019 11:05