Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. apríl 2019 19:00 Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. Útlendingastofnun tók ákvörðun á dögunum að taka mál afganska mannsins ekki til efnismeðferðar heldur senda hann til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þetta var staðfest með úrskurði kærunefndar útlendingamála 1. apríl síðastliðinn. Samdægurs reyndi maðurinn, sem glímir við andleg veikindi, að kveikja í sér í herbergi sínu í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar og var þá nauðungarvistaður á geðdeild.Úrskurður um nauðungarvistun nýrri en úrskurður um brottvísun Í gær tilkynnti stoðdeild ríkislögreglustjóra manningum að hann yrði sóttur á geðdeildina klukkan fjögur í nótt og hann fluttur úr landi. „Er það með ólíkindum að það hafi staðið til af hálfu íslenskra yfirvalda að framkvæma brottvísun þegar þessi ungi maður er nauðungarvistaður á lokaðri geðdeild. Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður mannsins og bætir við að úrskurðurinn um nauðungarvistun nýrri en úrskurðurinn um brottvísun.Grikkland ekki öruggt ríki Magnús segir að eftir kröftug mótmæli í gær hafi loks verið fallist á að fresta brottvísuninni, ekki vegna þess að maðurinn væri á geðdeild, heldur þar sem fyrir lægi krafa um frestun réttaráhrifa sem ekki hafi verið tekin afstaða til. „Ef að einstaklingi er ekki treystandi til að labba frjáls um götur Reykjavíkurborgar þar sem hann getur verið ógn við sjálfan sig, þá spyr maður sig er sú staða ekki uppi á Grikklandi? Er hann öruggur á götum þar daginn eftir?,“ segir Magnús Davíð.María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala.fbl/valgarðurÓháð því að hælisleitandinn sé mjög andlega veikur þá er Magnús gagnrýninn á að íslensk stjórnvöld skilgreini Grikkland sem öruggt ríki. „Þegar það liggja fyrir fjölda margar skýrslur alþjóðlegra stofnana að ástandið í Grikklandi sé afskaplega slæmt, vægt til orða tekið,“ segir Magnús Davíð.Fleiri fluttir beint af geðdeild úr landi Á sama tíma og viðtalið við Magnús var tekið, nú fyrir hádegi í dag, var hælisleitandinn útskrifaður af geðdeild. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er sjaldgjæft að menn séu sóttir á geðdeild en það komi þó fyrir. Brottflutningur á mönnum sem séu nauðungarvistaðir fari einungis fram í samráði við heilbrigðisyfirvöld og reynt sé eftir fremsta megni að koma upplýsingum um heilbrigðisástand til þar til bærra yfirvalda, sé þess óskað af heilbrigðisyfirvöldum. Í samtali við fréttastofu segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, að fólk sé ekki útskrifað nema það sé metið hæft til útskriftar. Það gerist þó því miður að fólk sé útskrifað í mjög bágar félagslegar aðstæður. Aðspurð um hvort eðlilegt sé að fólk sé útskrifað úr bráðainnlögn um miðja nótt segir hún það geta verið þannig ef fólk er á leið í flug. Hælisleitendur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. Útlendingastofnun tók ákvörðun á dögunum að taka mál afganska mannsins ekki til efnismeðferðar heldur senda hann til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þetta var staðfest með úrskurði kærunefndar útlendingamála 1. apríl síðastliðinn. Samdægurs reyndi maðurinn, sem glímir við andleg veikindi, að kveikja í sér í herbergi sínu í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar og var þá nauðungarvistaður á geðdeild.Úrskurður um nauðungarvistun nýrri en úrskurður um brottvísun Í gær tilkynnti stoðdeild ríkislögreglustjóra manningum að hann yrði sóttur á geðdeildina klukkan fjögur í nótt og hann fluttur úr landi. „Er það með ólíkindum að það hafi staðið til af hálfu íslenskra yfirvalda að framkvæma brottvísun þegar þessi ungi maður er nauðungarvistaður á lokaðri geðdeild. Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður mannsins og bætir við að úrskurðurinn um nauðungarvistun nýrri en úrskurðurinn um brottvísun.Grikkland ekki öruggt ríki Magnús segir að eftir kröftug mótmæli í gær hafi loks verið fallist á að fresta brottvísuninni, ekki vegna þess að maðurinn væri á geðdeild, heldur þar sem fyrir lægi krafa um frestun réttaráhrifa sem ekki hafi verið tekin afstaða til. „Ef að einstaklingi er ekki treystandi til að labba frjáls um götur Reykjavíkurborgar þar sem hann getur verið ógn við sjálfan sig, þá spyr maður sig er sú staða ekki uppi á Grikklandi? Er hann öruggur á götum þar daginn eftir?,“ segir Magnús Davíð.María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala.fbl/valgarðurÓháð því að hælisleitandinn sé mjög andlega veikur þá er Magnús gagnrýninn á að íslensk stjórnvöld skilgreini Grikkland sem öruggt ríki. „Þegar það liggja fyrir fjölda margar skýrslur alþjóðlegra stofnana að ástandið í Grikklandi sé afskaplega slæmt, vægt til orða tekið,“ segir Magnús Davíð.Fleiri fluttir beint af geðdeild úr landi Á sama tíma og viðtalið við Magnús var tekið, nú fyrir hádegi í dag, var hælisleitandinn útskrifaður af geðdeild. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er sjaldgjæft að menn séu sóttir á geðdeild en það komi þó fyrir. Brottflutningur á mönnum sem séu nauðungarvistaðir fari einungis fram í samráði við heilbrigðisyfirvöld og reynt sé eftir fremsta megni að koma upplýsingum um heilbrigðisástand til þar til bærra yfirvalda, sé þess óskað af heilbrigðisyfirvöldum. Í samtali við fréttastofu segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, að fólk sé ekki útskrifað nema það sé metið hæft til útskriftar. Það gerist þó því miður að fólk sé útskrifað í mjög bágar félagslegar aðstæður. Aðspurð um hvort eðlilegt sé að fólk sé útskrifað úr bráðainnlögn um miðja nótt segir hún það geta verið þannig ef fólk er á leið í flug.
Hælisleitendur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira