Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 17:00 Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels. Vísir/Vilhelm Icelandair Hotels dró laun af þeim starfsmönnum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins þó þeir hefðu ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það óskiljanlega ákvörðun hjá fyrirtækinu. Hann segir starfsmenn hótelsins hafa leitað til Eflingar vegna málsins. „Fólk er algjörlega miður sín,“ segir Viðar. Um er að ræða verkfallsaðgerðir sem stóðu yfir dagana 8. mars og 22. mars síðastliðinn. Viðar segir félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Icelandair Hotels hafi framvísað launaseðlum þar sem ýmist var búið að draga af þeim laun fyrir einn eða tvo daga. „Þetta er ógeðslegt,“ segir Viðar. Viðar segir Eflingu ætla að gera kröfu á Icelandair Hotels um að greiða starfsmönnunum sem ekki voru á vakt laun, ef ekki verður orðið við henni verður farið með málið fyrir dóm.Frá verkfallsaðgerðum hótelstarfsmanna í mars.Vísir/VilhelmMagnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir það rétt að ekki voru greidd laun fyrir verkfallsdaga starfsmanna sem tilheyra þeim stéttarfélögum sem voru í verkfalli. „Enda búið að staðfesta að þeirra hálfu að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir sömu daga í verkfallssjóði félaganna.“ Viðar segir að þeir félagsmenn stéttarfélaganna sem voru á vakt á Icelandair Hotels þann dag sem verkfallsaðgerðirnar áttu sér stað eigi að fá launagreiðslur úr verkfallssjóði félaganna. Það gildi hins vegar ekki um þá starfsmenn sem ekki voru á vakt þessa daga og lögðu því ekki niður störf. Hann segir það því ekki rétta túlkun hjá Icelandair Hotels að hægt sé að draga laun af þeim starfsmönnum sem ekki voru á vakt dagana sem verkfallsaðgerðir fóru fram. Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Icelandair Hotels dró laun af þeim starfsmönnum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins þó þeir hefðu ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það óskiljanlega ákvörðun hjá fyrirtækinu. Hann segir starfsmenn hótelsins hafa leitað til Eflingar vegna málsins. „Fólk er algjörlega miður sín,“ segir Viðar. Um er að ræða verkfallsaðgerðir sem stóðu yfir dagana 8. mars og 22. mars síðastliðinn. Viðar segir félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Icelandair Hotels hafi framvísað launaseðlum þar sem ýmist var búið að draga af þeim laun fyrir einn eða tvo daga. „Þetta er ógeðslegt,“ segir Viðar. Viðar segir Eflingu ætla að gera kröfu á Icelandair Hotels um að greiða starfsmönnunum sem ekki voru á vakt laun, ef ekki verður orðið við henni verður farið með málið fyrir dóm.Frá verkfallsaðgerðum hótelstarfsmanna í mars.Vísir/VilhelmMagnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir það rétt að ekki voru greidd laun fyrir verkfallsdaga starfsmanna sem tilheyra þeim stéttarfélögum sem voru í verkfalli. „Enda búið að staðfesta að þeirra hálfu að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir sömu daga í verkfallssjóði félaganna.“ Viðar segir að þeir félagsmenn stéttarfélaganna sem voru á vakt á Icelandair Hotels þann dag sem verkfallsaðgerðirnar áttu sér stað eigi að fá launagreiðslur úr verkfallssjóði félaganna. Það gildi hins vegar ekki um þá starfsmenn sem ekki voru á vakt þessa daga og lögðu því ekki niður störf. Hann segir það því ekki rétta túlkun hjá Icelandair Hotels að hægt sé að draga laun af þeim starfsmönnum sem ekki voru á vakt dagana sem verkfallsaðgerðir fóru fram.
Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira