Borgin ánægð með árangurinn af mótvægisaðgerðum vegna svifryksmengunar Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 10:42 Mengunin nálgaðist heilsuverndarmörk við Grenssástöðina klukkan 10 í morgun. Vísir/Vilhelm Gildi svifryksmengunar í Reykjavík var lægri en við mátti búast miðað við veðurfarsaðstæður í morgun og eru starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar ánægðir með árangurinn. Vill heilbrigðisfulltrúi meina að ef ekki hefði verið brugðist við og farið í mótvægisaðgerðir þá hefði mengunin orðið mun meiri. Hægur vindur er í borginni og litlar líkur á úrkomu næstu daga. Reykjavíkurborg greip til þess ráðs að rykbinda flesta þjóðvegi og stofnbrautir í þéttbýli í nótt og er ætlunin að gera það aftur í nótt. Þá voru borgarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og var frítt í strætó fyrir þá sem höfðu sótt strætó-appið. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., segist fá skýrari mynd á það á morgun hvernig nýtingin var en þúsund nýir notendur höfðu bæst við appið í morgun. Ekki þurfti að vísa fólki frá vegna ásóknar. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að svifryksmengun hafi verið undir heilsuverndarmörkum í morgun. Staðan klukkan tíu í morgun var þó þannig að mengun nálgaðist heilsuverndarmörk við Grensásstöðina. Hún segist vera ánægð með mótvægisaðgerðir borgarinnar og árangur megi sjá af þeim. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði á Facebook-síðu sinni í morgun að hann hefði séð greinilega mósku á austurhimni þegar hann fór í Bláfjöll. Vildi Einar meina að svifryksmengunin eigi sér oft annan uppruna en frá umferð. Sagði hann að svifryksmengun hefði mælst við Njörvasund í Reykjavík klukkan 1 í nótt þar sem umferð var lítil. Var uppruni þess lofts austan Mýrdalssands og taldi Einar líkur á að uppruninn sé mór af Eldhrauni á Síðu. Svava segir að þetta gerist stundum, að loftstraumar til Reykjavíkur geti valdið hækkuðu svifryksgildum og þá sjáist það helst á stöðvum þar sem mengun er oftast ekki mikil. Oftast sé þó um svifryksmengun að ræða þar sem umferð þyrlar upp ryki. Heilbrigðismál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Gildi svifryksmengunar í Reykjavík var lægri en við mátti búast miðað við veðurfarsaðstæður í morgun og eru starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar ánægðir með árangurinn. Vill heilbrigðisfulltrúi meina að ef ekki hefði verið brugðist við og farið í mótvægisaðgerðir þá hefði mengunin orðið mun meiri. Hægur vindur er í borginni og litlar líkur á úrkomu næstu daga. Reykjavíkurborg greip til þess ráðs að rykbinda flesta þjóðvegi og stofnbrautir í þéttbýli í nótt og er ætlunin að gera það aftur í nótt. Þá voru borgarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og var frítt í strætó fyrir þá sem höfðu sótt strætó-appið. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., segist fá skýrari mynd á það á morgun hvernig nýtingin var en þúsund nýir notendur höfðu bæst við appið í morgun. Ekki þurfti að vísa fólki frá vegna ásóknar. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að svifryksmengun hafi verið undir heilsuverndarmörkum í morgun. Staðan klukkan tíu í morgun var þó þannig að mengun nálgaðist heilsuverndarmörk við Grensásstöðina. Hún segist vera ánægð með mótvægisaðgerðir borgarinnar og árangur megi sjá af þeim. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði á Facebook-síðu sinni í morgun að hann hefði séð greinilega mósku á austurhimni þegar hann fór í Bláfjöll. Vildi Einar meina að svifryksmengunin eigi sér oft annan uppruna en frá umferð. Sagði hann að svifryksmengun hefði mælst við Njörvasund í Reykjavík klukkan 1 í nótt þar sem umferð var lítil. Var uppruni þess lofts austan Mýrdalssands og taldi Einar líkur á að uppruninn sé mór af Eldhrauni á Síðu. Svava segir að þetta gerist stundum, að loftstraumar til Reykjavíkur geti valdið hækkuðu svifryksgildum og þá sjáist það helst á stöðvum þar sem mengun er oftast ekki mikil. Oftast sé þó um svifryksmengun að ræða þar sem umferð þyrlar upp ryki.
Heilbrigðismál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira