Rodgers að rétta skútuna af hjá Leicester Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. apríl 2019 15:00 Brendan Rodgers hefur náð að vekja sóknarleik Leicester og með því enska lands liðsframherjann Jamie Vardy aftur til lífsins. Vardy skoraði tvívegis um helgina og virðist njóta þess að spila undir stjórn Rodgers hjá Leicester. Fréttablaðið/Getty Það virðist vera allt önnur ára yfir liði Leicester þessa dagana undir stjórn Brendans Rodgers og eru Refirnir farnir að minna á sig í baráttunni um sjöunda sætið sem mun að öllum líkindum veita þátttökurétt í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Síðan Rodgers var ráðinn sem þjálfari liðsins hefur Leicester unnið fimm leiki af sex og komst upp fyrir Úlfana í sjöunda sætið um helgina en Wolves á reyndar leik til góða. Fari svo að Manchester City hampi enska bikarnum fær sjöunda sætið í lok tímabilsins þáttökurétt í Evrópudeildinni á næsta ári. Leicester gerði góða ferð til Huddersfield um helgina og vann 4-1 sigur þar sem Jamie Vardy skoraði tvívegis og miðjumennirnir ungu Youri Tielemans og James Maddison skoruðu sitt hvort markið. Þetta var fimmti sigur Leicester á síðustu fimm vikum þrátt fyrir að landsleikjahlé sé inn í því eftir fimm sigra á fimm mánuðum þar áður. Lengi var búið að tala um meint ósætti leikmanna Leicester undir stjórn hins franska Claude Puel framan af tímabili en með góðum úrslitum gegn stórliðunum tókst Puel að framlengja starfsferil sinn þar til undir lok febrúar. Tap fyrir Crystal Palace, 1-4 og það á heimavelli, var kornið sem fyllti mælinn hjá stjórn Leicester sem sýndi litla miskunn og rak fjórða þjálfarann á fjórum árum. Rodgers er búinn að fara aftur í það sem hefur skilað Leicester góðum árangri og góðum úrslitum undanfarin ár. Leikstíll liðsins gengur út á að nýta styrkleika Jamie Vardy til hins ýtrasta og Vardy þrífst best þegar hann finnur fyrir trausti þjálfara síns. Vardy sýndi útsjónarsemi og var vel staðsettur í fyrra marki sínu um helgina og í því seinna krækti hann í vítaspyrnu sem hann nýtti svo sjálfur. Vardy er kominn með fimmtán mörk í 29 leikjum það sem af er tímabilinu, þar af sjö þeirra í síðustu sex leikjum. Með öðru marki sínu um helgina skaust Vardy upp fyrir Gary Lineker í sjötta sæti yfir markahæstu leikmennina í sögu Leicester með 104 mörk í 265 leikjum. Vardy vantar fjórtán mörk til að komast í fjórða sætið, upp fyrir Derek Hines og Arthur Lochhead en hægt er að útiloka að Vardy nái meti Arthurs Chandler sem skoraði á sínum tíma 273 mörk fyrir Leicester. „Gary var framherji í fremstu röð en ég hef notið þess að vinna með Jamie Vardy frá fyrsta degi,“ sagði Rodgers, aðspurður út í afrek Vardys um helgina. Vardy varð 32 ára fyrr á þessu ári en það virðist ekkert vera að hægjast á honum. „Hann er áfjáður í að bæta sig og verða betri knattspyrnumaður og leikstíll liðsins hentar honum vel. Þegar allt liðið reynir að pressa á andstæðinga okkar þá skapast oft færi fyrir framherja eins og Jamie. Hann er löngu búinn að sanna sig sem einn af bestu framherjum deildarinnar og hann vill halda sér í þeim flokki.“ Fyrir aftan Vardy hefur James Maddison blómstrað á fyrsta tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni. Það voru mörg lið áhugasöm um Maddison síðasta sumar þegar hann ákvað að semja við Leicester og hefur hann staðið undir væntingum sem lykilmaður á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði sjöunda mark sitt í deildinni um helgina beint úr aukaspyrnu sem er þriðja mark hans úr aukaspyrnu á tímabilinu. Hann er á hraðferð upp listann yfir flest aukaspyrnumörk í ensku úrvalsdeildinni þar sem 24 manns hafa skorað fjögur mörk eða fleiri. „Hann er mikið efni og á sama tíma frábær leikmaður. Ég sá hann fyrst þegar hann var í láni hjá Aberdeen þegar ég var með Celtic og sá hvað í hann var spunnið. Hann vinnur í því að bæta sig á hverjum degi og eyðir miklum tíma í aukaspyrnurnar svo að þetta kemur mér ekki á óvart.“ Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira
Það virðist vera allt önnur ára yfir liði Leicester þessa dagana undir stjórn Brendans Rodgers og eru Refirnir farnir að minna á sig í baráttunni um sjöunda sætið sem mun að öllum líkindum veita þátttökurétt í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Síðan Rodgers var ráðinn sem þjálfari liðsins hefur Leicester unnið fimm leiki af sex og komst upp fyrir Úlfana í sjöunda sætið um helgina en Wolves á reyndar leik til góða. Fari svo að Manchester City hampi enska bikarnum fær sjöunda sætið í lok tímabilsins þáttökurétt í Evrópudeildinni á næsta ári. Leicester gerði góða ferð til Huddersfield um helgina og vann 4-1 sigur þar sem Jamie Vardy skoraði tvívegis og miðjumennirnir ungu Youri Tielemans og James Maddison skoruðu sitt hvort markið. Þetta var fimmti sigur Leicester á síðustu fimm vikum þrátt fyrir að landsleikjahlé sé inn í því eftir fimm sigra á fimm mánuðum þar áður. Lengi var búið að tala um meint ósætti leikmanna Leicester undir stjórn hins franska Claude Puel framan af tímabili en með góðum úrslitum gegn stórliðunum tókst Puel að framlengja starfsferil sinn þar til undir lok febrúar. Tap fyrir Crystal Palace, 1-4 og það á heimavelli, var kornið sem fyllti mælinn hjá stjórn Leicester sem sýndi litla miskunn og rak fjórða þjálfarann á fjórum árum. Rodgers er búinn að fara aftur í það sem hefur skilað Leicester góðum árangri og góðum úrslitum undanfarin ár. Leikstíll liðsins gengur út á að nýta styrkleika Jamie Vardy til hins ýtrasta og Vardy þrífst best þegar hann finnur fyrir trausti þjálfara síns. Vardy sýndi útsjónarsemi og var vel staðsettur í fyrra marki sínu um helgina og í því seinna krækti hann í vítaspyrnu sem hann nýtti svo sjálfur. Vardy er kominn með fimmtán mörk í 29 leikjum það sem af er tímabilinu, þar af sjö þeirra í síðustu sex leikjum. Með öðru marki sínu um helgina skaust Vardy upp fyrir Gary Lineker í sjötta sæti yfir markahæstu leikmennina í sögu Leicester með 104 mörk í 265 leikjum. Vardy vantar fjórtán mörk til að komast í fjórða sætið, upp fyrir Derek Hines og Arthur Lochhead en hægt er að útiloka að Vardy nái meti Arthurs Chandler sem skoraði á sínum tíma 273 mörk fyrir Leicester. „Gary var framherji í fremstu röð en ég hef notið þess að vinna með Jamie Vardy frá fyrsta degi,“ sagði Rodgers, aðspurður út í afrek Vardys um helgina. Vardy varð 32 ára fyrr á þessu ári en það virðist ekkert vera að hægjast á honum. „Hann er áfjáður í að bæta sig og verða betri knattspyrnumaður og leikstíll liðsins hentar honum vel. Þegar allt liðið reynir að pressa á andstæðinga okkar þá skapast oft færi fyrir framherja eins og Jamie. Hann er löngu búinn að sanna sig sem einn af bestu framherjum deildarinnar og hann vill halda sér í þeim flokki.“ Fyrir aftan Vardy hefur James Maddison blómstrað á fyrsta tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni. Það voru mörg lið áhugasöm um Maddison síðasta sumar þegar hann ákvað að semja við Leicester og hefur hann staðið undir væntingum sem lykilmaður á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði sjöunda mark sitt í deildinni um helgina beint úr aukaspyrnu sem er þriðja mark hans úr aukaspyrnu á tímabilinu. Hann er á hraðferð upp listann yfir flest aukaspyrnumörk í ensku úrvalsdeildinni þar sem 24 manns hafa skorað fjögur mörk eða fleiri. „Hann er mikið efni og á sama tíma frábær leikmaður. Ég sá hann fyrst þegar hann var í láni hjá Aberdeen þegar ég var með Celtic og sá hvað í hann var spunnið. Hann vinnur í því að bæta sig á hverjum degi og eyðir miklum tíma í aukaspyrnurnar svo að þetta kemur mér ekki á óvart.“
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira