Kerfið gegn feðrum Guðmundur Steingrímsson skrifar 8. apríl 2019 07:00 Einu sinni var veröldin þannig að þegar barn kom í heiminn höfðu margir feður ríka tilhneigingu til að láta sig hverfa, sérstaklega ef þeir bjuggu ekki með móðurinni. Feður upplifðu sig hugsanlega ekki nauðsynlega í veröld uppeldis, eða velkomna. Á þessu voru auðvitað veigamiklar undantekningar, en algengt var þó að feður færu í mesta lagi með börn sín niður að Tjörn aðra hverja helgi að gefa öndunum brauð. Síðan hefur komið í ljós að brauð er óhollt fyrir endur, sem voru auðvitað slæm tíðindi fyrir helgarpabbana, en sem betur hefur veröldin líka breyst. Nú heyrir það til undantekninga, fullyrði ég, að feður taki ekki ríkan þátt í uppeldi barna sinna, þótt þeir búi ekki með móðurinni. Nú er það orðið ákaflega algengt fyrirkomulag að börn, eftir skilnað, búi á tveimur heimilum til jafns. Viku hjá pabbanum og viku hjá mömmunni. Rannsóknir hafa líka sýnt að þetta fyrirkomulag kemur vel út fyrir börn, enda ákaflega mikilvægt – og stutt rannsóknum – að börn upplifi rík tengsl bæði við móður og föður.Þvermóðska laganna Svona getur veröldin batnað. Það hefur lengi legið fyrir að foreldrar munu ekki allir geta hugsað sér að búa saman. Það er staðreynd. Menningin sjálf, viðhorfin, hefur þokað veröldinni í þá átt, að upplýst fólk í nútímanum hefur komist að þeirri niðurstöðu að auðvitað sé það ekki æskilegt að faðirinn láti sig hverfa. Það er ákaflega gamaldags viðhorf til fjölskyldumála, að ímynda sér það að við sambúðarslit eigi móðirin ein að axla ábyrgð á börnunum, en faðirinn eigi að láta nægja að borga meðlag og sé að öðru leyti stikkfrí. En svona hugsar kerfið. Enn í dag, þrátt fyrir þessar miklu samfélagsbreytingar, sendir kerfið körlum þessi skilaboð: Farðu bara. Leigðu þér risíbúð. Vertu á barnum. Haltu áfram að leika þér. Borgaðu meðlag. Með öðrum orðum: Litlar sem engar alvörukerfisbreytingar, í lögum eða annars staðar, hafa átt sér stað til þess að koma til móts við hina breyttu veröld. Í lögunum skal barn alltaf búa á einu heimili – sem er yfirleitt hjá móður – þótt sannanlega sé veröldin alls ekki þannig.Lífskjarasamningarnir Eftir því sem tíminn líður, og eftir því sem veröldin verður betri fyrir börn í þessari aðstöðu – og æ fleiri foreldrar sem búa ekki saman ákveða samt að ala upp börnin sín saman – verður þessi þvermóðska kerfisins sorglegri og átakanlegri. Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að styðja við þessa viðleitni foreldra? Hvers vegna er það svona rosalega mikilvægt að börn, sama hvernig vindar blása, skuli alltaf búa einungis á einu heimili? Margt hangir á spýtunni. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta eru fregnir af lífskjarasamningunum svokölluðu. Það er gott að aðilar vinnumarkaðarins hafi náð saman. Það er gott að reynt verður að bæta kjör þeirra sem verst hafa það í samfélaginu. Ég hef hins vegar lengi haft það að sérstöku áhugamáli að leggja við hlustir þegar áhrifafólk byrjar að tala um nauðsyn þess að koma til móts við hina ýmsu hópa samfélagsins og bæta kjör þeirra. Aldrei eru umgengnisforeldrar nefndir í þeirri upptalningu. Það virðist vera einlægur vilji kerfisins að minnast ekki á þá einu orði.Lúalegur feluleikur Hverju sætir? Nóg er talað um mikilvægi þess, blessunarlega, að auðvelda fólki að standa straum af kostnaði við uppeldi barna. Það er veigamikill hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar að hækka skuli barnabætur. Ekki vantar áhugann á því að bæta kjör barnafólks. Þeim mun átakanlegri er þá hin fyrrnefnda þrjóska og þvermóðska: Ekki skal króna af þessum kjarabótum renna til þeirra foreldra – að langstærstum hluta feðra – sem eru þó með börn sín allt að helminginn af árinu. Að áliti kerfisins er árið ennþá 1950. Þessi feður eru bara meðlagsgreiðendur. Punktur. Barnauppeldi er ekki þeirra. Spilaður er lúalegur feluleikur til þess að verja þessa fornu samfélagsmynd. Einstæðir foreldrar fá að sjálfsögðu barnabætur. En vegna þess að börn mega einungis vera skráð á einu heimili, þá eiga börn alltaf bara eitt einstætt foreldri. Aldrei tvö. Yfirleitt eru þó foreldrin tvö. Í bókum kerfisins eru einstæðir feður eiginlega ekki til. Börnin eru ekki skráð með lögheimilið hjá þeim. Þeir eru því skráðir einstæðingar. Kerfið segir að þeir eigi ekki börn. Þeir eru því ekki studdir. Í þessum hópi er fátækasta fólk landsins. Fáir hafa það jafnskítt og tekjulágir, eignalitlir feður sem vilja þó allt gera til þess að taka þátt í uppeldi barna sinna. Þeir fá engan stuðning, heldur þvert á móti. Þeir þurfa að borga. Alveg sama þótt verkalýðsforysta blási í herlúðra gegn fátækt og ríkisstjórn hækki stuðning við foreldra, þá skal þessi hópur – feður – grafinn og gleymdur. Viðhorfið er augljóst og merkilega kuldalegt: Þeir mega éta það sem úti frýs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni var veröldin þannig að þegar barn kom í heiminn höfðu margir feður ríka tilhneigingu til að láta sig hverfa, sérstaklega ef þeir bjuggu ekki með móðurinni. Feður upplifðu sig hugsanlega ekki nauðsynlega í veröld uppeldis, eða velkomna. Á þessu voru auðvitað veigamiklar undantekningar, en algengt var þó að feður færu í mesta lagi með börn sín niður að Tjörn aðra hverja helgi að gefa öndunum brauð. Síðan hefur komið í ljós að brauð er óhollt fyrir endur, sem voru auðvitað slæm tíðindi fyrir helgarpabbana, en sem betur hefur veröldin líka breyst. Nú heyrir það til undantekninga, fullyrði ég, að feður taki ekki ríkan þátt í uppeldi barna sinna, þótt þeir búi ekki með móðurinni. Nú er það orðið ákaflega algengt fyrirkomulag að börn, eftir skilnað, búi á tveimur heimilum til jafns. Viku hjá pabbanum og viku hjá mömmunni. Rannsóknir hafa líka sýnt að þetta fyrirkomulag kemur vel út fyrir börn, enda ákaflega mikilvægt – og stutt rannsóknum – að börn upplifi rík tengsl bæði við móður og föður.Þvermóðska laganna Svona getur veröldin batnað. Það hefur lengi legið fyrir að foreldrar munu ekki allir geta hugsað sér að búa saman. Það er staðreynd. Menningin sjálf, viðhorfin, hefur þokað veröldinni í þá átt, að upplýst fólk í nútímanum hefur komist að þeirri niðurstöðu að auðvitað sé það ekki æskilegt að faðirinn láti sig hverfa. Það er ákaflega gamaldags viðhorf til fjölskyldumála, að ímynda sér það að við sambúðarslit eigi móðirin ein að axla ábyrgð á börnunum, en faðirinn eigi að láta nægja að borga meðlag og sé að öðru leyti stikkfrí. En svona hugsar kerfið. Enn í dag, þrátt fyrir þessar miklu samfélagsbreytingar, sendir kerfið körlum þessi skilaboð: Farðu bara. Leigðu þér risíbúð. Vertu á barnum. Haltu áfram að leika þér. Borgaðu meðlag. Með öðrum orðum: Litlar sem engar alvörukerfisbreytingar, í lögum eða annars staðar, hafa átt sér stað til þess að koma til móts við hina breyttu veröld. Í lögunum skal barn alltaf búa á einu heimili – sem er yfirleitt hjá móður – þótt sannanlega sé veröldin alls ekki þannig.Lífskjarasamningarnir Eftir því sem tíminn líður, og eftir því sem veröldin verður betri fyrir börn í þessari aðstöðu – og æ fleiri foreldrar sem búa ekki saman ákveða samt að ala upp börnin sín saman – verður þessi þvermóðska kerfisins sorglegri og átakanlegri. Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að styðja við þessa viðleitni foreldra? Hvers vegna er það svona rosalega mikilvægt að börn, sama hvernig vindar blása, skuli alltaf búa einungis á einu heimili? Margt hangir á spýtunni. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta eru fregnir af lífskjarasamningunum svokölluðu. Það er gott að aðilar vinnumarkaðarins hafi náð saman. Það er gott að reynt verður að bæta kjör þeirra sem verst hafa það í samfélaginu. Ég hef hins vegar lengi haft það að sérstöku áhugamáli að leggja við hlustir þegar áhrifafólk byrjar að tala um nauðsyn þess að koma til móts við hina ýmsu hópa samfélagsins og bæta kjör þeirra. Aldrei eru umgengnisforeldrar nefndir í þeirri upptalningu. Það virðist vera einlægur vilji kerfisins að minnast ekki á þá einu orði.Lúalegur feluleikur Hverju sætir? Nóg er talað um mikilvægi þess, blessunarlega, að auðvelda fólki að standa straum af kostnaði við uppeldi barna. Það er veigamikill hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar að hækka skuli barnabætur. Ekki vantar áhugann á því að bæta kjör barnafólks. Þeim mun átakanlegri er þá hin fyrrnefnda þrjóska og þvermóðska: Ekki skal króna af þessum kjarabótum renna til þeirra foreldra – að langstærstum hluta feðra – sem eru þó með börn sín allt að helminginn af árinu. Að áliti kerfisins er árið ennþá 1950. Þessi feður eru bara meðlagsgreiðendur. Punktur. Barnauppeldi er ekki þeirra. Spilaður er lúalegur feluleikur til þess að verja þessa fornu samfélagsmynd. Einstæðir foreldrar fá að sjálfsögðu barnabætur. En vegna þess að börn mega einungis vera skráð á einu heimili, þá eiga börn alltaf bara eitt einstætt foreldri. Aldrei tvö. Yfirleitt eru þó foreldrin tvö. Í bókum kerfisins eru einstæðir feður eiginlega ekki til. Börnin eru ekki skráð með lögheimilið hjá þeim. Þeir eru því skráðir einstæðingar. Kerfið segir að þeir eigi ekki börn. Þeir eru því ekki studdir. Í þessum hópi er fátækasta fólk landsins. Fáir hafa það jafnskítt og tekjulágir, eignalitlir feður sem vilja þó allt gera til þess að taka þátt í uppeldi barna sinna. Þeir fá engan stuðning, heldur þvert á móti. Þeir þurfa að borga. Alveg sama þótt verkalýðsforysta blási í herlúðra gegn fátækt og ríkisstjórn hækki stuðning við foreldra, þá skal þessi hópur – feður – grafinn og gleymdur. Viðhorfið er augljóst og merkilega kuldalegt: Þeir mega éta það sem úti frýs.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun