Söngvarinn breski var heiðraður við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Sarajevó-borgar af borgarstjóranum Abdulah Skaka.
Við athöfnina hafði Skaka þetta að segja um tónleika Dickinson árið 1994: „Koma Dickinson til Sarajevo árið 1994 var eitt af þeim augnablikum sem fengu okkur í borginni til að trúa því að við myndum komast í gegnum stríðið. Sarajevó muni lifa af og Bosnía og Hersegóvína muni lifa stríðið af“
Dickinson sagði viðurkenninguna vera mikinn heiður. Í viðtali við AP sagði söngvarinn: „Í heimi þar sem hlutir gleymast á samfélagsmiðlum eftir fimm sekúndur, er þetta magnað. Fólk man enn þá eftir þessu, þetta er magnað, þetta er magnaður dagur og það er gott að vera kominn aftur“