Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. apríl 2019 13:20 Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. Fram hefur komið að Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW séu að leita fjármögnunar þessa dagana til að blása lífi í rústir WOW Air og hefja rekstur nýs flugfélags. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Skúli hefur hins vegar i hvorki staðfest né vísað þessum fregnum á bug. Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW AIR segir að nokkrir hafi haft samband og lýst áhuga á flugrekstrarhluta WOW. „Það hafa fleiri en einn haft samband við okkur vegna áhuga á kaupum á eignum félagsins.“ Eru þá fleiri en Skúli sem eru að undirbúa jafnvel að stofna nýtt lággjalda flugfélag? „Það kann að vera. Við höfum svo sem ekki rætt beint við Skúla en við höfum lesið og séð fjölmiðlum að hann sýni þessu áhuga. Hvort hann sé á bak við þetta, það veit ég ekki en að hafa nokkrir aðilar haft samband og það eru viðræður í gangi.“ Hlutverk skiptastjóra sé að hámarka virði eigna og besta tilboðinu verði tekið. „Það er alveg ljóst að markmið okkar er að fá sem hæst verð fyrir eignirnar og það er hlutverk okkar að hámarka virði eignabúsins í þágu kröfuhafanna þannig að það er augljóst að þar ræður verðið mestu.“ Lögmannafélagið, Félag kvenna í lögmennsku og Arion banki hafa gagnrýnt að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóri búsins. Þorsteinn segir gagnrýnina ekki hafa nein áhrif á samstarf þeirra. „Þessi umræða er að mörgu leyti ósanngjörn og leiðinleg en hún hefur engin áhrif á störf okkar sem skiptastjóra og okkar samstarf sem gengur vel.“ Efnahagsmál WOW Air Tengdar fréttir Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. 5. apríl 2019 12:02 Stórir strákar fá stór skiptabú Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. 6. apríl 2019 09:30 Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. Fram hefur komið að Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW séu að leita fjármögnunar þessa dagana til að blása lífi í rústir WOW Air og hefja rekstur nýs flugfélags. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Skúli hefur hins vegar i hvorki staðfest né vísað þessum fregnum á bug. Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW AIR segir að nokkrir hafi haft samband og lýst áhuga á flugrekstrarhluta WOW. „Það hafa fleiri en einn haft samband við okkur vegna áhuga á kaupum á eignum félagsins.“ Eru þá fleiri en Skúli sem eru að undirbúa jafnvel að stofna nýtt lággjalda flugfélag? „Það kann að vera. Við höfum svo sem ekki rætt beint við Skúla en við höfum lesið og séð fjölmiðlum að hann sýni þessu áhuga. Hvort hann sé á bak við þetta, það veit ég ekki en að hafa nokkrir aðilar haft samband og það eru viðræður í gangi.“ Hlutverk skiptastjóra sé að hámarka virði eigna og besta tilboðinu verði tekið. „Það er alveg ljóst að markmið okkar er að fá sem hæst verð fyrir eignirnar og það er hlutverk okkar að hámarka virði eignabúsins í þágu kröfuhafanna þannig að það er augljóst að þar ræður verðið mestu.“ Lögmannafélagið, Félag kvenna í lögmennsku og Arion banki hafa gagnrýnt að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóri búsins. Þorsteinn segir gagnrýnina ekki hafa nein áhrif á samstarf þeirra. „Þessi umræða er að mörgu leyti ósanngjörn og leiðinleg en hún hefur engin áhrif á störf okkar sem skiptastjóra og okkar samstarf sem gengur vel.“
Efnahagsmál WOW Air Tengdar fréttir Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. 5. apríl 2019 12:02 Stórir strákar fá stór skiptabú Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. 6. apríl 2019 09:30 Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. 5. apríl 2019 12:02
Stórir strákar fá stór skiptabú Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. 6. apríl 2019 09:30
Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41
Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28