Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. apríl 2019 10:54 Til stóð að námskeiðið færi fram á Grand Hótel í dag. vísir/egill Ekkert verður af kynningarfundi herskólans European Security Academy Iceland um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og öðru slíku, en til stóð að fundurinn færi fram á Grand Hotel í dag. Þetta staðfesti hótelstjóri Grand Hótel Reykjavík í samtali við fréttastofu í dag.Stundin fjallaði um námskeiðið í gær en þar kom fram að einhverjir þeirra sem hefðu hug á því að sækja námskeiðið vildu gera það í þeim tilgangi að verjast meintum straumi innflytjenda hingað til lands. Á heimasíðu ESA kemur fram að skólinn hafi þjálfað nemendur frá 68 löndum víðs vegar um heiminn frá árinu 1992. Á sjötta þúsund hafi sótt þjálfun hjá skólanum.Salvör staðfesti að ekkert yrði af námskeiðinu.Nú hefur þó fengist staðfest að ekkert verður af námskeiðinu, í það minnsta ekki á Grand Hóteli. Fréttastofu barst fyrr í dag ábending um þetta, sem Salvör Lilja Brandsdóttir, hótelstjóri Grand Hótel, staðfesti. Salvör vildi lítið segja um málið annað en það að ákvörðun hafi verið tekin um að húsnæði Grand Hótel yrði ekki notað undir viðburðinn. „Það verður ekki í þessu húsi,“ sagði Salvör sem vildi lítið tjá sig um ástæður þess að námskeiðinu hefði verið úthýst af hótelinu. Það liggur þó fyrir að ákvörðunin var tekin af hálfu hótelsins en ekki ESA. Salvör sagðist ekki vilja ganga svo langt að kalla ESA hægri-öfgasamtök en eftir stendur ákvörðunin um að skólinn fái ekki að halda námskeið sitt á Grand Hótel. „Það er ekki mitt að dæma til eða frá en niðurstaða dagsins er að þetta verður ekki hér, ekki í mínu húsi.“Rekstrarstjóri Sólon: „Það er enginn fundur hér“ Skömmu eftir að ESA-mönnum var úthýst af Grand Hótel hringdu þeir í Sólon Bistro & Bar í Bankastrætinu og báðu um að fá að halda kynninguna sína þar. Rekstrarstjóri Sólon sagði í samtali við fréttastofu að þeir hefðu siglt undir fösku flaggi og þannig fengið vilyrði um að fá að halda viðburðinn. Það hefðu ekki liðið fimm mínútur þangað til rekstrarstjórinn hringdi til baka og sagði að enginn fundur yrði haldinn á Sólon eftir að hafa grennslast fyrir um samtökin. „Það er enginn fundur hér.“ Um hádegisbilið birtist síðan færsla á Facebook ESA-samtakanna þar sem greint er frá því að kynningarfundurinn yrði líklega ekki haldinn í dag.Samtök hernaðarandstæðinga fordæmdu námskeiðið Samtök hernaðarandstæðinga birtu í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem upphafleg ákvörðun hótelsins um að hýsa viðburðinn var gagnrýnd. Þar eru nýleg hryðjuverk hægri-öfgamanns í Nýja-Sjálandi rifjuð upp en sá myrti fimmtíu manns í tveimur moskum þann 15. mars. Viðbrögð samfélagsins við þessum voðaverkum hafi falið í sér eindregna höfnun á ofbeldi og hatri. „Í þessu ljósi er það umhugsunarefni að öfl sem ítrekað hafa daðrað við verstu birtingarmyndir kynþáttahaturs og útlendingaandúðar skuli óáreitt fá að skipuleggja námskeið á hóteli í miðri Reykjavík með áherslu á vopnaburð og hermennsku.“ Samtök hernaðarandstæðinga fordæmi því námskeið ESA, sem samtökin kalla fyrirtæki sem meðal annars hafi þjálfað öfgahægrihópa í Úkraínu. Samtökin hvöttu því stjórnendur Grand Hótel til þess að endurskoða ákvörðun sína um að hýsa viðburðinn.Starfsmenn hafi neitað að þjónusta ESA Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir nokkrir starfsmenn hótelsins hafi neitað að veita þjónustu á viðburðinum. Eflaust hafi það haft einhver áhrif. Hann kveðst ánægður með þá ákvörðun að vísa ESA frá.Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur, segir nú þurfi að grípa í taumana.Vísir/eyþór„Ætlum við að normalísera hatursorðræðu?“ Sema Erla Serdar sagði í gær á Facebooksíðu sinni að hernámskeiðið myndi marka tímamót í íslensku samfélagi. Ef af viðburðinum yrði væri hatursorðræða normalíseruð. Hún segir að við vitum öll hvert næsta skrefið í þessu ferli sé. „Það er núna sem við ákveðum sem samfélag hvaða leið við ætlum að fara. Ætlum við, hvort sem við erum fjölmiðlafólk, stjórnmálafólk, embættismenn eða almennir borgarar að láta þetta viðgangast? Ætlum við að normalísera hatursorðræðu með því að halda áfram að dreifa henni, senda óskýr skilaboð og gera fátt annað en að þrengja ákvæði laga um hatursorðræðu og láta íslenska öfgamenn vopnast? Eða ætlum við að taka skýra afstöðu gegn fordómum og hatri, gegn hatursorðræðu og koma í veg fyrir að hatursglæpir fari að færast í aukarnar hér, að mismunun ákveðinna hópa festist í sessi og mismunandi hópar fólks geti ekki búið í sátt og samlyndi. Við berum öll ábyrgð sem þegnar í þessu samfélagi. Það er undir okkur komið hvernig samfélagið okkar er og hvert það stefnir.“ Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Reykjavík Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Ekkert verður af kynningarfundi herskólans European Security Academy Iceland um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og öðru slíku, en til stóð að fundurinn færi fram á Grand Hotel í dag. Þetta staðfesti hótelstjóri Grand Hótel Reykjavík í samtali við fréttastofu í dag.Stundin fjallaði um námskeiðið í gær en þar kom fram að einhverjir þeirra sem hefðu hug á því að sækja námskeiðið vildu gera það í þeim tilgangi að verjast meintum straumi innflytjenda hingað til lands. Á heimasíðu ESA kemur fram að skólinn hafi þjálfað nemendur frá 68 löndum víðs vegar um heiminn frá árinu 1992. Á sjötta þúsund hafi sótt þjálfun hjá skólanum.Salvör staðfesti að ekkert yrði af námskeiðinu.Nú hefur þó fengist staðfest að ekkert verður af námskeiðinu, í það minnsta ekki á Grand Hóteli. Fréttastofu barst fyrr í dag ábending um þetta, sem Salvör Lilja Brandsdóttir, hótelstjóri Grand Hótel, staðfesti. Salvör vildi lítið segja um málið annað en það að ákvörðun hafi verið tekin um að húsnæði Grand Hótel yrði ekki notað undir viðburðinn. „Það verður ekki í þessu húsi,“ sagði Salvör sem vildi lítið tjá sig um ástæður þess að námskeiðinu hefði verið úthýst af hótelinu. Það liggur þó fyrir að ákvörðunin var tekin af hálfu hótelsins en ekki ESA. Salvör sagðist ekki vilja ganga svo langt að kalla ESA hægri-öfgasamtök en eftir stendur ákvörðunin um að skólinn fái ekki að halda námskeið sitt á Grand Hótel. „Það er ekki mitt að dæma til eða frá en niðurstaða dagsins er að þetta verður ekki hér, ekki í mínu húsi.“Rekstrarstjóri Sólon: „Það er enginn fundur hér“ Skömmu eftir að ESA-mönnum var úthýst af Grand Hótel hringdu þeir í Sólon Bistro & Bar í Bankastrætinu og báðu um að fá að halda kynninguna sína þar. Rekstrarstjóri Sólon sagði í samtali við fréttastofu að þeir hefðu siglt undir fösku flaggi og þannig fengið vilyrði um að fá að halda viðburðinn. Það hefðu ekki liðið fimm mínútur þangað til rekstrarstjórinn hringdi til baka og sagði að enginn fundur yrði haldinn á Sólon eftir að hafa grennslast fyrir um samtökin. „Það er enginn fundur hér.“ Um hádegisbilið birtist síðan færsla á Facebook ESA-samtakanna þar sem greint er frá því að kynningarfundurinn yrði líklega ekki haldinn í dag.Samtök hernaðarandstæðinga fordæmdu námskeiðið Samtök hernaðarandstæðinga birtu í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem upphafleg ákvörðun hótelsins um að hýsa viðburðinn var gagnrýnd. Þar eru nýleg hryðjuverk hægri-öfgamanns í Nýja-Sjálandi rifjuð upp en sá myrti fimmtíu manns í tveimur moskum þann 15. mars. Viðbrögð samfélagsins við þessum voðaverkum hafi falið í sér eindregna höfnun á ofbeldi og hatri. „Í þessu ljósi er það umhugsunarefni að öfl sem ítrekað hafa daðrað við verstu birtingarmyndir kynþáttahaturs og útlendingaandúðar skuli óáreitt fá að skipuleggja námskeið á hóteli í miðri Reykjavík með áherslu á vopnaburð og hermennsku.“ Samtök hernaðarandstæðinga fordæmi því námskeið ESA, sem samtökin kalla fyrirtæki sem meðal annars hafi þjálfað öfgahægrihópa í Úkraínu. Samtökin hvöttu því stjórnendur Grand Hótel til þess að endurskoða ákvörðun sína um að hýsa viðburðinn.Starfsmenn hafi neitað að þjónusta ESA Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir nokkrir starfsmenn hótelsins hafi neitað að veita þjónustu á viðburðinum. Eflaust hafi það haft einhver áhrif. Hann kveðst ánægður með þá ákvörðun að vísa ESA frá.Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur, segir nú þurfi að grípa í taumana.Vísir/eyþór„Ætlum við að normalísera hatursorðræðu?“ Sema Erla Serdar sagði í gær á Facebooksíðu sinni að hernámskeiðið myndi marka tímamót í íslensku samfélagi. Ef af viðburðinum yrði væri hatursorðræða normalíseruð. Hún segir að við vitum öll hvert næsta skrefið í þessu ferli sé. „Það er núna sem við ákveðum sem samfélag hvaða leið við ætlum að fara. Ætlum við, hvort sem við erum fjölmiðlafólk, stjórnmálafólk, embættismenn eða almennir borgarar að láta þetta viðgangast? Ætlum við að normalísera hatursorðræðu með því að halda áfram að dreifa henni, senda óskýr skilaboð og gera fátt annað en að þrengja ákvæði laga um hatursorðræðu og láta íslenska öfgamenn vopnast? Eða ætlum við að taka skýra afstöðu gegn fordómum og hatri, gegn hatursorðræðu og koma í veg fyrir að hatursglæpir fari að færast í aukarnar hér, að mismunun ákveðinna hópa festist í sessi og mismunandi hópar fólks geti ekki búið í sátt og samlyndi. Við berum öll ábyrgð sem þegnar í þessu samfélagi. Það er undir okkur komið hvernig samfélagið okkar er og hvert það stefnir.“
Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Reykjavík Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira