Kim í forystu á fyrsta risamóti ársins 6. apríl 2019 08:09 Kim spilaði vel í gær. Vísir/Getty In-Kyung Kim frá Suður-Kóreu leiðir með þremur höggum eftir fyrstu tvo dagana á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins sem fer fram í Kaliforníu. Hún er á samtals átta höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina. Kim spilaði frábærlega í gær og kom í hús á 65 höggum. Hún fékk alls átta fugla og einn skolla en Kim púttaði einstaklega vel og þurfti aðeins 25 pútt á holunum átján. Hún á sjö sigra að baki á LPGA-mótaröðinni, þar af sigur á Opna breska árið 2017. Hún var hársbreidd frá því að vinna ANA-mótið árið 2012 en missti þá stutt pútt í bráðabana fyrir sigrinum. „Maður getur ekki reiknað með því að allt fari niður,“ sagði hún um púttin sín í dag. „En ég sá línurnar vel og náði að stjórna hraðanum vel.“.@SWEET_IKKIM took advantage of the conditions Friday morning, setting the lead at 8-under before the afternoon wave battled strong winds. We're set up for an exciting #MovingDay at the @ANAinspiration! HIGHLIGHTSpic.twitter.com/pWvk2JZ0PV — LPGA (@LPGA) April 6, 2019 Í öðru sæti er Ástralinn Katherine Kirk sem lék einnig vel í gær. Hún spilaði á 68 höggum og er þremur á eftir Kim á samtals fimm undir pari. Hin bandaríska Lexi Thompson er í 5.-10. sæti á þremur höggum udnir pari, rétt eins og Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans í golfi. Efsti Norðurlandabúinn er Anna Nordqvist frá Svíþjóð sem er ásamt nokkrum öðrum í nítjánda sæti á pari. Hins vegar er landa hennar, Pernilla Lindberg, úr leik þar sem hún missti af niðurskurðinum. Lindberg er ríkjandi meistari á ANA en náði sér ekki á strik í gær. Hún lék á 78 höggum og endaði á sjö höggum yfir pari, tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport 4 í dag. Golf Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
In-Kyung Kim frá Suður-Kóreu leiðir með þremur höggum eftir fyrstu tvo dagana á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins sem fer fram í Kaliforníu. Hún er á samtals átta höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina. Kim spilaði frábærlega í gær og kom í hús á 65 höggum. Hún fékk alls átta fugla og einn skolla en Kim púttaði einstaklega vel og þurfti aðeins 25 pútt á holunum átján. Hún á sjö sigra að baki á LPGA-mótaröðinni, þar af sigur á Opna breska árið 2017. Hún var hársbreidd frá því að vinna ANA-mótið árið 2012 en missti þá stutt pútt í bráðabana fyrir sigrinum. „Maður getur ekki reiknað með því að allt fari niður,“ sagði hún um púttin sín í dag. „En ég sá línurnar vel og náði að stjórna hraðanum vel.“.@SWEET_IKKIM took advantage of the conditions Friday morning, setting the lead at 8-under before the afternoon wave battled strong winds. We're set up for an exciting #MovingDay at the @ANAinspiration! HIGHLIGHTSpic.twitter.com/pWvk2JZ0PV — LPGA (@LPGA) April 6, 2019 Í öðru sæti er Ástralinn Katherine Kirk sem lék einnig vel í gær. Hún spilaði á 68 höggum og er þremur á eftir Kim á samtals fimm undir pari. Hin bandaríska Lexi Thompson er í 5.-10. sæti á þremur höggum udnir pari, rétt eins og Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans í golfi. Efsti Norðurlandabúinn er Anna Nordqvist frá Svíþjóð sem er ásamt nokkrum öðrum í nítjánda sæti á pari. Hins vegar er landa hennar, Pernilla Lindberg, úr leik þar sem hún missti af niðurskurðinum. Lindberg er ríkjandi meistari á ANA en náði sér ekki á strik í gær. Hún lék á 78 höggum og endaði á sjö höggum yfir pari, tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport 4 í dag.
Golf Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira