Trúfélög í áhættumati vegna peningaþvættis Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. apríl 2019 07:15 Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVA Skattsvik eru alvarlegt vandamál hér á landi, að mati Ríkislögreglustjóra sem birti í gær áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í greiningu embættisins kemur fram að meðvitund almennings um skattsvik sé mikil en viðhorf til þessara brota virðist mildara en til annarra brota. Þá séu yfirvöld meðvituð um umfang skattsvika; regluverkið sé viðamikið og fjöldi mála í rannsókn mikill. Þótt almennt eftirlit sé talsvert hafi verið skortur á eftirliti með peningaþvætti hjá þeim fagstéttum sem helst er leitað til þegar dylja á slóð fjármuna. Það er mat ríkislögreglustjóra að töluverð hætta sé á peningaþvætti í þeim tilvikum sem skattsvik er frumbrot. Áhættumat ríkislögreglustjóra leiðir af aðild Íslands að alþjóðlegum aðgerðahópi gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Matið er notað til að gera úrbætur á vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, greina atvinnugreinar eða aðstæður sem fela í sér litla eða miklu hættu, greina hvar þörf er á breytingu á regluverki og vera eftirlitsaðilum til leiðbeiningar. Að mati ríkislögreglustjóra felur einkahlutafélagaformið í sér mikla hættu á misnotkun en önnur félagaform eru líka viðkvæm vegna hættu á misnotkun í þágu brotastarfsemi. Þar á meðal form trú- og lífsskoðunarfélaga þar sem hætta á þvætti ólöglegs ávinnings er umtalsverð að mati embættisins. Skilyrði til stofnunar slíkra félaga eru ekki sérlega ströng og litlar hæfiskröfur gerðar til fyrirsvarsmanna. Ekki eru gerðar miklar kröfur til utanumhalds fjármuna og eftirlit ekki mikið og fremur formlegs eðlis. Þá segir í greiningunni að vegna eðlis þessara félaga eigi fólk af erlendu bergi brotið, eða fólk með tengsl við útlönd, gjarnan aðkomu að þeim og þá eftir atvikum með möguleika til að starfa yfir landamæri. Af þessum sökum sé umrætt félagaform verulega berskjaldað fyrir misnotkun. Á móti komi hins vegar að skráð trú- og lífsskoðunarfélög séu hér á landi og fá mál hafi komið inn á borð yfirvalda þeim tengd. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Trúmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Skattsvik eru alvarlegt vandamál hér á landi, að mati Ríkislögreglustjóra sem birti í gær áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í greiningu embættisins kemur fram að meðvitund almennings um skattsvik sé mikil en viðhorf til þessara brota virðist mildara en til annarra brota. Þá séu yfirvöld meðvituð um umfang skattsvika; regluverkið sé viðamikið og fjöldi mála í rannsókn mikill. Þótt almennt eftirlit sé talsvert hafi verið skortur á eftirliti með peningaþvætti hjá þeim fagstéttum sem helst er leitað til þegar dylja á slóð fjármuna. Það er mat ríkislögreglustjóra að töluverð hætta sé á peningaþvætti í þeim tilvikum sem skattsvik er frumbrot. Áhættumat ríkislögreglustjóra leiðir af aðild Íslands að alþjóðlegum aðgerðahópi gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Matið er notað til að gera úrbætur á vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, greina atvinnugreinar eða aðstæður sem fela í sér litla eða miklu hættu, greina hvar þörf er á breytingu á regluverki og vera eftirlitsaðilum til leiðbeiningar. Að mati ríkislögreglustjóra felur einkahlutafélagaformið í sér mikla hættu á misnotkun en önnur félagaform eru líka viðkvæm vegna hættu á misnotkun í þágu brotastarfsemi. Þar á meðal form trú- og lífsskoðunarfélaga þar sem hætta á þvætti ólöglegs ávinnings er umtalsverð að mati embættisins. Skilyrði til stofnunar slíkra félaga eru ekki sérlega ströng og litlar hæfiskröfur gerðar til fyrirsvarsmanna. Ekki eru gerðar miklar kröfur til utanumhalds fjármuna og eftirlit ekki mikið og fremur formlegs eðlis. Þá segir í greiningunni að vegna eðlis þessara félaga eigi fólk af erlendu bergi brotið, eða fólk með tengsl við útlönd, gjarnan aðkomu að þeim og þá eftir atvikum með möguleika til að starfa yfir landamæri. Af þessum sökum sé umrætt félagaform verulega berskjaldað fyrir misnotkun. Á móti komi hins vegar að skráð trú- og lífsskoðunarfélög séu hér á landi og fá mál hafi komið inn á borð yfirvalda þeim tengd.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Trúmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira