Gunnar Bragi farinn í leyfi frá þingstörfum Andri Eysteinsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. apríl 2019 18:29 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu og hefur Vísir fengið þetta staðfest. Þingmaðurinn sendi tilkynningu um leyfið með tölvupósti til formanna og þingflokkformanna nokkurra flokka á Alþingi á fimmta tímanum í dag en þar kom hvorki fram hvers vegna hann fer í leyfi frá störfum né hversu langt leyfi hann hyggst taka sér. Fram kemur í tölvupóstinum að þau Þorsteinn Sæmundsson og Anna Kolbrún Árnadóttir muni leysa hann af sem þingflokksformann þar til Bergþór Ólason kemur heim en hann er erlendis. Ekki hefur náðst í Gunnar Braga vegna málsins og Þorsteinn sagðist í samtali við Vísi hvorki kunna skýringar á því hvers vegna samflokksmaður hans væri farinn í leyfi né hversu lengi hann hyggst vera frá. Þorsteinn sagðist hins vegar búast við því að halda á þingflokksformennskunni í byrjun næstu viku þar sem Anna Kolbrún er í embættiserindum erlendis. Þá mun varaþingmaður koma inn fyrir Gunnar Braga á mánudaginn en það er Una María Óskarsdóttir. Í samtali við Vísi segir hún ekki ljóst hversu lengi hún verður á þingi og þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna Gunnar Bragi tekur sér leyfi.Gunnar Bragi er einn þingmannanna sex sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis óviðeigandi ummæli falla um samstarfsmenn sína á þingi og aðra nafntogaða einstaklinga í þjóðfélaginu. Í kjölfar þess að upptökurnar af samræðum þingmannanna á Klaustur voru opinberaðar fór Gunnar Bragi í ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Hann settist aftur á þing í janúar síðastliðnum en gerði ekki boð á undan sér, frekar en Bergþór sem einnig hafði farið í ótímabundið leyfi. Mörgum þingmönnum var brugðið við að sjá þá snúa aftur. Þar á meðal var Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, en hún fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins í samræðum þeirra á Klaustur.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. 27. mars 2019 17:58 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu og hefur Vísir fengið þetta staðfest. Þingmaðurinn sendi tilkynningu um leyfið með tölvupósti til formanna og þingflokkformanna nokkurra flokka á Alþingi á fimmta tímanum í dag en þar kom hvorki fram hvers vegna hann fer í leyfi frá störfum né hversu langt leyfi hann hyggst taka sér. Fram kemur í tölvupóstinum að þau Þorsteinn Sæmundsson og Anna Kolbrún Árnadóttir muni leysa hann af sem þingflokksformann þar til Bergþór Ólason kemur heim en hann er erlendis. Ekki hefur náðst í Gunnar Braga vegna málsins og Þorsteinn sagðist í samtali við Vísi hvorki kunna skýringar á því hvers vegna samflokksmaður hans væri farinn í leyfi né hversu lengi hann hyggst vera frá. Þorsteinn sagðist hins vegar búast við því að halda á þingflokksformennskunni í byrjun næstu viku þar sem Anna Kolbrún er í embættiserindum erlendis. Þá mun varaþingmaður koma inn fyrir Gunnar Braga á mánudaginn en það er Una María Óskarsdóttir. Í samtali við Vísi segir hún ekki ljóst hversu lengi hún verður á þingi og þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna Gunnar Bragi tekur sér leyfi.Gunnar Bragi er einn þingmannanna sex sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis óviðeigandi ummæli falla um samstarfsmenn sína á þingi og aðra nafntogaða einstaklinga í þjóðfélaginu. Í kjölfar þess að upptökurnar af samræðum þingmannanna á Klaustur voru opinberaðar fór Gunnar Bragi í ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Hann settist aftur á þing í janúar síðastliðnum en gerði ekki boð á undan sér, frekar en Bergþór sem einnig hafði farið í ótímabundið leyfi. Mörgum þingmönnum var brugðið við að sjá þá snúa aftur. Þar á meðal var Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, en hún fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins í samræðum þeirra á Klaustur.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. 27. mars 2019 17:58 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. 27. mars 2019 17:58