Innlent

Kröfðust aðgerða í loftslagsmálum sjöunda föstudaginn í röð

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Mótmælandinn sjálfur, Jón Sigurðsson, stóð ásamt ungmennunum.
Mótmælandinn sjálfur, Jón Sigurðsson, stóð ásamt ungmennunum. Vísir/Einar
Sjöunda föstudaginn í röð var efnt til mótmæla á Austurvelli þar sem minnt er á ábyrgð stjórnvalda og almennings í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Grunnskóla- og framhaldsskólanemendur ásamt háskólastúdentum hafa sýnt samstöðu með mótmælunum en samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum aðgerðanna hefur þegar verið fundað með umhverfis-, og forsætisráðherra vegna málsins en beðið er eftir fundi með fjármálaráðherra.

Stefnt er svo að því að funda með þingflokkum og fulltrúm sveitarfélaga sem og fulltrúm atvinnulífsins.

Ungmennin krefja stjórnvöld um aðgerðir.Vísir/Einar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×