Hatar þegar fólk segir: „Þú veist ekkert, Jon Snow“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2019 09:03 Kit Harington var gestur Jimmy Fallon í The Tonight Show í gærkvöldi þar sem hann sagðist ekki þola það þegar fólk segði við hann: „You know nothing, Jon Snow“. Sem er fræg setning úr Game of Thrones og virðist sem að leikarinn hafi oft lent í því að fólk sé að segja þetta við hann. Harington fór um víðan völl í viðtalinu við Fallon en hann mun stýra Saturday Night Live um helgina. Hann sagðist hafa verið svolítið stressaður yfir því að stýra þættinum og hafi því hringt í móður sína til að fá stuðning. „Ég hringdi í mömmu mína og hún spurði hvað þetta [SNL] væri. Ég sagði að þetta væri eins og uppistand.“ Móðir hans varð hissa og sagði fannst undarlegt að hann væri að taka að sér grínhlutverk. Stuðningurinn var ekki mikill. Harington staðfesti einnig orðróm um að hann hefði farið í búningasamkvæmi sem Jon Snow. Það var þó góð ástæða fyrir því. Hann staðfesti einnig að hann á styttu af sjálfum sér sem Jon Snow í fullri stærð. Hér að neðan má sjá viðtalið við Harington, smá sprell sem hann og Jimmy Fallon gerðu með gestum þáttarins og kynningarmyndbönd fyrir Saturday Night Live á laugardaginn. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kit Harington var gestur Jimmy Fallon í The Tonight Show í gærkvöldi þar sem hann sagðist ekki þola það þegar fólk segði við hann: „You know nothing, Jon Snow“. Sem er fræg setning úr Game of Thrones og virðist sem að leikarinn hafi oft lent í því að fólk sé að segja þetta við hann. Harington fór um víðan völl í viðtalinu við Fallon en hann mun stýra Saturday Night Live um helgina. Hann sagðist hafa verið svolítið stressaður yfir því að stýra þættinum og hafi því hringt í móður sína til að fá stuðning. „Ég hringdi í mömmu mína og hún spurði hvað þetta [SNL] væri. Ég sagði að þetta væri eins og uppistand.“ Móðir hans varð hissa og sagði fannst undarlegt að hann væri að taka að sér grínhlutverk. Stuðningurinn var ekki mikill. Harington staðfesti einnig orðróm um að hann hefði farið í búningasamkvæmi sem Jon Snow. Það var þó góð ástæða fyrir því. Hann staðfesti einnig að hann á styttu af sjálfum sér sem Jon Snow í fullri stærð. Hér að neðan má sjá viðtalið við Harington, smá sprell sem hann og Jimmy Fallon gerðu með gestum þáttarins og kynningarmyndbönd fyrir Saturday Night Live á laugardaginn.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira