Hafnar því að Seðlabankanum sé stillt upp við vegg og fagnar mínútunum fjörutíu og fimm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 15:53 Ragnar Þór Ingólfsson brosti sínu breiðasta í gærkvöldi þegar samningar voru undirritaðir og svo kynntir í Ráðherrabústaðnum. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það af og frá að verið sé að stilla Seðlabanka Íslands upp við vegg þegar komi að forsendaákvæði nýs kjarasamnings vinnumarkaðs og atvinnurekenda. Ein forsendan er að stýrivextir lækki verulega. Herma heimildir Vísis að lækkunin þurfi að vera komin niður í 3,75% í september 2020. Það sé talan sem aðilar vinnumarkaðarins miði við. Um er að ræða hliðarsamning við kjarasamninginn, sem Kjarninn greindi fyrst frá, sem taka á til endurskoðunar í september 2020. Þá stendur til að miða við lækkun um 0,25 prósentustig til viðbótar svo lækkunin verði orðin eitt prósent og stýrivextirnir, sem nú eru 4,5%, verði 3,5%. Ragnar vill ekkert tjá sig um tölur en segir vissulega eitt af forsenduákvæðum kjarasamningsins að stýrivextirnir lækki verulega.Már Guðmundsson Seðlabankastjóri og kollegar hans í peningastefnunefnd geta áfram tekið sínar sjálfstæðu ákvarðanir, að sögn Ragnars Þórs.Vísir/VilhelmVaxtaákvörðun Seðlabankans sjálfstæð sem fyrr Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í viðtali við Bloomberg að það sé klikkuð hugmynd að stilla Seðlabankanum þannig upp við vegg og gera honum erfiðara fyrir að bregðast við verðbólgu. Ásgeir Jónsson hagfræðingur og Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, tala á svipuðum nótum. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, verið mjög gagnrýninn. „Það er alls ekki verið að stilla Seðlabankanum upp við vegg,“ segir Ragnar Þór. Bankinn sé sjálfstæð stofnun sem taki sínar ákvarðanir. „Ekki frekar en Seðlabankinn sé að stilla verkalýðsforystunni upp við vegg með því að tala fyrir hóflegum samningum og hóta vaxtahækkunum,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðshreyfingin geti gert hvaða forsenduákvæði sem er í samningunum. Verðbólga og efndir stjórnvalda sé þar að finna og sömuleiðis kaupmáttur launa. Allt þetta og fleira geti orðið til þess að kjarasamningum verði sagt upp. „Við erum að gefa töluvert eftir fyrsta árið í krónutölum til að vera undri ákveðnum markmiðum sem Seðlabanki Íslands hefur gefið upp að þurfi að vera til staðar til að lækka vexti.“ Það sé sjálfstæð ákvörðun bankans líkt og aðila vinnumarkaðarins að segja upp samningum.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, virtist ekkert himinlifandi með samningana sem undriritaðir voru í gær. Framkvæmdastjóri Eflingar segir samninginn ásættanlegan.Vísir/VilhelmHrein stytting hjá VR Fram hefur komið að túlkun ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar er æði ólík. ASÍ talar um söguleg tíðindi á meðan Efling gerir lítið úr þeim. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi styttingu vinnuvikunnar. Viðar segir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi fyrir hönd síns félags náð fram raunverulegri styttingu á vinnutíma síns starfsfólks. Það sama sé ekki upp á teningnum hjá almennu verkafólki. Ragnar segir í samtali við Vísi um nokkuð flókið atriði að ræða. Í grunninn þurfi breytingu á vinnuskipulagi til hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins á meðan um sé að ræða hreina styttingu vinnutímans hjá VR.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, kynnti í gærkvöldi þann hluta nýundirritaðra kjarasamninga SGS og SA sem snúa að styttingu vinnuvikunnar. Ekki er um hreina styttingu að ræða líkt og í tilfelli félagsmanna VR.vísir/vilhelmUmtalsverður ávinningur fyrir félagsmenn VR Breytingin taki gildi um áramótin sem gefi liðsmönnum VR tíma og tækifæri til að fara í heilmikla kynningu á breytingunum hjá sínu fólki. Um er að ræða hreina styttingu vinnuvikunnar um 45 mínútur á viku, eða níu mínútur á dag. „Þetta er umtalsverður ávinningur fyrir okkar félagsmenn, bæði skrifstofu- og afgreiðslufólk,“ segir Ragnar Þór. Útfærslan geti verið ólík og þá sérstaklega ef starfsfólk kýs að vinnu kaffitímana líka. Þá geti það hætt á hádegi aðra hverja viku, unnið sér inn frídag eða annað. „Þetta er það sem okkar félagsmenn voru að kalla eftir.“ Kjaramál Seðlabankinn Verkföll 2019 Vinnumarkaður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það af og frá að verið sé að stilla Seðlabanka Íslands upp við vegg þegar komi að forsendaákvæði nýs kjarasamnings vinnumarkaðs og atvinnurekenda. Ein forsendan er að stýrivextir lækki verulega. Herma heimildir Vísis að lækkunin þurfi að vera komin niður í 3,75% í september 2020. Það sé talan sem aðilar vinnumarkaðarins miði við. Um er að ræða hliðarsamning við kjarasamninginn, sem Kjarninn greindi fyrst frá, sem taka á til endurskoðunar í september 2020. Þá stendur til að miða við lækkun um 0,25 prósentustig til viðbótar svo lækkunin verði orðin eitt prósent og stýrivextirnir, sem nú eru 4,5%, verði 3,5%. Ragnar vill ekkert tjá sig um tölur en segir vissulega eitt af forsenduákvæðum kjarasamningsins að stýrivextirnir lækki verulega.Már Guðmundsson Seðlabankastjóri og kollegar hans í peningastefnunefnd geta áfram tekið sínar sjálfstæðu ákvarðanir, að sögn Ragnars Þórs.Vísir/VilhelmVaxtaákvörðun Seðlabankans sjálfstæð sem fyrr Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í viðtali við Bloomberg að það sé klikkuð hugmynd að stilla Seðlabankanum þannig upp við vegg og gera honum erfiðara fyrir að bregðast við verðbólgu. Ásgeir Jónsson hagfræðingur og Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, tala á svipuðum nótum. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, verið mjög gagnrýninn. „Það er alls ekki verið að stilla Seðlabankanum upp við vegg,“ segir Ragnar Þór. Bankinn sé sjálfstæð stofnun sem taki sínar ákvarðanir. „Ekki frekar en Seðlabankinn sé að stilla verkalýðsforystunni upp við vegg með því að tala fyrir hóflegum samningum og hóta vaxtahækkunum,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðshreyfingin geti gert hvaða forsenduákvæði sem er í samningunum. Verðbólga og efndir stjórnvalda sé þar að finna og sömuleiðis kaupmáttur launa. Allt þetta og fleira geti orðið til þess að kjarasamningum verði sagt upp. „Við erum að gefa töluvert eftir fyrsta árið í krónutölum til að vera undri ákveðnum markmiðum sem Seðlabanki Íslands hefur gefið upp að þurfi að vera til staðar til að lækka vexti.“ Það sé sjálfstæð ákvörðun bankans líkt og aðila vinnumarkaðarins að segja upp samningum.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, virtist ekkert himinlifandi með samningana sem undriritaðir voru í gær. Framkvæmdastjóri Eflingar segir samninginn ásættanlegan.Vísir/VilhelmHrein stytting hjá VR Fram hefur komið að túlkun ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar er æði ólík. ASÍ talar um söguleg tíðindi á meðan Efling gerir lítið úr þeim. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi styttingu vinnuvikunnar. Viðar segir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi fyrir hönd síns félags náð fram raunverulegri styttingu á vinnutíma síns starfsfólks. Það sama sé ekki upp á teningnum hjá almennu verkafólki. Ragnar segir í samtali við Vísi um nokkuð flókið atriði að ræða. Í grunninn þurfi breytingu á vinnuskipulagi til hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins á meðan um sé að ræða hreina styttingu vinnutímans hjá VR.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, kynnti í gærkvöldi þann hluta nýundirritaðra kjarasamninga SGS og SA sem snúa að styttingu vinnuvikunnar. Ekki er um hreina styttingu að ræða líkt og í tilfelli félagsmanna VR.vísir/vilhelmUmtalsverður ávinningur fyrir félagsmenn VR Breytingin taki gildi um áramótin sem gefi liðsmönnum VR tíma og tækifæri til að fara í heilmikla kynningu á breytingunum hjá sínu fólki. Um er að ræða hreina styttingu vinnuvikunnar um 45 mínútur á viku, eða níu mínútur á dag. „Þetta er umtalsverður ávinningur fyrir okkar félagsmenn, bæði skrifstofu- og afgreiðslufólk,“ segir Ragnar Þór. Útfærslan geti verið ólík og þá sérstaklega ef starfsfólk kýs að vinnu kaffitímana líka. Þá geti það hætt á hádegi aðra hverja viku, unnið sér inn frídag eða annað. „Þetta er það sem okkar félagsmenn voru að kalla eftir.“
Kjaramál Seðlabankinn Verkföll 2019 Vinnumarkaður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira