Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2019 14:12 Eins og sjá má stórsér á Bjarna Daníel eftir að lögreglan dró hann út úr ráðuneytinu og henti honum og félögum hans út. visir/sigurjón Nokkrir mótmælendur á vegum No Borders voru bornir út úr dómsmálaráðuneytinu í dag. Þau höfðu komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins og fengið sér sæti á gólfinu. Um er að ræða þriðja kyrrsetuverkfallið á þremur dögum. Eins og sjá má á myndinni þá stórsér á einum mótmælenda. Hann heitir Bjarni Daníel. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af atburðum en tökumaður fréttastofu voru á vettvangi.„Já, ég var dreginn fremur ruddalega út af lögreglunni. Ég held að það sé allt í lagi með mig en mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Bjarni Daníel í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvað hann muni gera, hvort hann muni kæra lögregluna fyrir hörku; fyrsta skrefið sé að fara á heilsugæslustöðina og fá áverkavottorð. „Nei, þetta lítur ekkert sérstaklega vel út en ég held nú að það sé í lagi með mig. Lögregla, var líkt og á þriðjudaginn, kölluð til að fjarlægja mótmælendurna sem vilja minna stjórnvöld á að ekki sé hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn. Samtökin hafa þegar fengið fund með forsætisráðuneytinu sem vísaði þeim á dómsmálaráðuneytið.Mótmælendur í ráðuneytinu, áður en lögreglan kom og henti þeim út. Bjarni Daníel segir þá hafa sýnt talsvert meiri hörku nú en í gær, svo virðist sem þeir séu orðnir leiðir á mótmælendunum.visir/jói kBjarni segir að þetta hafi ekki verið neitt sérstaklega þægilegt. Og hann segir að það sé talsvert meiri harka í lögregluliðinu gagnvart sér og mótmælendum en í gær og í fyrradag. „Já, það er eins og það sé extra harka í þeim núna. Eins og þeir séu orðnir svolítið þreyttir á okkur.“ Bjarni Daníel telur að lögreglan hafi verið óþarflega harðhent. Sér í lagi þegar litið er til þess að hann barðist ekkert á móti eftir að lögreglan náði á honum taki. „En, þetta er ekkert alvarlegt. Það er ekkert aðalatriði að ég sé beittir ofbeldi í þetta eina skipti. Smávægilegt í samanburði við það ofbeldi sem flóttafólk má búa við á hverjum degi,“ segir Bjarni Daníel. Þetta sé nú bara einhver skráma sem kom eftir að lögreglan dró hann eftir gangstéttinni. Mótmælendur hafa ekki fengið fund með ráðherra sem komið er. Samtökin hafa fimm kröfur sem flóttafólk vill ræða við dómsmálaráðuneytið um. 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur. 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi. 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annars staðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið býr við.Ummælakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna fjölda meiðandi ummæla. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Fleiri fréttir Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Sjá meira
Nokkrir mótmælendur á vegum No Borders voru bornir út úr dómsmálaráðuneytinu í dag. Þau höfðu komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins og fengið sér sæti á gólfinu. Um er að ræða þriðja kyrrsetuverkfallið á þremur dögum. Eins og sjá má á myndinni þá stórsér á einum mótmælenda. Hann heitir Bjarni Daníel. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af atburðum en tökumaður fréttastofu voru á vettvangi.„Já, ég var dreginn fremur ruddalega út af lögreglunni. Ég held að það sé allt í lagi með mig en mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Bjarni Daníel í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvað hann muni gera, hvort hann muni kæra lögregluna fyrir hörku; fyrsta skrefið sé að fara á heilsugæslustöðina og fá áverkavottorð. „Nei, þetta lítur ekkert sérstaklega vel út en ég held nú að það sé í lagi með mig. Lögregla, var líkt og á þriðjudaginn, kölluð til að fjarlægja mótmælendurna sem vilja minna stjórnvöld á að ekki sé hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn. Samtökin hafa þegar fengið fund með forsætisráðuneytinu sem vísaði þeim á dómsmálaráðuneytið.Mótmælendur í ráðuneytinu, áður en lögreglan kom og henti þeim út. Bjarni Daníel segir þá hafa sýnt talsvert meiri hörku nú en í gær, svo virðist sem þeir séu orðnir leiðir á mótmælendunum.visir/jói kBjarni segir að þetta hafi ekki verið neitt sérstaklega þægilegt. Og hann segir að það sé talsvert meiri harka í lögregluliðinu gagnvart sér og mótmælendum en í gær og í fyrradag. „Já, það er eins og það sé extra harka í þeim núna. Eins og þeir séu orðnir svolítið þreyttir á okkur.“ Bjarni Daníel telur að lögreglan hafi verið óþarflega harðhent. Sér í lagi þegar litið er til þess að hann barðist ekkert á móti eftir að lögreglan náði á honum taki. „En, þetta er ekkert alvarlegt. Það er ekkert aðalatriði að ég sé beittir ofbeldi í þetta eina skipti. Smávægilegt í samanburði við það ofbeldi sem flóttafólk má búa við á hverjum degi,“ segir Bjarni Daníel. Þetta sé nú bara einhver skráma sem kom eftir að lögreglan dró hann eftir gangstéttinni. Mótmælendur hafa ekki fengið fund með ráðherra sem komið er. Samtökin hafa fimm kröfur sem flóttafólk vill ræða við dómsmálaráðuneytið um. 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur. 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi. 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annars staðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið býr við.Ummælakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna fjölda meiðandi ummæla.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Fleiri fréttir Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Sjá meira