Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2019 11:07 Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. Vísir/vilhelm Stytting vinnuvikunnar var á meðal þeirra áfanga sem verkalýðsfélögin knúðu fram í kjarasamningunum sem undirritaðir voru í gærkvöldi. Starfsfólk útfærir hugmyndina með atkvæðagreiðslu inn á hverjum vinnustað fyrir sig. Heimild til styttingar vinnuvikunnar hefur þegar tekið gildi að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Þrátt fyrir að tiltekin útfærsla á styttingu vinnuvikunnar verði ofan á í atkvæðagreiðslu, til dæmis að ljúka störfum fyrir hádegi á föstudegi, getur starfsfólk samið um annað fyrirkomulag við sinn vinnuveitanda sem hentar best hverju sinni.Það er strax búið að kjósa á mínum vinnustað. Það verða þriggja daga helgar tvisvar í mánuði :D https://t.co/WRbuc6jqOf#lifskjarasamningurinn — Andres Jonsson (@andresjons) April 4, 2019 „Það er í rauninni allt opið hvernig útfærslan verður,“ segir Drífa sem fagnar þessum áfanga. Val um styttingu vinnuvikunnar sé næsta skref í framþróun vinnumarkaðarins. „Við höfum keyrt okkur áfram allt of hart og höfum gert um langa hríð. Það hafa skapast forsendur til þess, með aukinni framleiðni og aukinni velsæld, að taka næsta skref í átt að framþróun vinnumarkaðarins,“ segir Drífa.En hvernig ætlar verkalýðshreyfingin að fylgja þessu baráttumáli eftir? Verður það ekkert erfitt?„Þetta verður náttúrulega áskorun en þetta rímar mjög við áherslur okkar um aukið vinnustaðalýðræði; að fólk hafi meira um það að segja um það á vinnustöðum hvernig vinnu þeirra er háttað,“ segir Drífa. Nú reyni á trúnaðarmannakerfið og gott samband. „Þetta krefst þess að það sé gott trúnaðarmannakerfi og að það sé góð tenging á milli vinnustaðanna og verkalýðshreyfingarinnar, stéttarfélagsins,“ segir Drífa. Þetta sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. Aðspurð hvenær val um styttingu vinnuvikunnar taki gildi svarar Drífa því til að hún hafi nú þegar tekið gildi. Það haldi gildi sínu nema kjarasamningunum verði hafnað í atkvæðagreiðslu félagsmanna.Starfsfólk getur valið um fjölmargar útfærslur á styttingu vinnuvikunnar.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, kynnti margvíslegar útfærslur á styttingu vinnuvikunnar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi. Þannig gætu vinnustaðir greitt atkvæði um valkosti á borð við að hætta fyrr á hverjum einasta degi, hætta fyrir hádegi á föstudegi, fá tvo auka frídaga á mánuði og þá verður einnig hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist ef það hentar starfsfólki best.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að heimildin í nýjum kjarasamningi sé sambærileg eldri heimildum og því aðeins um lítilsháttarbreytingu að ræða.Vísir/vilhelmSegir heimildina lítilsháttar breytingu Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í fréttatilkynningu að hinn svokallaði „Lífskjarasamningur“ feli ekki í sér neina tryggingu fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. Samningurinn feli eingöngu í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði einnig afnumdir að hluta eða í heild. Heimildin sé sambærileg eldri heimildum til afmarkaðra vinnutímabreytinga sem þegar voru til staðar í 5. kafla kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins. Viðar segir að heimildir til styttingar vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningi séu aðeins „lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum“ sem þegar hafi verið í kjarasamningi og muni ekki hafa áhrif nema á einstaka vinnustöðum.Mikilvægt framfaraskref fyrir samfélagið Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, rifjar það upp á Facebooksíðu sinni þegar Drífa stakk upp á því við hana að leggja til styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg. Sóley stýrði tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar þar til Magnús Már Guðmundsson tók við. Hún segir að hér sé um að ræða mikilvægt framfaraskref fyrir samfélagið. „Í dag, 5 árum seinna, er Drífa forseti ASÍ, Maggi framkvæmdastjóri BSRB, þúsundir hafa þgear stytt vinnuvikuna í Reykjavík og 36 tíma vinnuvika er komin í kjarasamninga,“ skrifar Sóley sem kveðst vera stolt af því að hafa lagt hönd á plóg. „Svo er þetta líka bara falleg saga sem minnir mig á að það er sannarlega hægt að breyta ef viljinn er fyrir hendi.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar var á meðal þeirra áfanga sem verkalýðsfélögin knúðu fram í kjarasamningunum sem undirritaðir voru í gærkvöldi. Starfsfólk útfærir hugmyndina með atkvæðagreiðslu inn á hverjum vinnustað fyrir sig. Heimild til styttingar vinnuvikunnar hefur þegar tekið gildi að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Þrátt fyrir að tiltekin útfærsla á styttingu vinnuvikunnar verði ofan á í atkvæðagreiðslu, til dæmis að ljúka störfum fyrir hádegi á föstudegi, getur starfsfólk samið um annað fyrirkomulag við sinn vinnuveitanda sem hentar best hverju sinni.Það er strax búið að kjósa á mínum vinnustað. Það verða þriggja daga helgar tvisvar í mánuði :D https://t.co/WRbuc6jqOf#lifskjarasamningurinn — Andres Jonsson (@andresjons) April 4, 2019 „Það er í rauninni allt opið hvernig útfærslan verður,“ segir Drífa sem fagnar þessum áfanga. Val um styttingu vinnuvikunnar sé næsta skref í framþróun vinnumarkaðarins. „Við höfum keyrt okkur áfram allt of hart og höfum gert um langa hríð. Það hafa skapast forsendur til þess, með aukinni framleiðni og aukinni velsæld, að taka næsta skref í átt að framþróun vinnumarkaðarins,“ segir Drífa.En hvernig ætlar verkalýðshreyfingin að fylgja þessu baráttumáli eftir? Verður það ekkert erfitt?„Þetta verður náttúrulega áskorun en þetta rímar mjög við áherslur okkar um aukið vinnustaðalýðræði; að fólk hafi meira um það að segja um það á vinnustöðum hvernig vinnu þeirra er háttað,“ segir Drífa. Nú reyni á trúnaðarmannakerfið og gott samband. „Þetta krefst þess að það sé gott trúnaðarmannakerfi og að það sé góð tenging á milli vinnustaðanna og verkalýðshreyfingarinnar, stéttarfélagsins,“ segir Drífa. Þetta sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. Aðspurð hvenær val um styttingu vinnuvikunnar taki gildi svarar Drífa því til að hún hafi nú þegar tekið gildi. Það haldi gildi sínu nema kjarasamningunum verði hafnað í atkvæðagreiðslu félagsmanna.Starfsfólk getur valið um fjölmargar útfærslur á styttingu vinnuvikunnar.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, kynnti margvíslegar útfærslur á styttingu vinnuvikunnar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi. Þannig gætu vinnustaðir greitt atkvæði um valkosti á borð við að hætta fyrr á hverjum einasta degi, hætta fyrir hádegi á föstudegi, fá tvo auka frídaga á mánuði og þá verður einnig hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist ef það hentar starfsfólki best.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að heimildin í nýjum kjarasamningi sé sambærileg eldri heimildum og því aðeins um lítilsháttarbreytingu að ræða.Vísir/vilhelmSegir heimildina lítilsháttar breytingu Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í fréttatilkynningu að hinn svokallaði „Lífskjarasamningur“ feli ekki í sér neina tryggingu fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. Samningurinn feli eingöngu í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði einnig afnumdir að hluta eða í heild. Heimildin sé sambærileg eldri heimildum til afmarkaðra vinnutímabreytinga sem þegar voru til staðar í 5. kafla kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins. Viðar segir að heimildir til styttingar vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningi séu aðeins „lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum“ sem þegar hafi verið í kjarasamningi og muni ekki hafa áhrif nema á einstaka vinnustöðum.Mikilvægt framfaraskref fyrir samfélagið Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, rifjar það upp á Facebooksíðu sinni þegar Drífa stakk upp á því við hana að leggja til styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg. Sóley stýrði tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar þar til Magnús Már Guðmundsson tók við. Hún segir að hér sé um að ræða mikilvægt framfaraskref fyrir samfélagið. „Í dag, 5 árum seinna, er Drífa forseti ASÍ, Maggi framkvæmdastjóri BSRB, þúsundir hafa þgear stytt vinnuvikuna í Reykjavík og 36 tíma vinnuvika er komin í kjarasamninga,“ skrifar Sóley sem kveðst vera stolt af því að hafa lagt hönd á plóg. „Svo er þetta líka bara falleg saga sem minnir mig á að það er sannarlega hægt að breyta ef viljinn er fyrir hendi.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent