Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 10:53 Þorsteinn Víglundsson hefur miklar áhyggjur af stöðu Seðlabanka Íslands í ljósi nýrra samninga. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur miklar áhyggjur af sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Honum líst ekkert á að krafa um lækkun stýrivaxta sé hluti af nýundirrituðum kjarasamningum. Þorsteinn fagnar þó kjarasamningunum almennt en er þó áhyggjufullur um sjálfstæði Seðlabankans. Samkomulagið var kynnt á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum seint í gærkvöldi þar sem verkalýðsfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld fögnuðu niðurstöðunni. „Það er mikið fagnaðarefni að kjarasamningar hafi náðst á stærstum hluta almenna vinnumarkaðarins. Samningarnir fela í sér umtalsverðar hækkanir eins og við var að búast. Það á eftir að koma í ljóst hvort þeir muni verða stefnumótandi fyrir aðra hópa en hætt er við því að millitekjuhópar á borð við iðnaðarmenn og háskólamenntaða ríkisstarfsmenn muni gera aðrar kröfur,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. Fram hefur komið að ein af forsendum samningsins sé sú að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti. Þeir eru í dag 4,5%. Þorsteinn hefur áhyggjur af því að tengja kjarasamninga við ákvarðanir í bankanum. Það þyki honum verst við samningana að vaxtalækkun sé gerð að forsenduskilyrði. „Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði. Það er ekki gert með því að gera ákvarðanir Seðlabankans að forsendu kjarasamninga. Þvert á móti er með því vegið að sjálfstæði bankans.“ Íslenskir bankar Seðlabankinn Verkföll 2019 Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur miklar áhyggjur af sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Honum líst ekkert á að krafa um lækkun stýrivaxta sé hluti af nýundirrituðum kjarasamningum. Þorsteinn fagnar þó kjarasamningunum almennt en er þó áhyggjufullur um sjálfstæði Seðlabankans. Samkomulagið var kynnt á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum seint í gærkvöldi þar sem verkalýðsfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld fögnuðu niðurstöðunni. „Það er mikið fagnaðarefni að kjarasamningar hafi náðst á stærstum hluta almenna vinnumarkaðarins. Samningarnir fela í sér umtalsverðar hækkanir eins og við var að búast. Það á eftir að koma í ljóst hvort þeir muni verða stefnumótandi fyrir aðra hópa en hætt er við því að millitekjuhópar á borð við iðnaðarmenn og háskólamenntaða ríkisstarfsmenn muni gera aðrar kröfur,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. Fram hefur komið að ein af forsendum samningsins sé sú að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti. Þeir eru í dag 4,5%. Þorsteinn hefur áhyggjur af því að tengja kjarasamninga við ákvarðanir í bankanum. Það þyki honum verst við samningana að vaxtalækkun sé gerð að forsenduskilyrði. „Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði. Það er ekki gert með því að gera ákvarðanir Seðlabankans að forsendu kjarasamninga. Þvert á móti er með því vegið að sjálfstæði bankans.“
Íslenskir bankar Seðlabankinn Verkföll 2019 Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45