Undirritun samninga dregst á langinn Heimir Már Pétursson skrifar 3. apríl 2019 18:28 Stíft hefur verið fundað síðustu daga og vikur í húsakynnum ríkissáttasemjara. vísir/vilhelm Undirritun kjarasamninga um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hefur dregist fram eftir öllum degi. Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. Umtalsverðar breytingar verða gerðar á lögum um verðtryggingu lána og gripið til fjölda annarra aðgerða að hálfu stjórnvalda í tengslum við samningana. Forystufólk nítján félaga Starfsgreinasambandsins og níu félaga innan Landsambands verslunarmanna hefur setið sleitulaust í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna tvo sólarhringa. Ekki tókst að kynna innihald samninga og aðgerðir ríkisstjórnarinnar seinnipartinn í gær eins og til stóð. Gefið var út að stefnt væri að undirritun samninga klukkan 15. Fjölmiðlar biður því fyrir utan skrifstofur ríkissáttasemjara frá því skömmu fyrir 15 eða allt þar til Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, kom fram og tilkynnti að ólíklegt væri að skrifað yrði undir fyrir eða á meðan á kvöldfréttatímar útvarps- og sjónvarpsstöðvanna væru í loftinu, en engu að síður væri stefnt að því að skrifa undir samninga í kvöld. Ýmislegt hefur spurst út um innihald aðgerða stjórnvalda og samninganna. Engin verðtryggð lán verði veitt frá árinu 2020 til lengri tíma en 25 ára. Lágmarkslengd verðtryggðra lána verði tíu ár. Húsnæðisliðurinn verði tekinn úr vísitölu verðtryggðra lána. Ákvæði verða í kjarasamningum um uppsögn þeirra, lækki Seðlabankinn ekki vexti. Skattar verði lækkaðir um níu þúsund krónur á mánuði hjá lágtekjufólki. Lægstu laun hækki um 90 þúsund krónur á mánuði á þremur árum en almenn hækkun verði 70 þúsund krónur á mánuði. Þá verði vinnuvikan stytt en það ráðist af útfærslu á hverjum vinnustað. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti forseti Alþýðusambandsins, hafði þetta að segja um væntanlega samninga í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrulega alltaf þannig, eins og er í kjarasamningsgerð með aðkomu stjórnvalda, að alltaf vill maður meira. En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira en við höfum séð áður. Það er bara einfaldlega þannig,“ segir Vilhjálmur. Ríkisstjórnin mun ekki kynna innihald sinna aðgerða fyrr en skrifað hefur verið undir samningana. Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Vilja ekki fara sér óðslega Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. 3. apríl 2019 18:27 Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Halldór segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. 3. apríl 2019 09:49 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Undirritun kjarasamninga um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hefur dregist fram eftir öllum degi. Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. Umtalsverðar breytingar verða gerðar á lögum um verðtryggingu lána og gripið til fjölda annarra aðgerða að hálfu stjórnvalda í tengslum við samningana. Forystufólk nítján félaga Starfsgreinasambandsins og níu félaga innan Landsambands verslunarmanna hefur setið sleitulaust í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna tvo sólarhringa. Ekki tókst að kynna innihald samninga og aðgerðir ríkisstjórnarinnar seinnipartinn í gær eins og til stóð. Gefið var út að stefnt væri að undirritun samninga klukkan 15. Fjölmiðlar biður því fyrir utan skrifstofur ríkissáttasemjara frá því skömmu fyrir 15 eða allt þar til Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, kom fram og tilkynnti að ólíklegt væri að skrifað yrði undir fyrir eða á meðan á kvöldfréttatímar útvarps- og sjónvarpsstöðvanna væru í loftinu, en engu að síður væri stefnt að því að skrifa undir samninga í kvöld. Ýmislegt hefur spurst út um innihald aðgerða stjórnvalda og samninganna. Engin verðtryggð lán verði veitt frá árinu 2020 til lengri tíma en 25 ára. Lágmarkslengd verðtryggðra lána verði tíu ár. Húsnæðisliðurinn verði tekinn úr vísitölu verðtryggðra lána. Ákvæði verða í kjarasamningum um uppsögn þeirra, lækki Seðlabankinn ekki vexti. Skattar verði lækkaðir um níu þúsund krónur á mánuði hjá lágtekjufólki. Lægstu laun hækki um 90 þúsund krónur á mánuði á þremur árum en almenn hækkun verði 70 þúsund krónur á mánuði. Þá verði vinnuvikan stytt en það ráðist af útfærslu á hverjum vinnustað. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti forseti Alþýðusambandsins, hafði þetta að segja um væntanlega samninga í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrulega alltaf þannig, eins og er í kjarasamningsgerð með aðkomu stjórnvalda, að alltaf vill maður meira. En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira en við höfum séð áður. Það er bara einfaldlega þannig,“ segir Vilhjálmur. Ríkisstjórnin mun ekki kynna innihald sinna aðgerða fyrr en skrifað hefur verið undir samningana.
Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Vilja ekki fara sér óðslega Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. 3. apríl 2019 18:27 Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Halldór segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. 3. apríl 2019 09:49 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Vilja ekki fara sér óðslega Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. 3. apríl 2019 18:27
Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Halldór segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. 3. apríl 2019 09:49