Vilja ekki fara sér óðslega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í viðtali hjá Reykjavík síðdegis að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. „Það sem er jákvætt í þessu er að við erum raunverulega að klára þetta. Það er ekki verið að rjúka fram með einhverjar yfirlýsingar eða hálfkveðnar vísur. Við bara erum að klára þetta. Þetta er mjög langt komið,“ segir Ragnar. Sá þáttur sem lýtur að VR er nánast tilbúinn að sögn Ragnars. Nú sé verið að lesa yfir textann og klára smáatriði. „Ég veit ekki nákvæmlega hver staðan er hjá Starfsgreinafélögunum. En við erum rétt á lokametrunum Verslunarmenn og ég reikna með að þetta sé að nálgast líka hjá hinum. Það er ekkert bakslag þetta tekur bara tíma.“ Ragnar segir að samningurinn muni gilda til nóvembermánaðar árið 2022. Þá séu mörg atriði inn í hinum svokallaða „lífskjarapakka“ stjórnvalda sem komi til framkvæmda yfir tiltekin tímabil. „Gríðarlega mörg atriði og ég þyrfti að hafa tölvu fyrir framan mig til að geta lesið þau öll upp.“ Aðspurður hvort fyrirvarar séu gerðir í samningnum svarar Ragnar: „Þetta eru samningar sem eru um ákveðna sviðsmynd inn í nánustu framtíð og næstu ár og fyrirvararnir sem við gerum í samningnum snúast um þá sviðsmynd sem við erum að reyna að ná fram í þessum samningum.“ Ragnar segist ekki treysta sér í að nefna neina tímasetningu. „Við munum skrifa undir og við munum klára þetta hvort sem það verður eftir klukkutíma, tvo eða þrjá. Ég get bara ekki lengur sett mér einhver tímamörk af því að tímamörkin sem við höfum gefið okkur hingað til hafa ekki staðist.“ Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir. 3. apríl 2019 17:06 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 3. apríl 2019 16:28 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í viðtali hjá Reykjavík síðdegis að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. „Það sem er jákvætt í þessu er að við erum raunverulega að klára þetta. Það er ekki verið að rjúka fram með einhverjar yfirlýsingar eða hálfkveðnar vísur. Við bara erum að klára þetta. Þetta er mjög langt komið,“ segir Ragnar. Sá þáttur sem lýtur að VR er nánast tilbúinn að sögn Ragnars. Nú sé verið að lesa yfir textann og klára smáatriði. „Ég veit ekki nákvæmlega hver staðan er hjá Starfsgreinafélögunum. En við erum rétt á lokametrunum Verslunarmenn og ég reikna með að þetta sé að nálgast líka hjá hinum. Það er ekkert bakslag þetta tekur bara tíma.“ Ragnar segir að samningurinn muni gilda til nóvembermánaðar árið 2022. Þá séu mörg atriði inn í hinum svokallaða „lífskjarapakka“ stjórnvalda sem komi til framkvæmda yfir tiltekin tímabil. „Gríðarlega mörg atriði og ég þyrfti að hafa tölvu fyrir framan mig til að geta lesið þau öll upp.“ Aðspurður hvort fyrirvarar séu gerðir í samningnum svarar Ragnar: „Þetta eru samningar sem eru um ákveðna sviðsmynd inn í nánustu framtíð og næstu ár og fyrirvararnir sem við gerum í samningnum snúast um þá sviðsmynd sem við erum að reyna að ná fram í þessum samningum.“ Ragnar segist ekki treysta sér í að nefna neina tímasetningu. „Við munum skrifa undir og við munum klára þetta hvort sem það verður eftir klukkutíma, tvo eða þrjá. Ég get bara ekki lengur sett mér einhver tímamörk af því að tímamörkin sem við höfum gefið okkur hingað til hafa ekki staðist.“
Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir. 3. apríl 2019 17:06 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 3. apríl 2019 16:28 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10
Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir. 3. apríl 2019 17:06
Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01
Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 3. apríl 2019 16:28