Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 19:16 Til stóð að kynna sameiginlega yfirlýsingu vinnumarkaðarins og stjórnvalda í Ráðherrabústaðnum í kvöld en ekkert varð úr þeim fundi þar sem verkalýðshreyfingin vildi komast lengra í kjarasamningagerð áður en að því kæmi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu rétt í þessu. Á blaðamannafundinum átti að kynna aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum og megin línur kjarasamninga. Katrín sagði stjórnvöld hafa nýtt allan daginn til að reka smiðshögg á vinnu sem varðar yfirlýsingu stjórnvalda og var meðal annars fundað með fulltrúum ASÍ og opinbera markaðarins. Er ætlunin að umfang aðgerða verði með þeim hætti að þær hafi áhrif efnahagslega og félagslega til lengri tíma. Hún sagði þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar byggja að miklu leyti á því sem áður hefur verið kynnt til sögunnar. Þar á meðal húsnæðismál, tillögur í skattamálum þannig að þær komi sem flestum að notum. Um sé að ræða gríðarlega réttlætistillögur að mati Katrínar sem nefndi þar þriggja þrepa skattkerfi. Katrín sagði ríkisstjórnina vilja koma sérstaklega til móts við ungt barnafólk en tekjusagan sýni að sá hópur hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Þá sagði hún það yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr vægi verðtryggingar hér á landi og séu allir sem komi að þessum tillögum sammála um mikilvægi þess að skoða skilyrði fyrir lægri vöxtum. Þeir sem ekki komast inn á fasteignamarkað eru einnig hópur sem stjórnvöld horfa til en Katrín lagði áherslu á að þessi yfirlýsing, sem stendur til að kynna, hafi orðið til á undanförnum mánuði í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Hún sagðist hafa fulla trú á því að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að kynna komi til með að liðka fyrir kjaraviðræðum og vonaðist til að deiluaðilar í yfirstandandi kjaraviðræðum nái saman. Alþingi Verkföll 2019 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Til stóð að kynna sameiginlega yfirlýsingu vinnumarkaðarins og stjórnvalda í Ráðherrabústaðnum í kvöld en ekkert varð úr þeim fundi þar sem verkalýðshreyfingin vildi komast lengra í kjarasamningagerð áður en að því kæmi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu rétt í þessu. Á blaðamannafundinum átti að kynna aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum og megin línur kjarasamninga. Katrín sagði stjórnvöld hafa nýtt allan daginn til að reka smiðshögg á vinnu sem varðar yfirlýsingu stjórnvalda og var meðal annars fundað með fulltrúum ASÍ og opinbera markaðarins. Er ætlunin að umfang aðgerða verði með þeim hætti að þær hafi áhrif efnahagslega og félagslega til lengri tíma. Hún sagði þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar byggja að miklu leyti á því sem áður hefur verið kynnt til sögunnar. Þar á meðal húsnæðismál, tillögur í skattamálum þannig að þær komi sem flestum að notum. Um sé að ræða gríðarlega réttlætistillögur að mati Katrínar sem nefndi þar þriggja þrepa skattkerfi. Katrín sagði ríkisstjórnina vilja koma sérstaklega til móts við ungt barnafólk en tekjusagan sýni að sá hópur hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Þá sagði hún það yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr vægi verðtryggingar hér á landi og séu allir sem komi að þessum tillögum sammála um mikilvægi þess að skoða skilyrði fyrir lægri vöxtum. Þeir sem ekki komast inn á fasteignamarkað eru einnig hópur sem stjórnvöld horfa til en Katrín lagði áherslu á að þessi yfirlýsing, sem stendur til að kynna, hafi orðið til á undanförnum mánuði í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Hún sagðist hafa fulla trú á því að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að kynna komi til með að liðka fyrir kjaraviðræðum og vonaðist til að deiluaðilar í yfirstandandi kjaraviðræðum nái saman.
Alþingi Verkföll 2019 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira