Söguðu og brutu niður tré í Skorradal í leyfisleysi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. apríl 2019 16:02 Starfsmenn Vegagerðarinnar söguðu og brutu niður tré sem talið er að gætu eft snjómokstur á svæðinu Aðsend Sumarhúsaeigendur í Skorradal eru verulega ósáttir við framferði Vegagerðarinnar en svo virðist sem starfsmenn stofnunarinnar hafi brotið og sagað niður tré sem standa meðfram veginum inn í dalinn. Verst er ástandið við veginn í landi Háafells og Fitja og sagði Ólafur Tryggvason, einn sumarhúsaeiganda í samtali við fréttastofu, að hvorki sumarhúsaeigendur né landeigandi hafi verið upplýstir um að Vegagerðin hafi ætlað að ráðast í slíkar framkvæmdir. Ólafur segir að rétt sé að tré hafi vaxið inn á veginn á liðinum árum en að aldrei hafi Vegagerðin ráðist í að saga niður tré á svæðinu áður. Skógurinn er viðkvæmur og réttara hefði verið að bæði landeigandi og sumarhúsaeigendur hefðu verið upplýstir áður svo hægt hefði verið að gera ráðstafanir. Skógurinn er viðkvæm náttúruperla sem ber að ganga vel um.Þessi tré áttu að hafa vaxið inn á veginn í landi FitjahlíðarAðsendÓlafur segir að fyrr í vetur hafi komið athugasemdir frá stofnuninni um hluti sem gætu heft snjómokstur á svæðinu og að öllum þeim hlutum sem voru á lista hafi verið kippt í liðinn tafarlaust. Hann segir að raun hafi verið unnin skemmdarverk á skóginum í óleyfi og að tilefnislausu. Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi og Vestfjörðum staðfesti í samtali við fréttastofu að starfsmenn á vegum stofnunarinnar verið að verki. Hann hafi fengið upplýsingar um málið um nýliðna helgi og að málið væri til skoðunar. Hann gat ekki sagt til um hvort landeiganda eða sumarhúaeigendum hafi verið gert viðvart áður og hvort þeim hafi verið gefið tækifæri til þess að gera úrbætur en að það væri eitt af því sem væri til skoðunar. Hann sagði að þegar myndir sem voru teknar af skemmdum hafi verki starfsmanna Vegagerðarinnar ekki verið lokið. Hann sagði það vilja stofnunarinnar að leysa málið með sumarhúsa- og landeigendum. Hér voru tré sem uxu inn á veginn og hömluðu snjómokstri að mati Vegagerðarinnar.AðsendSvo virðist sem sum tréin hafi verið brotin niðurAðsend Samgöngur Skorradalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sumarhúsaeigendur í Skorradal eru verulega ósáttir við framferði Vegagerðarinnar en svo virðist sem starfsmenn stofnunarinnar hafi brotið og sagað niður tré sem standa meðfram veginum inn í dalinn. Verst er ástandið við veginn í landi Háafells og Fitja og sagði Ólafur Tryggvason, einn sumarhúsaeiganda í samtali við fréttastofu, að hvorki sumarhúsaeigendur né landeigandi hafi verið upplýstir um að Vegagerðin hafi ætlað að ráðast í slíkar framkvæmdir. Ólafur segir að rétt sé að tré hafi vaxið inn á veginn á liðinum árum en að aldrei hafi Vegagerðin ráðist í að saga niður tré á svæðinu áður. Skógurinn er viðkvæmur og réttara hefði verið að bæði landeigandi og sumarhúsaeigendur hefðu verið upplýstir áður svo hægt hefði verið að gera ráðstafanir. Skógurinn er viðkvæm náttúruperla sem ber að ganga vel um.Þessi tré áttu að hafa vaxið inn á veginn í landi FitjahlíðarAðsendÓlafur segir að fyrr í vetur hafi komið athugasemdir frá stofnuninni um hluti sem gætu heft snjómokstur á svæðinu og að öllum þeim hlutum sem voru á lista hafi verið kippt í liðinn tafarlaust. Hann segir að raun hafi verið unnin skemmdarverk á skóginum í óleyfi og að tilefnislausu. Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi og Vestfjörðum staðfesti í samtali við fréttastofu að starfsmenn á vegum stofnunarinnar verið að verki. Hann hafi fengið upplýsingar um málið um nýliðna helgi og að málið væri til skoðunar. Hann gat ekki sagt til um hvort landeiganda eða sumarhúaeigendum hafi verið gert viðvart áður og hvort þeim hafi verið gefið tækifæri til þess að gera úrbætur en að það væri eitt af því sem væri til skoðunar. Hann sagði að þegar myndir sem voru teknar af skemmdum hafi verki starfsmanna Vegagerðarinnar ekki verið lokið. Hann sagði það vilja stofnunarinnar að leysa málið með sumarhúsa- og landeigendum. Hér voru tré sem uxu inn á veginn og hömluðu snjómokstri að mati Vegagerðarinnar.AðsendSvo virðist sem sum tréin hafi verið brotin niðurAðsend
Samgöngur Skorradalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira