1,3 milljarðar í rekstrarafgang hjá Kópavogsbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 14:55 Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. Fréttablaðið/Anton Brink Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar á árinu 2018 nam 1,3 milljörðum króna. Er það betri afkoma en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun þar sem áætlað var að afgangurinn yrði 798 milljónir króna. Í tilkynningu bæjarins vegna ársreiknings hans segir að skuldahlutfall hafi verið 108 prósent í árslok 2018 og haf þannig lækkað úr 133 prósentum frá árslokum 2017. „Afkoma bæjarins er helmingi betri en við höfðum reiknað með sem sýnir enn og aftur hversu sterkur rekstur bæjarins er. Þessi niðurstaða er einkar ánægjuleg í ljósi þess að við lækkuðum fasteignaskatta- og gjöld á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Við erum líka með útsvar undir lögbundnu hámarki og höfum ekki hækkað gjaldskrár í samræmi við kostnaðarhækkanir. Í Kópavogi hafa verið ýmis konar umsvifamiklar framkvæmdir en við höfum ekki tekið nein lán fyrir þeim framkvæmdum. Það eru hins vegar blikur á lofti og engin vafi á því að rekstur sveitarfélaga verður erfiðari í ár en í fyrra. Fall Wow Air og annar fyrirséður samdráttur í ferðaþjónustu hefur áhrif bæði á skatttekjur og velferðarútgjöld. Því er mikilvægt að sýna skynsemi og aðhald í rekstri,“ er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra, í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að fjárfest hafi verið fyrir 3,6 milljarða í eigum bæjarins en stærsta einstaka framkvæmdin var bygging nýs íþróttahúss við Vatnsendaskóla sem nýtist bæði skólanum og íþróttafélaginu Gerplu. Þá voru vaxtaberandi skuldir í ársreikningi 2018 30,8 milljarðar. Ekki voru tekin ný lán á árinu 2018 fyrir framkvæmdum og alls greiddir 3,2 milljarðar í afborganir lána. Kópavogur Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar á árinu 2018 nam 1,3 milljörðum króna. Er það betri afkoma en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun þar sem áætlað var að afgangurinn yrði 798 milljónir króna. Í tilkynningu bæjarins vegna ársreiknings hans segir að skuldahlutfall hafi verið 108 prósent í árslok 2018 og haf þannig lækkað úr 133 prósentum frá árslokum 2017. „Afkoma bæjarins er helmingi betri en við höfðum reiknað með sem sýnir enn og aftur hversu sterkur rekstur bæjarins er. Þessi niðurstaða er einkar ánægjuleg í ljósi þess að við lækkuðum fasteignaskatta- og gjöld á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Við erum líka með útsvar undir lögbundnu hámarki og höfum ekki hækkað gjaldskrár í samræmi við kostnaðarhækkanir. Í Kópavogi hafa verið ýmis konar umsvifamiklar framkvæmdir en við höfum ekki tekið nein lán fyrir þeim framkvæmdum. Það eru hins vegar blikur á lofti og engin vafi á því að rekstur sveitarfélaga verður erfiðari í ár en í fyrra. Fall Wow Air og annar fyrirséður samdráttur í ferðaþjónustu hefur áhrif bæði á skatttekjur og velferðarútgjöld. Því er mikilvægt að sýna skynsemi og aðhald í rekstri,“ er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra, í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að fjárfest hafi verið fyrir 3,6 milljarða í eigum bæjarins en stærsta einstaka framkvæmdin var bygging nýs íþróttahúss við Vatnsendaskóla sem nýtist bæði skólanum og íþróttafélaginu Gerplu. Þá voru vaxtaberandi skuldir í ársreikningi 2018 30,8 milljarðar. Ekki voru tekin ný lán á árinu 2018 fyrir framkvæmdum og alls greiddir 3,2 milljarðar í afborganir lána.
Kópavogur Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira