Reykjaneshöfn stendur ekki undir sér óbreytt Sveinn Arnarsson skrifar 18. apríl 2019 08:45 Reykjaneshöfn þykir ekki rekstrarhæf að óbreyttu. Fréttablaðið/Anton Reykjaneshöfn er ekki rekstrarhæf að óbreyttu að mati hafnarstjóra en höfnin var rekin með 44 milljóna króna tapi í fyrra þrátt fyrir að Reykjanesbær hafi fengið leyfi sveitarstjórnarráðuneytisins til að leggja inn 191 milljónar króna framlag til hafnarinnar. Fjármagnsliðir, það eru greiðslur vaxtaberandi skulda, námu 348 milljónum króna í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og vexti var hins vegar aðeins 158 milljónir og hrökkva þær skammt til að höfnin eigi fyrir skuldum. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri segir höfnina ekki rekstrarhæfa að óbreyttu. „Reksturinn sjálfur stendur þannig séð undir sér. Tekjur hafnarinnar eru um 160 milljónum króna hærri en gjöldin og því framlegðin ágæt. Hins vegar eru vaxtaberandi skuldir hafnarinnar þannig að úr þarf að bæta,“ segir Halldór Karl. Til að reksturinn borgi sig þarf að reyna að lækka skuldirnar með einhverjum ráðum eða hækka tekjur hafnarinnar.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir Reykjanesbæ hafa fengið leyfi frá ráðuneyti sveitarstjórnarmála til að leggja höfninni til 191 milljón króna til að laga reksturinn. Þrátt fyrir það var höfnin rekin með 44 milljóna króna tapi. „Okkar eina von til að þetta gangi er að auka tekjur hafnarinnar með aukinni skipakomu og upp- eða útskipun verðmæta frá höfninni. Þetta er búið að vera svona í langan tíma en við vonum að á næstu árum verði hægt að snúa taflinu við,“ segir Kjartan Már. „Tekjur hafnarinnar standa undir venjulegum rekstri en skuldirnar eru það sem sligar reksturinn of mikið.“ Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega hafnir sveitarfélaga ekki vera reknar með tapi í þrjú ár í röð. Ef það gerist þarf sveitarfélagið að taka reksturinn yfir og færa hann yfir úr B-hluta rekstursins. Reykjaneshöfn hefur í fjölda ára verið rekin með tapi en Kjartan segir sveitarstjórnarráðuneytið veita þeim leyfi til að halda þessu áfram í að minnsta kosti þrjú ár í viðbót. „Við höfum fengið leyfi frá ráðuneytinu til þess að halda áfram og vonum að reksturinn batni á næstu þremur árum. Einnig fengum við leyfi ráðuneytisins til að setja inn í reksturinn 191 milljón króna til að greiða skuldir hafnarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Reykjaneshöfn er ekki rekstrarhæf að óbreyttu að mati hafnarstjóra en höfnin var rekin með 44 milljóna króna tapi í fyrra þrátt fyrir að Reykjanesbær hafi fengið leyfi sveitarstjórnarráðuneytisins til að leggja inn 191 milljónar króna framlag til hafnarinnar. Fjármagnsliðir, það eru greiðslur vaxtaberandi skulda, námu 348 milljónum króna í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og vexti var hins vegar aðeins 158 milljónir og hrökkva þær skammt til að höfnin eigi fyrir skuldum. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri segir höfnina ekki rekstrarhæfa að óbreyttu. „Reksturinn sjálfur stendur þannig séð undir sér. Tekjur hafnarinnar eru um 160 milljónum króna hærri en gjöldin og því framlegðin ágæt. Hins vegar eru vaxtaberandi skuldir hafnarinnar þannig að úr þarf að bæta,“ segir Halldór Karl. Til að reksturinn borgi sig þarf að reyna að lækka skuldirnar með einhverjum ráðum eða hækka tekjur hafnarinnar.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir Reykjanesbæ hafa fengið leyfi frá ráðuneyti sveitarstjórnarmála til að leggja höfninni til 191 milljón króna til að laga reksturinn. Þrátt fyrir það var höfnin rekin með 44 milljóna króna tapi. „Okkar eina von til að þetta gangi er að auka tekjur hafnarinnar með aukinni skipakomu og upp- eða útskipun verðmæta frá höfninni. Þetta er búið að vera svona í langan tíma en við vonum að á næstu árum verði hægt að snúa taflinu við,“ segir Kjartan Már. „Tekjur hafnarinnar standa undir venjulegum rekstri en skuldirnar eru það sem sligar reksturinn of mikið.“ Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega hafnir sveitarfélaga ekki vera reknar með tapi í þrjú ár í röð. Ef það gerist þarf sveitarfélagið að taka reksturinn yfir og færa hann yfir úr B-hluta rekstursins. Reykjaneshöfn hefur í fjölda ára verið rekin með tapi en Kjartan segir sveitarstjórnarráðuneytið veita þeim leyfi til að halda þessu áfram í að minnsta kosti þrjú ár í viðbót. „Við höfum fengið leyfi frá ráðuneytinu til þess að halda áfram og vonum að reksturinn batni á næstu þremur árum. Einnig fengum við leyfi ráðuneytisins til að setja inn í reksturinn 191 milljón króna til að greiða skuldir hafnarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira