Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Kristján Már Unnarsson skrifar 17. apríl 2019 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við munna Dýrafjarðarganga í dag. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis, og aðeins liðu nítján mánuðir frá fyrstu sprengingu til þeirrar síðustu í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum. Sýnt var frá gegnumslaginu í fréttum Stöðvar 2. Stuðmannalagið „Slá í gegn“, sem Karlakórinn Ernir söng við athöfnina, þótti hæfa tilefninu, að vísu með breyttum og staðfærðum texta, sem sjá má hér.Karlakórinn Ernir syngur "slá í gegn" inni í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Um þrjúhundruð manns mættu til að fylgjast með og eftirvæntingin skein úr andlitum viðstaddra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, sprengdu síðasta haftið, en Hreinn var með þeim fyrstu sem komu að verkinu sem ungur jarðfræðingur árið 1983 að rannsaka heppilegt jarðgangastæði.Síðasta haftið sprengt, aðeins nítján mánuðum eftir fyrstu sprengingu.St0öð 2/Sigurjón Ólason.-Það hefur gengið á ýmsu í jarðgangagerð og menn eru tiltölulega nýlega búnir að klára Vaðlaheiðargöng, sem fóru framúr í tíma og öllu. En hérna, menn hafa sjaldan séð annað eins hérna? „Þetta er eiginlega alveg stórkostlegt verkefni og hefur gengið ótrúlega hratt og vel, - og kannski sönnun þess að síðasta verkefni, ónefnt, hafi verið frekar undantekningin frá því sem við höfum ellegar séð. En verktakarnir hér, og allt sem við höfum séð, er aldeilis frábært,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Dýrafjarðargöngin stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra og leysa af Hrafnseyrarheiði.Grafík/Tótla.Dýrafjarðargöngum fylgir mikil samgöngubót. Þau leysa af einhvern erfiðasta fjallveg landsins, Hrafnseyrarheiði, og stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Og við sáum ekki betur en að það væri flaggað á Ísafirði og víðar á Vestfjörðum í dag. „Já, þetta er bara hátíðleg stund. Það er hátíð í bæ og það er hátíð í heilum fjórðungi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er ólýsanlegt. Maður er búinn að hitta svo marga í dag sem hafa einmitt sagt: Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag sem við hófum framkvæmdir. Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag þegar þetta var draumsýn, þegar þetta var eitthvað sem menn voru að horfa á tuttugu ár fram í tímann. Þeir myndu ekki lifa þetta,“ sagði bæjarstjórinn. Menn telja að sjaldan eða aldrei hafi jarðgangagerð hérlendis gengið jafn vel og þessi. Verktakarnir Metrostav og Suðurverk rufu haftið tveimur mánuðum á undan áætlun. Það er samt mikið enn eftir.Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við erum á undan áætlun og ég vona bara að hún geti haldist,“ sagði Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks. Þegar spurt er hvenær göngin verði opnuð fyrir almenna umferð, þá nefndi ráðherrann ákveðna dagsetningu í dag, 14. september 2020. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum Síðasta haftið sprengt. 17. apríl 2019 16:34 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis, og aðeins liðu nítján mánuðir frá fyrstu sprengingu til þeirrar síðustu í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum. Sýnt var frá gegnumslaginu í fréttum Stöðvar 2. Stuðmannalagið „Slá í gegn“, sem Karlakórinn Ernir söng við athöfnina, þótti hæfa tilefninu, að vísu með breyttum og staðfærðum texta, sem sjá má hér.Karlakórinn Ernir syngur "slá í gegn" inni í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Um þrjúhundruð manns mættu til að fylgjast með og eftirvæntingin skein úr andlitum viðstaddra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, sprengdu síðasta haftið, en Hreinn var með þeim fyrstu sem komu að verkinu sem ungur jarðfræðingur árið 1983 að rannsaka heppilegt jarðgangastæði.Síðasta haftið sprengt, aðeins nítján mánuðum eftir fyrstu sprengingu.St0öð 2/Sigurjón Ólason.-Það hefur gengið á ýmsu í jarðgangagerð og menn eru tiltölulega nýlega búnir að klára Vaðlaheiðargöng, sem fóru framúr í tíma og öllu. En hérna, menn hafa sjaldan séð annað eins hérna? „Þetta er eiginlega alveg stórkostlegt verkefni og hefur gengið ótrúlega hratt og vel, - og kannski sönnun þess að síðasta verkefni, ónefnt, hafi verið frekar undantekningin frá því sem við höfum ellegar séð. En verktakarnir hér, og allt sem við höfum séð, er aldeilis frábært,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Dýrafjarðargöngin stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra og leysa af Hrafnseyrarheiði.Grafík/Tótla.Dýrafjarðargöngum fylgir mikil samgöngubót. Þau leysa af einhvern erfiðasta fjallveg landsins, Hrafnseyrarheiði, og stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Og við sáum ekki betur en að það væri flaggað á Ísafirði og víðar á Vestfjörðum í dag. „Já, þetta er bara hátíðleg stund. Það er hátíð í bæ og það er hátíð í heilum fjórðungi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er ólýsanlegt. Maður er búinn að hitta svo marga í dag sem hafa einmitt sagt: Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag sem við hófum framkvæmdir. Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag þegar þetta var draumsýn, þegar þetta var eitthvað sem menn voru að horfa á tuttugu ár fram í tímann. Þeir myndu ekki lifa þetta,“ sagði bæjarstjórinn. Menn telja að sjaldan eða aldrei hafi jarðgangagerð hérlendis gengið jafn vel og þessi. Verktakarnir Metrostav og Suðurverk rufu haftið tveimur mánuðum á undan áætlun. Það er samt mikið enn eftir.Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við erum á undan áætlun og ég vona bara að hún geti haldist,“ sagði Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks. Þegar spurt er hvenær göngin verði opnuð fyrir almenna umferð, þá nefndi ráðherrann ákveðna dagsetningu í dag, 14. september 2020. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum Síðasta haftið sprengt. 17. apríl 2019 16:34 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45