Óttast handtöku fyrir að keppa í stuttbuxum og hlýrabol Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. apríl 2019 16:00 Sadaf Khadem í bardaganum um helgina mynd/bbc/reuters Fyrsta íranska konan til þess að keppa í hnefaleikum hættir sér ekki til heimalandsins vegna þess að búið sé að gefa út handtökuskipan á hana. Sadaf Khadem vann hina frönsku Anne Chauvin í hnefaleikabardaga um helgina og varð um leið fyrsta konan frá Íran til þess að keppa í opinberum hnefaleikabardaga. Hún ætlaði að ferðast aftur til heimalandsins í vikunni en hætti við það eftir að hún komst að því að búið væri að gefa út handtökuskipan á hana. BBC greinir frá þessu en írönsk stjórnvöld hafa ekki staðfest að hvort handtökuskipan hafi í raun verið gefin út. „Ég barðist í löglegum bardaga í Frakklandi. En þar sem ég var í stuttbuxum og bol, sem heimsbyggðinni finnst fullkomlega eðlilegt, braut ég gegn reglum heimalandsins,“ sagði Khadem við franska blaðið L'Equipe. „Ég var ekki með hijab og ég er þjálfuð af karlmanni. Sumir sjá þetta mjög svörtum augum.“ Íranska hnefaleikasambandið sagði í tilkynningu á mánudag að það hafi ekki skipulagt neina bardaga fyrir konur en sé ekki ábyrgt fyrir gjörðum einstakra hnefaleikakappa. Hins vegar ítrekaði sambandið að íranskar íþróttakonur ættu að fara eftir lögum landsins um hijab. Samkvæmt lögum landsins eiga allar konur og stelpur allt niður í níu ára aldur að ganga með hijab á almannafæri. Séu þær reglur brotnar þá getur refsingin verið allt að tveggja mánaða fangelsisvist. Þá eiga íranskar íþróttakonur að hylja hár, háls, hendur og fætur þegar þær keppa. Khadem hefði verið í nokkrum vandræðum með það hverju hún ætti að klæðast í bardaga, og í raun hefði hún ekki getað keppt nema brjóta einhver lög, þar til nýlega. Það var nefnilega ekki leyfilegt að keppa í hnefaleikum með hijab eða í heilgalla þar til í lok febrúar þegar alþjóða hnefaleikasambandið breytti reglum sínum. Box Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Fyrsta íranska konan til þess að keppa í hnefaleikum hættir sér ekki til heimalandsins vegna þess að búið sé að gefa út handtökuskipan á hana. Sadaf Khadem vann hina frönsku Anne Chauvin í hnefaleikabardaga um helgina og varð um leið fyrsta konan frá Íran til þess að keppa í opinberum hnefaleikabardaga. Hún ætlaði að ferðast aftur til heimalandsins í vikunni en hætti við það eftir að hún komst að því að búið væri að gefa út handtökuskipan á hana. BBC greinir frá þessu en írönsk stjórnvöld hafa ekki staðfest að hvort handtökuskipan hafi í raun verið gefin út. „Ég barðist í löglegum bardaga í Frakklandi. En þar sem ég var í stuttbuxum og bol, sem heimsbyggðinni finnst fullkomlega eðlilegt, braut ég gegn reglum heimalandsins,“ sagði Khadem við franska blaðið L'Equipe. „Ég var ekki með hijab og ég er þjálfuð af karlmanni. Sumir sjá þetta mjög svörtum augum.“ Íranska hnefaleikasambandið sagði í tilkynningu á mánudag að það hafi ekki skipulagt neina bardaga fyrir konur en sé ekki ábyrgt fyrir gjörðum einstakra hnefaleikakappa. Hins vegar ítrekaði sambandið að íranskar íþróttakonur ættu að fara eftir lögum landsins um hijab. Samkvæmt lögum landsins eiga allar konur og stelpur allt niður í níu ára aldur að ganga með hijab á almannafæri. Séu þær reglur brotnar þá getur refsingin verið allt að tveggja mánaða fangelsisvist. Þá eiga íranskar íþróttakonur að hylja hár, háls, hendur og fætur þegar þær keppa. Khadem hefði verið í nokkrum vandræðum með það hverju hún ætti að klæðast í bardaga, og í raun hefði hún ekki getað keppt nema brjóta einhver lög, þar til nýlega. Það var nefnilega ekki leyfilegt að keppa í hnefaleikum með hijab eða í heilgalla þar til í lok febrúar þegar alþjóða hnefaleikasambandið breytti reglum sínum.
Box Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira