Kakósírópið er kjarni meistarakokteilsins Þórarinn Þórarinnsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Íslandsmeistari barþjóna er þjónn en ekki barþjónn en stóð engu að síður uppi sem sigurvegari og fékk að bregða brandi sem mun bera nafn hans eftir að hann var sleginn til riddara á sunnudaginn. Mynd/Ómar Vilhelmsson Patrekur Ísak er að læra til þjóns og hefur starfað sem slíkur í tvö og hálft ár. Meistarinn hans og vinnuveitandi á Nauthóli hvatti hann til þess að keppa á Íslandsmeistaramóti barþjóna, hvar hann stóð uppi sem sigurvegari á sunnudaginn, þótt hann líti ekki á sig sem barþjón. „Ég er í sjálfu sér ekki barþjónn og er í rauninni bara áhugamaður,“ segir Patrekur í samtali við Fréttablaðið. „Ég hef keppt tvisvar. Einu sinni í þemakeppni og nú um Íslandsmeistaratitilinn. Á Íslandsmeistaramótinu er keppt eftir alþjóðlegum stöðlum og dómararnir eru venjulega hoknir af reynslu, fyrrverandi Íslandsmeistarar og jafnvel Evrópu- eða heimsmeistarar þannig að taugar keppenda eru oftast þandar þegar þeir þurfa að blanda fimm drykki á sjö mínútum á meðan þeir úttala sig um drykkina og aðferðafræðina.Sigurvegarinn þeytir í Omnom lífsins þar sem kjarninn er heimalagað síróp, sannkallað leynivopn.Mynd/Ómar VilhelmssonMissti kúlið „Á úrslitakvöldinu sitja dómararnir fyrir framan þig og þú þarft að lýsa ferlinu og geta sagt söguna að baki drykknum og hvernig þú blandar hann þannig að þú ert bara með hálfgert leikatriði,“ segir Patrekur sem var verðlaunaður fyrir fagleg vinnubrögð þótt hann viðurkenni að stressið hafi verið mikið. „Ég vil meina að ég hafi ekki haldið kúlinu og þetta var mjög stressandi. Þetta er alveg nýtt fyrir mér og ég hef lítið verið í því að fara upp á svið og tala um svona lagað fyrir framan fagfólk sem er búið að vera í þessum bransa heillengi. Maður er mjög hræddur við að segja kannski eitthvað sem er kolvitlaust og fara með staðreyndavillur en í sjálfu sér gekk þetta held ég bara ágætlega,“ segir Íslandsmeistarinn sem venju samkvæmt mun keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barþjóna í Kaupmannahöfn í september.Bannað að sulla Á móti sem þessu er ekki nóg að hrista fram besta drykkinn. Handtökin verða að vera fumlaus og þannig er til dæmis horft til þess hvort keppendur missi klaka eða sulli umfram á sjússamælinum. Allt gekk þetta þó upp hjá Patreki sem sigraði með eftirréttadrykk sem hann kallar Omnom de la Vie, eða Omnom lífsins, með vísan til kakóbauna frá samnefndum súkkulaðiframleiðanda – leynivopnsins sem gerði gæfumuninn að sögn meistarans. „Helminginn af uppskriftinni sæki ég í klassískan kokteil sem ég er búinn að vera að læra og vinna með í skólanum vegna sveinsprófsins í vor. Hugmyndavinnuna og tilraunir í kringum þetta hef ég svo unnið með samstarfsfólki mínu.“Eins og sést á algerri einbeitingu barþjónsins Árna Gunnarssonar gefa keppendur sig alla í blöndunina þar sem ekkert má út af bera.Mynd/Ómar VilhelmssonKjarninn í drykknum er heimatilbúið kakósíróp sem Patrekur segir að sé í raun hryggjarstykkið í drykknum. „Ég fékk baunir frá Omnom og bjó til sírópið sem gersamlega gerir drykkinn og ég byggi hann í raun í kringum sírópið.“ Saman við heimagert sírópið, í hárréttum hlutföllum vitaskuld, blandaði Patrekur síðan Cointreau-líkjör, sjö ára gömlu Havana Club-rommi, lime og rjóma.Riddarar barborðsins Hefð er fyrir því að Íslandsmeistari barþjóna sé sleginn til riddara með forláta sverði sem nafn hans er síðan grafið í innan um nöfn fyrri sigurvegara. En hvað ætlar Íslandsmeistarinn að gera við sverðið? Mæta með það í vinnuna á Nauthóli? „Sverðið er því miður ekki lengur farandgripur þannig að ég get ekki tekið það með mér heim og sett það upp á hillu. Nafninu mínu verður bara smellt á sverðið sem fer svo aftur upp í Menntaskólann í Kópavogi þar sem matreiðslu- og framreiðsluskólinn er,“ segir Patrekur sem stefnir ótrauður á titilvörn að ári þótt hann sé ekki barþjónn í eiginlegum skilningi. „Ég held að maður verði að gera það.“ Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Patrekur Ísak er að læra til þjóns og hefur starfað sem slíkur í tvö og hálft ár. Meistarinn hans og vinnuveitandi á Nauthóli hvatti hann til þess að keppa á Íslandsmeistaramóti barþjóna, hvar hann stóð uppi sem sigurvegari á sunnudaginn, þótt hann líti ekki á sig sem barþjón. „Ég er í sjálfu sér ekki barþjónn og er í rauninni bara áhugamaður,“ segir Patrekur í samtali við Fréttablaðið. „Ég hef keppt tvisvar. Einu sinni í þemakeppni og nú um Íslandsmeistaratitilinn. Á Íslandsmeistaramótinu er keppt eftir alþjóðlegum stöðlum og dómararnir eru venjulega hoknir af reynslu, fyrrverandi Íslandsmeistarar og jafnvel Evrópu- eða heimsmeistarar þannig að taugar keppenda eru oftast þandar þegar þeir þurfa að blanda fimm drykki á sjö mínútum á meðan þeir úttala sig um drykkina og aðferðafræðina.Sigurvegarinn þeytir í Omnom lífsins þar sem kjarninn er heimalagað síróp, sannkallað leynivopn.Mynd/Ómar VilhelmssonMissti kúlið „Á úrslitakvöldinu sitja dómararnir fyrir framan þig og þú þarft að lýsa ferlinu og geta sagt söguna að baki drykknum og hvernig þú blandar hann þannig að þú ert bara með hálfgert leikatriði,“ segir Patrekur sem var verðlaunaður fyrir fagleg vinnubrögð þótt hann viðurkenni að stressið hafi verið mikið. „Ég vil meina að ég hafi ekki haldið kúlinu og þetta var mjög stressandi. Þetta er alveg nýtt fyrir mér og ég hef lítið verið í því að fara upp á svið og tala um svona lagað fyrir framan fagfólk sem er búið að vera í þessum bransa heillengi. Maður er mjög hræddur við að segja kannski eitthvað sem er kolvitlaust og fara með staðreyndavillur en í sjálfu sér gekk þetta held ég bara ágætlega,“ segir Íslandsmeistarinn sem venju samkvæmt mun keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barþjóna í Kaupmannahöfn í september.Bannað að sulla Á móti sem þessu er ekki nóg að hrista fram besta drykkinn. Handtökin verða að vera fumlaus og þannig er til dæmis horft til þess hvort keppendur missi klaka eða sulli umfram á sjússamælinum. Allt gekk þetta þó upp hjá Patreki sem sigraði með eftirréttadrykk sem hann kallar Omnom de la Vie, eða Omnom lífsins, með vísan til kakóbauna frá samnefndum súkkulaðiframleiðanda – leynivopnsins sem gerði gæfumuninn að sögn meistarans. „Helminginn af uppskriftinni sæki ég í klassískan kokteil sem ég er búinn að vera að læra og vinna með í skólanum vegna sveinsprófsins í vor. Hugmyndavinnuna og tilraunir í kringum þetta hef ég svo unnið með samstarfsfólki mínu.“Eins og sést á algerri einbeitingu barþjónsins Árna Gunnarssonar gefa keppendur sig alla í blöndunina þar sem ekkert má út af bera.Mynd/Ómar VilhelmssonKjarninn í drykknum er heimatilbúið kakósíróp sem Patrekur segir að sé í raun hryggjarstykkið í drykknum. „Ég fékk baunir frá Omnom og bjó til sírópið sem gersamlega gerir drykkinn og ég byggi hann í raun í kringum sírópið.“ Saman við heimagert sírópið, í hárréttum hlutföllum vitaskuld, blandaði Patrekur síðan Cointreau-líkjör, sjö ára gömlu Havana Club-rommi, lime og rjóma.Riddarar barborðsins Hefð er fyrir því að Íslandsmeistari barþjóna sé sleginn til riddara með forláta sverði sem nafn hans er síðan grafið í innan um nöfn fyrri sigurvegara. En hvað ætlar Íslandsmeistarinn að gera við sverðið? Mæta með það í vinnuna á Nauthóli? „Sverðið er því miður ekki lengur farandgripur þannig að ég get ekki tekið það með mér heim og sett það upp á hillu. Nafninu mínu verður bara smellt á sverðið sem fer svo aftur upp í Menntaskólann í Kópavogi þar sem matreiðslu- og framreiðsluskólinn er,“ segir Patrekur sem stefnir ótrauður á titilvörn að ári þótt hann sé ekki barþjónn í eiginlegum skilningi. „Ég held að maður verði að gera það.“
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira