Margradda óánægjukór andstæðinga orkupakkans Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2019 13:15 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. Annars vegar sé um að ræða efnislega gagnrýni en hins vegar séu raddir sem ekki séu sáttar við stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Þeir sem safnast hafa saman undir slagorðinu „Orkan okkar" og berjast gegn samþykkt Alþingis á þriðja orkupakka Evrópusambandsins spara margir ekki stóru orðin þannig að þeir sem hætta sér fram völlinn til að styðja innleiðinguna telja sér jafnvel ógnað. Þórlindur Kjartansson er einn þeirra en í viðtali við Fréttablaðið segir hann vandann að áhyggjur margra vegna orkupakkans stafi að stórum hluta af rangfærslum og ýkjum sem ekki séu settar fram í heiðarlegum tilgangi, heldur til að sá efasemdarfræjum og tortryggni. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir umræðuna um málið erfiða þar sem ólík sjónarmið og raddir séu í hópi þeirra sem berjist á móti orkupakkanum. Þarna séu raddir sem færi fram eðlilegar athugasemdir um málið. „Og beita fullum rökum í sínum málflutningi eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. En síðan eru þarna líka raddir til viðbótar við þær sem virðast einkum og sér í lagi horfa til málsins sem einhvers konar táknmyndar eða birtingarmyndar um stöðu Íslands í umheiminum og gagnvart Evrópusamvinnunni,“ segir Eiríkur. Síðarnefndi hópurinn setji gagnrýni sína fram að mestu án þess að vísa til efnisatriða þriðja orkupakkans. „Herskáustu aðilarnir í þessum hópi hafa í raun í sínum málflutningi, ef maður tekur bara mið af málflutningi þeirra í þessu máli; þeirra athugasemdir eru miklu frekar við EES samninginn sem slíkan. Áhrif hans á fullveldið og svo framvegis. Fremur en að málflutningur þeirra snúist mjög mikið um lagabálkinn um orkumál,“ segir Eiríkur. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé hins vegar málamiðlun sem brúi ólík sjónarmið þeirra sem vilji að Íslendingar standi að mestu fyrir utan Evrópusamrunan og hinna sem vilji helst að Ísland gangi í Evrópusambandið. Miðað við þróun stjórnmála annars staðar í Evrópu megi auðveldlega sjá fyrir sér að umræðan fari að snúast um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, þótt enginn meirihluti hafi verið fyrir því hingað til að segja samningnum upp. „Það blasir við að það eru margir sem vilja beita málinu. Koma því á einhvern þann stað að það minni okkur á þær umræður sem orðið hafa í kringum Brexit og aðra slíka hópa í Evrópu í samtíma okkar. Sem eru einmitt að efast um þessa tilhögun sem við höfum sett upp. En undirliggjandi eru auðvitað algerir grundvallarhagsmunir allra Íslendinga,“ segir Eiríkur Bergmann. Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32 Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. Annars vegar sé um að ræða efnislega gagnrýni en hins vegar séu raddir sem ekki séu sáttar við stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Þeir sem safnast hafa saman undir slagorðinu „Orkan okkar" og berjast gegn samþykkt Alþingis á þriðja orkupakka Evrópusambandsins spara margir ekki stóru orðin þannig að þeir sem hætta sér fram völlinn til að styðja innleiðinguna telja sér jafnvel ógnað. Þórlindur Kjartansson er einn þeirra en í viðtali við Fréttablaðið segir hann vandann að áhyggjur margra vegna orkupakkans stafi að stórum hluta af rangfærslum og ýkjum sem ekki séu settar fram í heiðarlegum tilgangi, heldur til að sá efasemdarfræjum og tortryggni. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir umræðuna um málið erfiða þar sem ólík sjónarmið og raddir séu í hópi þeirra sem berjist á móti orkupakkanum. Þarna séu raddir sem færi fram eðlilegar athugasemdir um málið. „Og beita fullum rökum í sínum málflutningi eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. En síðan eru þarna líka raddir til viðbótar við þær sem virðast einkum og sér í lagi horfa til málsins sem einhvers konar táknmyndar eða birtingarmyndar um stöðu Íslands í umheiminum og gagnvart Evrópusamvinnunni,“ segir Eiríkur. Síðarnefndi hópurinn setji gagnrýni sína fram að mestu án þess að vísa til efnisatriða þriðja orkupakkans. „Herskáustu aðilarnir í þessum hópi hafa í raun í sínum málflutningi, ef maður tekur bara mið af málflutningi þeirra í þessu máli; þeirra athugasemdir eru miklu frekar við EES samninginn sem slíkan. Áhrif hans á fullveldið og svo framvegis. Fremur en að málflutningur þeirra snúist mjög mikið um lagabálkinn um orkumál,“ segir Eiríkur. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé hins vegar málamiðlun sem brúi ólík sjónarmið þeirra sem vilji að Íslendingar standi að mestu fyrir utan Evrópusamrunan og hinna sem vilji helst að Ísland gangi í Evrópusambandið. Miðað við þróun stjórnmála annars staðar í Evrópu megi auðveldlega sjá fyrir sér að umræðan fari að snúast um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, þótt enginn meirihluti hafi verið fyrir því hingað til að segja samningnum upp. „Það blasir við að það eru margir sem vilja beita málinu. Koma því á einhvern þann stað að það minni okkur á þær umræður sem orðið hafa í kringum Brexit og aðra slíka hópa í Evrópu í samtíma okkar. Sem eru einmitt að efast um þessa tilhögun sem við höfum sett upp. En undirliggjandi eru auðvitað algerir grundvallarhagsmunir allra Íslendinga,“ segir Eiríkur Bergmann.
Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32 Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira
Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32
Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00
Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00