Duran Duran á leið til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 16. apríl 2019 07:47 Simon le Bon og John Taylor. Vísir/Vilhelm Hljómsveitin Duran Duran heldur tónleika í Laugardalshöll þann 25. júní næstkomandi. Miðasala á tónleikana mun hefjast klukkan 10 að morgni, miðvikudaginn 24. apríl. Meðlimir hljómsveitarinnar snúa aftur eftir 14 ára fjarveru til að gleðja fjölmarga aðdáendur sína hér á landi sem margir voru viðstaddir er hljómsveitin hélt afar eftirminnilega tónleika árið 2005 í Egilshöll. „Ef tónleikarnir sem við héldum á Íslandi árið 2005 gefa einhverja hugmynd um tónleikana 25. Júní i Laugardalshöll, þá stefna þeir í að verða stórkostleg skemmtun og frábær upplifun. Ég hlakka til að vaka alla nóttina eins og ég gerði síðast,“ segir söngvarinn Simon Le Bon í tilkynningunni um tónleikana. Duran Duran er án efa ein sögufrægasta hljómsveit popptónlistarinnar. Ferill hennar spannar fjóra áratugi og hefur hljómsveitin selt yfir 100 milljónir platna, unnið til tveggja Grammy verðlauna, tveggja Brit verðlauna, hlotið sjö sinnum Lifetime Achievement verðlaunin auk fjölmargra annarra viðurkenninga. Hljómsveitin reis hratt upp á stjörnuhimininn og varð á örskotsstundu þekkt um allan heim. Þrátt fyrir skjótan frama á sínum tíma hefur Duran Duran sýnt það margoft að tónlist þeirra er tímalaus. Reglulega hefur hún samið og gefið út ný lög við frábærar undirtektir aðdáenda sinna. Nálgun þeirra við að bræða saman listir, tísku, tækni og popptónlist hefur skapað þeim þann sess að vera ávallt á undan sinni samtíð og ber hljómsveitin engin merki þess að hún sé að hægja á sér. Á milli einstaka sérvalinna tónleika á þessu ári, hefur hljómsveitin hafið upptökur á næstu plötu sinni samhliða fjölmörgum sérverkefnum til þess að fagna 40 ára samstarfi. Tvö verðsvæði verða í boði: Svæði A, verð kr. 18.900 Svæði B, verð kr. 14.900 Höllin opnar kl 18 og Duran Duran stígur á svið kl. 20:15 Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Hljómsveitin Duran Duran heldur tónleika í Laugardalshöll þann 25. júní næstkomandi. Miðasala á tónleikana mun hefjast klukkan 10 að morgni, miðvikudaginn 24. apríl. Meðlimir hljómsveitarinnar snúa aftur eftir 14 ára fjarveru til að gleðja fjölmarga aðdáendur sína hér á landi sem margir voru viðstaddir er hljómsveitin hélt afar eftirminnilega tónleika árið 2005 í Egilshöll. „Ef tónleikarnir sem við héldum á Íslandi árið 2005 gefa einhverja hugmynd um tónleikana 25. Júní i Laugardalshöll, þá stefna þeir í að verða stórkostleg skemmtun og frábær upplifun. Ég hlakka til að vaka alla nóttina eins og ég gerði síðast,“ segir söngvarinn Simon Le Bon í tilkynningunni um tónleikana. Duran Duran er án efa ein sögufrægasta hljómsveit popptónlistarinnar. Ferill hennar spannar fjóra áratugi og hefur hljómsveitin selt yfir 100 milljónir platna, unnið til tveggja Grammy verðlauna, tveggja Brit verðlauna, hlotið sjö sinnum Lifetime Achievement verðlaunin auk fjölmargra annarra viðurkenninga. Hljómsveitin reis hratt upp á stjörnuhimininn og varð á örskotsstundu þekkt um allan heim. Þrátt fyrir skjótan frama á sínum tíma hefur Duran Duran sýnt það margoft að tónlist þeirra er tímalaus. Reglulega hefur hún samið og gefið út ný lög við frábærar undirtektir aðdáenda sinna. Nálgun þeirra við að bræða saman listir, tísku, tækni og popptónlist hefur skapað þeim þann sess að vera ávallt á undan sinni samtíð og ber hljómsveitin engin merki þess að hún sé að hægja á sér. Á milli einstaka sérvalinna tónleika á þessu ári, hefur hljómsveitin hafið upptökur á næstu plötu sinni samhliða fjölmörgum sérverkefnum til þess að fagna 40 ára samstarfi. Tvö verðsvæði verða í boði: Svæði A, verð kr. 18.900 Svæði B, verð kr. 14.900 Höllin opnar kl 18 og Duran Duran stígur á svið kl. 20:15
Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira