Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Andri Eysteinsson skrifar 15. apríl 2019 20:32 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað fréttaflutningi Eyjunnar. Skjáskot/DV/Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. Í frétt Eyjunnar var athygli vakin á því að Ágústa Johnson sé skráður forráðamaður fyrirtækisins Steinkápur ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðar hvar Búlandsvirkjun sé fyrirhuguð. Landeigendur muni geta hagnast um milljarða gangi áform eftir og enn meira verði Ísland tengt Evrópu með sæstrend. Eyjan fjallar um að Guðlaugur Þór hafi látið þess ógetið í hagsmunaskrá á vef Alþingis. Guðlaugur hefur nú svarað þessum fréttaflutningi með færslu á Facebook síðu sinni, þar segir hann fréttaflutninginn til marks um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum.Dylgjurnar beri vitni um málefnafátækt Guðlaugur telur upp fimm atriði varðandi málið. Í fyrsta punkti sínum segir minnir utanríkisráðherra á að skráning á fjárhagslegum hagsmunum alþingisanna taki hvorki til eigna né skulda maka. Hagsmunaskrá Guðlaugs sé því í fullu samræmi við reglur. Um jörðina segir Guðlaugur að jörðin sé skógræktarjörð sem tengdaforeldrar hans, ræktað upp jörðina frá árinu 1982. Félag í eigu Ágústu hafi keypt jörðina árið 2015. Guðlaugur segir því næst að allt tal um að fjölskylda ráðherrans hagnist á Búlandsvirkjun sé fjarstæðukennt og einnig að samþykkt eða höfnun þriðja orkupakkans hafi engin áhrif á hagsmuni landeigenda á hugsanlegum virkjanasvæðum enda fjalli þriðji orkupakkinn hvorki um eignahald né nýtingu á auðlindum. Að lokum gagnrýnir Guðlaugur fréttaflutninginn „Dylgjur sem fram koma í ofangreindri umfjöllun Eyjunnar bera vitni um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum. Vonandi verður hægt að ræða þetta mál með málefnalegri hætti í framtíðinni,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur skrifar einnig um Búlandsvirkjun sjálfa „Búlandsvirkjun er ekki í orkunýtingarflokki núgildandi rammaáætlunar. Hvorki ég né fjölskylda mín eigum nokkra aðild að áformum um þá virkjun. Ef svo ólíklega færi að hún yrði að veruleika yrðu áhrifin á Tungufljót og umhverfi þess afar neikvæð. Vonandi eru allar hugmyndir um þessa virkjun út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjölskyldan öll sammála,“ skrifar Guðlaugur. Færslu Guðlaugs má lesa í heild sinni hér að neðan. Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. Í frétt Eyjunnar var athygli vakin á því að Ágústa Johnson sé skráður forráðamaður fyrirtækisins Steinkápur ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðar hvar Búlandsvirkjun sé fyrirhuguð. Landeigendur muni geta hagnast um milljarða gangi áform eftir og enn meira verði Ísland tengt Evrópu með sæstrend. Eyjan fjallar um að Guðlaugur Þór hafi látið þess ógetið í hagsmunaskrá á vef Alþingis. Guðlaugur hefur nú svarað þessum fréttaflutningi með færslu á Facebook síðu sinni, þar segir hann fréttaflutninginn til marks um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum.Dylgjurnar beri vitni um málefnafátækt Guðlaugur telur upp fimm atriði varðandi málið. Í fyrsta punkti sínum segir minnir utanríkisráðherra á að skráning á fjárhagslegum hagsmunum alþingisanna taki hvorki til eigna né skulda maka. Hagsmunaskrá Guðlaugs sé því í fullu samræmi við reglur. Um jörðina segir Guðlaugur að jörðin sé skógræktarjörð sem tengdaforeldrar hans, ræktað upp jörðina frá árinu 1982. Félag í eigu Ágústu hafi keypt jörðina árið 2015. Guðlaugur segir því næst að allt tal um að fjölskylda ráðherrans hagnist á Búlandsvirkjun sé fjarstæðukennt og einnig að samþykkt eða höfnun þriðja orkupakkans hafi engin áhrif á hagsmuni landeigenda á hugsanlegum virkjanasvæðum enda fjalli þriðji orkupakkinn hvorki um eignahald né nýtingu á auðlindum. Að lokum gagnrýnir Guðlaugur fréttaflutninginn „Dylgjur sem fram koma í ofangreindri umfjöllun Eyjunnar bera vitni um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum. Vonandi verður hægt að ræða þetta mál með málefnalegri hætti í framtíðinni,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur skrifar einnig um Búlandsvirkjun sjálfa „Búlandsvirkjun er ekki í orkunýtingarflokki núgildandi rammaáætlunar. Hvorki ég né fjölskylda mín eigum nokkra aðild að áformum um þá virkjun. Ef svo ólíklega færi að hún yrði að veruleika yrðu áhrifin á Tungufljót og umhverfi þess afar neikvæð. Vonandi eru allar hugmyndir um þessa virkjun út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjölskyldan öll sammála,“ skrifar Guðlaugur. Færslu Guðlaugs má lesa í heild sinni hér að neðan.
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira