Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Andri Eysteinsson skrifar 15. apríl 2019 20:32 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað fréttaflutningi Eyjunnar. Skjáskot/DV/Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. Í frétt Eyjunnar var athygli vakin á því að Ágústa Johnson sé skráður forráðamaður fyrirtækisins Steinkápur ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðar hvar Búlandsvirkjun sé fyrirhuguð. Landeigendur muni geta hagnast um milljarða gangi áform eftir og enn meira verði Ísland tengt Evrópu með sæstrend. Eyjan fjallar um að Guðlaugur Þór hafi látið þess ógetið í hagsmunaskrá á vef Alþingis. Guðlaugur hefur nú svarað þessum fréttaflutningi með færslu á Facebook síðu sinni, þar segir hann fréttaflutninginn til marks um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum.Dylgjurnar beri vitni um málefnafátækt Guðlaugur telur upp fimm atriði varðandi málið. Í fyrsta punkti sínum segir minnir utanríkisráðherra á að skráning á fjárhagslegum hagsmunum alþingisanna taki hvorki til eigna né skulda maka. Hagsmunaskrá Guðlaugs sé því í fullu samræmi við reglur. Um jörðina segir Guðlaugur að jörðin sé skógræktarjörð sem tengdaforeldrar hans, ræktað upp jörðina frá árinu 1982. Félag í eigu Ágústu hafi keypt jörðina árið 2015. Guðlaugur segir því næst að allt tal um að fjölskylda ráðherrans hagnist á Búlandsvirkjun sé fjarstæðukennt og einnig að samþykkt eða höfnun þriðja orkupakkans hafi engin áhrif á hagsmuni landeigenda á hugsanlegum virkjanasvæðum enda fjalli þriðji orkupakkinn hvorki um eignahald né nýtingu á auðlindum. Að lokum gagnrýnir Guðlaugur fréttaflutninginn „Dylgjur sem fram koma í ofangreindri umfjöllun Eyjunnar bera vitni um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum. Vonandi verður hægt að ræða þetta mál með málefnalegri hætti í framtíðinni,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur skrifar einnig um Búlandsvirkjun sjálfa „Búlandsvirkjun er ekki í orkunýtingarflokki núgildandi rammaáætlunar. Hvorki ég né fjölskylda mín eigum nokkra aðild að áformum um þá virkjun. Ef svo ólíklega færi að hún yrði að veruleika yrðu áhrifin á Tungufljót og umhverfi þess afar neikvæð. Vonandi eru allar hugmyndir um þessa virkjun út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjölskyldan öll sammála,“ skrifar Guðlaugur. Færslu Guðlaugs má lesa í heild sinni hér að neðan. Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. Í frétt Eyjunnar var athygli vakin á því að Ágústa Johnson sé skráður forráðamaður fyrirtækisins Steinkápur ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðar hvar Búlandsvirkjun sé fyrirhuguð. Landeigendur muni geta hagnast um milljarða gangi áform eftir og enn meira verði Ísland tengt Evrópu með sæstrend. Eyjan fjallar um að Guðlaugur Þór hafi látið þess ógetið í hagsmunaskrá á vef Alþingis. Guðlaugur hefur nú svarað þessum fréttaflutningi með færslu á Facebook síðu sinni, þar segir hann fréttaflutninginn til marks um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum.Dylgjurnar beri vitni um málefnafátækt Guðlaugur telur upp fimm atriði varðandi málið. Í fyrsta punkti sínum segir minnir utanríkisráðherra á að skráning á fjárhagslegum hagsmunum alþingisanna taki hvorki til eigna né skulda maka. Hagsmunaskrá Guðlaugs sé því í fullu samræmi við reglur. Um jörðina segir Guðlaugur að jörðin sé skógræktarjörð sem tengdaforeldrar hans, ræktað upp jörðina frá árinu 1982. Félag í eigu Ágústu hafi keypt jörðina árið 2015. Guðlaugur segir því næst að allt tal um að fjölskylda ráðherrans hagnist á Búlandsvirkjun sé fjarstæðukennt og einnig að samþykkt eða höfnun þriðja orkupakkans hafi engin áhrif á hagsmuni landeigenda á hugsanlegum virkjanasvæðum enda fjalli þriðji orkupakkinn hvorki um eignahald né nýtingu á auðlindum. Að lokum gagnrýnir Guðlaugur fréttaflutninginn „Dylgjur sem fram koma í ofangreindri umfjöllun Eyjunnar bera vitni um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum. Vonandi verður hægt að ræða þetta mál með málefnalegri hætti í framtíðinni,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur skrifar einnig um Búlandsvirkjun sjálfa „Búlandsvirkjun er ekki í orkunýtingarflokki núgildandi rammaáætlunar. Hvorki ég né fjölskylda mín eigum nokkra aðild að áformum um þá virkjun. Ef svo ólíklega færi að hún yrði að veruleika yrðu áhrifin á Tungufljót og umhverfi þess afar neikvæð. Vonandi eru allar hugmyndir um þessa virkjun út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjölskyldan öll sammála,“ skrifar Guðlaugur. Færslu Guðlaugs má lesa í heild sinni hér að neðan.
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira