Ekki verður skíðað fleiri daga í Bláfjöllum né Skálafelli þennan veturinn, frá þessu greinir starfsfólk skíðasvæðanna með færslu á vef skíðasvæðanna og á Facebook.
Í tilkynningunni segir að veðrið síðust sex daga hefur reynst óhagstætt með eindæmum, hvassviðrið og rigningin hafi þau áhrif að ekki verði skíðað meira þennan veturinn. Lokað hefur verið í Bláfjöllum vegna veðurs frá 9.apríl síðastliðnum.
Ljóst er því að skíðatímabilinu á höfuðborgarsvæðinu er lokið þennan veturinn.